Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 34

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 34
28 STÚDENTABLAÐ Verkfræði. (Kandidatsprcf i byggingaverkfræði. Á stríðsár- unum var tekin upp kennsla að fullu undir próf þetta, þar sem sambandið við útlönd var að miklu leyti rofið. Nú hefur þetta verið lagt niður aftur, og eru kandidatar þessir með þeim siöustu, er próf þetta taka hér). Ásgeir Markússon, I. eink., 6,63. Guðmundur ljor- steinsson, I. eink., 7,13. Helgi H. Árnason, I. eink., 7,26. Ingi Magnússon, I. eink., 6,43. Ólafur Pálsson, I. eink., 6,19. Snæbjörn Jónasson, I. eink., 7,26. 1 fyrri hluta verkfræði luku þessir prófi: Eggert Steinsen, II. eink., 5,36. Jóhann Indriða- son, I. eink., 7,22. Sigurður Magnússon, II. eink., 5,36. Sigurður Þormar, I. eink., 6.16. Skúli Guðmundsson, I. eink., 6,07. Theódór Árnason, II. eink., 5,02. Kennarapróf í íslenzkum fræðum. Björn Þorsteinsson, I. eink., 96 stig. Tannlækningar. Baldvin Ringsted, I. eink., 148% stig. Ólafur Thor- arensen, I. eink., 129 stig. Þorsteinn Ólafsson, II. eink. betri, 114 stig. Haustið 1947. Lögfræði. Jóhannes Elíasson, I. eink., 186 stig. Kennarapróf í íslen/.kum fræðum. Hermann Pálsson, I. eink., 130:/5 stig. Sverrir Páls- son, II. eink. betri, 99% stig. Sú breyting varð á prófi þessu í haust, að eink- unnir urðu 13 i stað 8 áður. Garðprófastar. Garðprófastar eru hinir sömu og síðastl. ár, þeir dr. Matthías Jónasson é. Ganrla Garði, en Páll S. Páls- son lögfræðingur á Nýja Garði. Garðstjórn. Stúdentaráð kaus á síðasta starfsári Jón P. Emils, stud. jur., í Garðstjórn í stað Jóhannesar Elíasson- ar, cand. jur. Eiga nú stúdentar þessa fulltrúa í Garðstjórn: Jón P. Emils, stud. jur., og Gunnlaug Snædal, stud. med. Dansleikir á Gamla-Garði. Á fyrrahaust var stofnað Skemmtifélag Garðbúa. Hafði félagið það viðfangsefni að skemmta Garð- búum og öðrum stúdentum með dansleikjum á Gamla Garði. Ágóði þessara dansleikja rennur í sjóð til að kaupa fyrir flygil á Garð. Er nú sjóður þessi orð- inn all-gildur. Stjórn Skemmtifélagsins er þannig skipuð: Ólaf- ur Jónsson, stud. jur., formaður, skipaður af Garð- Fráfarandi formaður stúdentaráðs, Geir Hallgrímsson, stud. jur. stjórn, Tryggvi Þorsteinsson, stud. med., gjaldkeri, Haraldur Sigurðsson, stud. jur., Sigurður S. Magnús- son, stud. med., Sigurjón Jóhannesson, stud. mag. og Karl Guðmundsson, stud. polyt., sjálfkjörinn sem inspector domus á Gamla Garði. Hljómsveit. Um miðjan október tók háskólahljómsveitin að æfa. Sigurður S. Magnússon, stud. med., er píanósnilling- urinn, Gunnlaugur Snædal, stud. med., leikur á clar- inet, Birgir Finnsson, stud. med., á alto-saxofon, og Móses Aðalsteinsson, stud. polyt., leikur af list og fjöri á trommusamstæðu. Var sú samstæða rándýr og keypt af stúdentaráði. Hefur hljómsveitin tvívegis látið í sér heyra, og ljúka menn upp einum munni um afbragðs leikni þeirra félaga. Félög. Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista. Árni Gunnlaugsson, stud. jur., formaður, Jón Finnsson, stud. jur., gjaldkeri og Bragi Nielsson, stud. med., ritari. Félag frjálslyndra stúdenta. Tómas Ámason, stud. jur., formaður, Rannveig Þorsteinsdóttir, stud. jur., gjaldkeri, Hcimir Bjarnason, stud. mag., ritari. Félag róttækra stúdenta. Form. Jón Skaftason, stud. jur., gjaldk. Einar Jóhannesson, stud. med., ritari Guðm. Magnússon, stud. polyt. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta. Ný stjórn

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.