Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 19

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 19
STÚDENTABLAÐ 13 Félag frjálslyndra stúdenta, Ólafur Halldórsson, stud. mag.: Hugleidingar á fullveidisdaginn Þann dag fyrir tuttugu og níu árum varð ísland frjálst og fullvalda ríki. Síðan þá höf- um við árlega haldið þennan dag hátíðlegan, minnzt þeirra manna, er mest og bezt unnu málstað íslands og strengt heit vor um að standa vörð um fullan rétt lands og þjóðar. Svo munum við enn gera. Við íslendingar höfum þá reynslu frá und- anförnum öldum, að við þurfum engan að spyrja, hvers virði okkur sé, að engin erlend ríki hafi íhlutunarrétt um málefni vor, og sú reynsla er of sár til þess, að hún gleymist í bráð, og skal á komandi árum og öldum ráða svörum okkar við öllum tilraunum til íhlutunar um málefni vor, hvaðan sem þær til- raunir kunna að koma og hversu haglega sem úlfurinn kann í því efni að vera búinn sauðar- gærunni. En við íslendingar þurfum ekki að leita út fyrir landsteinana að öllum þeim hættum, er orðið geta frelsi og fullveldi landsins að tjóni. Mestu varðar, að vel sé á spilunum haldið heima fyrir og þá ekki sízt í atvinnu- og fjár- málum, en mikið virðist á skorta, að svo hafi verið gert á undanförnum árum. Á síðustu styrjaldarárum streymdi meiri auður inn í land vort en nokkru sinni fyrr. Markaðir fyrir útflutningsvörur okkar voru þá ævintýralegir, og hjá stórþjóðunum var þá fé falt í stórum stíl. En á þeim árum höf- um við líka goldið úr sjóði hjartans og e. t. v. meira en svo, að við bíðum þess bætur á næstu áratugum. Á þessum árum var allri fjármálastjórn hagað svo sem þessi uppgripaár myndu aldrei taka enda, og því er það, að nú er aftur svo komið fyrir okkur, að við verðum að spara við okkur innflutning mjög verulega. En al- varlegra er þó það, að verðbólga og fjár- málaöngþveiti virðast ætla að koma atvinnu- vegunum á kaldan klaka, ef ekki verður að gert, og hafa undanfarin aflaleysissumur flýtt fyrir þeirri rás atburðanna. Það gæti verið okkur ærið umhugsunar- efni, að hagkerfi það, er við nú búum við og að mestu byggir á einstaklingsframtaki, hefur ekki þolað þau hin góðu árin, er við höfum undanfarið lifað, og virðist standa al- gerlega ráðþrota gagnvart verðbólgunni, þeirri meinsemd, er það hefur sjáíft alið þessi undangengin góðæri. Má af því marka, hvort ekki þurfi einhverra lagfæringa við. Það eru þessi mál, sem ég vil leyfa mér að segja, að verði mikiivægasti þátturmn í sjálfstæðisbaráttu okkar á komandi tímum, baráttunni fyrir því, að við fáum haldið þeim réttindum, er við höfum með ærnu erfiði afl- að okkur. Ef f jármálum þjóðarinnar verður ekki kom- ið á réttan kjöl, er hættan augljós. Hver

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.