Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 10
4
STÚDENTABLAÐ
kjördæmi og fær einn eða fleiri uppbótar-
menn. Er og dálítið hjákátlegt, þegar fámenn-
ustu kjördæmin hljóta uppbótarmenn auk
þingmannsins, því að í reyndinni mun það
nú verða svo, að uppbótarmennirnir skoða
sig fyrst og fremst fulltrúa þess kjördæmis,
sem þeir hafa boðið sig fram í. Þá hafa og
hlutfallskosningarnar í tvímenningskjördæm-
unum verið mikið deiluefni, svo sem kunnugt
er, og fer ég ekki út í það hér. Mun það og
vera sannmæli, sem um þetta efni segir í
greinargerð stjórnarskrárnefndar fjórðungs-
þings Austfjarða, að núgildandi kjördæma-
skipun og kosningafyrirkomulag hafi ,,mót-
azt í harðvítugri togstreitu milli flokkanna,
þar sem skammsýni eiginhagsmunanna hefur
mótað afstöðu beggja deiluaðila."
Þegar rætt hefur verið um breytingar á
kjördæmaskipuninni, hefur einkum verið bent
á þrjár eftirfarandi leiðir:
Fyrsta leiðin er að skipta landinu öllu í
einmenningskjördæmi og hafa þar óhlut-
bundnar kosningar.
Önnur leiðin er að skipta landinu í fá og
stór kjördæmi, t. d. fimm eða sex, og liafa
hlutfallskosningar í þeim.
Þriðja leiðin er að gera landið allt að einu
kjördæmi, þar sem allir þingmenn væru kosn-
ir hlutfallskosningu.
I nýútkomnum tillögum Austfirðinga er auk
þess bent á eins konar blandaða leið, þ. e.,
að þingmenn neðri deildar séu kosnir í ein-
menningskjördæmunum, en efri deild sé skip-
uð þingmönnum kosnum af fimmtungsþing-
um.
Engu skal um það spáð, hvaða leið muni
valin í þessum efnum. Það sjónarmið, sem
fyrst og fremst sýnist eiga að leggja til
grundvallar við kjördæmaskipunina, er kjós-
endatala, en jafnframt virðist réttmætt og
óhjákvæmilegt að taka tillit til ólíkra stað-
hátta og aðstæðna.
Væri landinu skipt í einmenningskjördæmi,
þyrfti því kjósendatalan í hverju þeirra að
vera sem svipuðust. Jafnframt væri eðlilegt
að hafa ákveðið hámark og lágmark á kjós-
endatölu hvers kjördæmis, þannig, að kjör-
dæmi, sem færi niður fyrir lágmarkið, missti
rétt til þingmanns og innlimaðist öðru, en
kjördæmi, sem færi yfir hámarkið, yrði skipt.
Ef landinu væri skipt í fimmtunga, yrði þing-
mannatala hvers fimmtungs sjálfsagt fyrst og
fremst að miðast við íbúatölu hans, en jafn-
hliða þyrfti þó að taka tillit til staðhátta og
sérþarfa fimmtungs hvers, og annarra atriða.
Þá skal vikið með fáum orðum að deilda-
skiptingu Alþingis. Deildaskipting er þekkt
fyrirbrigði hjá löggjafarþingum. En í flest-
um tilfellum mun þó kosið á annan hátt til
efri deildar en neðri deildar. Þannig var þetta
einnig að nokkru leyti hér á landi, allt þar til
landkjörið var lagt niður. Eftir það hafa þing-
menn aðeins kosið úr sínum hópi lögboðna
tölu til efri deildar.
Deildaskiptingin getur verið þýðingarmikil,
þar sem kosið er á annan hátt til efri deild-
ar en þeirrar neðri. En þar sem þingmenn
eru allir kosnir á sama hátt, en skipta sér
svo á eftir í tvær málstofur, eins og hér á
sér stað, virðist deildaskiptingin næsta þýð-
ingarlítil. Augljóst er þó, að hún hefur auk-
inn kostnað í för með sér, veldur seinni af-
greiðslu þingmála og getur stöðvað góð mál.
Sýnist og mörgum kynlegt að láta 17 þing-
menn, sem kosnir hafa verið til efri deildar,
ráða jafnmiklu og 35 neðri deildar þingmenn.
Getur t. d. viljað til, að 9 menn í efri deild
felli frumvarp, sem samþykkt hefur verið í
neðri deild með öllum greidum atkvæðum.
Núverandi deildaskipting virðist því ekki
hafa við rök að styðjast. Er tvennt til, að
fella hana niður og sameina þingið í eina
málstofu eða halda henni áfram, en láta þá
kjósa þingmenn til efri deildar með öðrum
hætti en til þeirrar neðri.
Því hefir verið hreyft, að nauðsynlegt væri
að setja ýtarlegri ákvæði í stjórnarskrána um
fjárlagameðferð þingsins, einkanlega þann-
ig, að réttur þingmanna til að bera fram hækk-
unartillögur við útgjaldahlið fjárlaga væri
takmarkaður. Þykir mörgum helzt til mikill-
ar ógætni hafa gætt hjá þinginu í þeim sök-
um að undanförnu.
Heyrzt hafa raddir um það, að í stjórnar-