Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 30

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 30
24 STÚDENTABLÁÐ en tíminn mun að sjálfsögðu leiða það í ljós, hvort þær reynast fullnægjandi. Efnahagsleg velgengni íslenzku þjóðarinn- að byggist vitanlega á ástandi atvinnuvega hennar. Þegar það ástand er slæmt, er ekki við góðu að búast. Það má öllum vera fullljóst, að meira en lítið er bogið við atvinnulífið í heild, þegar nauðsynlegt þykir að verðbæta framleiðsluna að einhverju leyti með framlögum úr ríkis- sjóði. Höfuðatvinnuvegur vor íslendinga er, svo sem kunnugt er, sjávarútvegur. Það er hann, sem færir mestar tekjurnar í þjóðarbúið, og það er fyrir tilstilli hans, sem vér eignumst erlendan gjaldeyri. Það er því eðlilegt, að hlúð sé svo að þessum atvinnuvegi, að verð- bólga innanlands geti aldrei dregið úr af- köstum hans. Nú hefur sú orðið raunin á, að vér erum neyddir til að verðbæta úr ríkissjóði aðalút- flutningsvöru vora. — Þetta er ljótt til af- spurnar, og það hlýtur að vera knýjandi nauð- synjamál að finna þær leiðir í verðlagsmál- um vorum, sem útiloka slíkt ástand. — Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að minnast hér á nýsköpun. Hjá því verður þó ekki komizt að öllu leyti, þegar rætt er um það, á hvern hátt hægt sé að vinna íslandi allt, vegna þess að einmitt með hinni svoköll- uðu nýsköpun sýna Islendingar þann stór- hug til að rétta landið við f járhagslega, sem einmitt ætti að einkenna alla atvinnulífsstarf- semi vora. Nú sigla nýju togararnir og bátarnir hver af öðrum upp að landsteinunum. Þeir eru þegar sendir á veiðar og koma aftur full- fermdir og selja afla sinn vel. Þessi fallegu skip sýna, að vér eigum framtíð fyrir hönd- um þrátt fyrir markaðsörðugleika og verð- bólgu. Vér sjáum í þeim árroða nýrra tíma velmegunar og hagsældar. — Vér rnegum aldrei láta þessi skip stöðvast vegna ófremd- arástands í kauplagsmálum og verðlags inn- anlands. — Það er öllum kunnugt, að vér getum senni- lega aldrei orðið með öllu sjálfbjarga og mun- um ætíð þurfa að leita til annarra þjóða um nauðsynjavörur. Til þess þurfum vér erlend- an gjaldeyri, og það eru þessi skip, sem veita oss hann. Möguleikarnir til þess að vinna Islandi allt með réttri stjórn á sjávarútveginum eru mikl- ir. Einmitt þar eigum vér að sætta stéttirnar, fá þær til að vinna saman í einingu að sam- eiginlegum hagsmunum þeirra og þjóðarheild- arinnar. — Úlfúð á milli stétta er hvergi hættulegri, en einmitt í sjávarútveginum, sem allt veltur á, að skili sem mestum arði í þjóðarbúið. — Með hagkvæmum rekstri landbúnaðar má og vinna margt íslandi til gagns. Þar hefur á síðustu árum orðið geysileg bylting á sviði vélanotkunar við landbúnaðarstörf. Kotabú- skapurinn er að hverfa, og í stað hans er að rísa upp búskapur, sem rekinn er af stórhug, sem færir sér í nyt alla þá stórfelldu tækni, sem vísindi nútímans hafa að bjóða. — En íslenzkur landbúnaður á þó enn eftir að eflast til þess fyrst og fremst að fullnægja þörfum innanlands og síðar að verða útflutn- ingshæfur. — Þannig er líka með hinn unga íslenzka iðnað. — Þar er þörf að veita nýjum greinum aðgang og efla þær, sem fyrir eru. I atvinnulífi voru þurfum vér fyrst og fremst að haga svo viðleitni vorri, að allt beinist að því, að íslandi og íslenzkum hags- munum sé borgið. — En viðleitni vor til að vinna íslandi allt á ekki eingöngu að koma fram á hinu efna- hagslega sviði. — Hún á líka að birtast í ein- lægum vilja vorum til eflingar og verndar menningu vorri, sögu og tungu. Vér höfum hlotið dýran arf frá forfeðrum vorum, hina íslenzku menningu. — Hún má aldrei glatast. Þjóðarsálin má aldrei saurg- ast af annarlegum og fjarrænum áhrifum. — Það er ekki nóg að eignast hið efnalega frelsi og sjálfstæði, ef vér glötum hinu andlega frelsi og sjálfstæði. Of lengi hafa Islendingar orðið að berjast fyrir sjálfstæði sínu, til þess að vér, sem nú lifum, getum gleymt því. Islenzki málstaður- inn á alltaf og alls staðar að sitja í fyrirrúmi.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.