Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 18
12 STÚDENTABLAÐ ræmi við grundvallarstefnur í stjórnmálurn. Til þessara mála telja þeir hátíðahöldin 1. desember. 1 upphafi héldu stúdentar 1. des. hátíðleg- an til minningar um Eggert Ólafsson árið 1921. Árin 1923 og ’24 færðust hátíðahöldin svo í það horf, að stúdentar reyndu að gera dag- inn — fullveldisdaginn — að helgasta degi þjóðarinnar allrar, og það tókst svo vel, að dagurinn var haldinn hátíðlegur sem þjóð- hátíðardagur fram til ársins 1944, að 17. júní leysti hann af hólmi. En stúdentar ákváðu hins vegar þá, að dag- urinn skyldi eftir sem áður vera hátíðisdag- ur þeirra — stúdentadagur — eins og verið hafði í upphafi, eins konar stéttardagur stúd- enta, baráttudagur í hagsmunamálum stúd- enta. 1. des. 1923 er t. d. efnt til sölu happ- drættismiða, og skyldi ágóðanum varið til byggingar stúdentagarðs. Slíkur dagur er 1. des. nú orðinn. Það virðist augljóst, að meðan 1. desem- ber var sannkallaður þjóðhátíðardagur til minningar um fullveldisviðurkenninguna, sem við öðluðumst 1. des. 1918, þá hafi varla verið nauðsyn á því, að flokkspólitískur blær hvíldi á hátíðahöldum þann dag. Varla hefði nokkur Islendingur prédikað á þeim degi aft- urhvarf til danskra yfirráða, hvar sem hann hefði staðið í flokki. Nú, eftir að dagurinn er orðinn stúdenta- dagur, er og augljóst, að stjórnmál eru jafn ónauðsynleg. Hagsmunamál stúdenta fara ekki eftir neinum flokkslínum, og það er ekki annað en flokksleg þröngsýni, ef velja ætti þá fulltrúa stúdenta, sem fram koma fyrir þeirra hönd við hátíðahöldin, í pólitísku ljósi þeirra, sem mega sín meir í stúdentaráði í það og það sinnið. 1. des. er enginn áróðurs- dagur þeirra, sem hafa meirihlutann í ráð- inu, heldur hátíðisdagur allra stúdenta, sem á að bera svip af því bezta, sem völ er á í menningarlífi þjóðarinnar. Það á að draga fjöður yfir pólitískan lit þeirra, sem svip setja á hátíðahöldin, en velja þá með tilliti til þess orðstírs, sem þeir hafa getið sér á sviði bókmennta, lista og vísinda, því að þá fyrst má gera sér vonir um, að umbótakröf- ur stúdenta á málefnum þeirra verði virtar viðlits, þegar hægt er að sýna og sanna, að menningu landsins sé sómasamlega borgið í höndum þeirra, en þeir láti ekki pólitískar hillingar glepja sér sýn. Ég get ekki séð, að nokkur ástæða sé því til þess að gera 1. des. að pólitískum degi, enda er hann og á að vera í framtíðinni al- mennur stúdentadagur, og sýnist mér þá þess- ari meginstoð kippt undan röksemdum þeirra, sem vilja, að stúdentaráðskosningar verði framvegis með núverandi sniði. Af því, sem sagt hefur verið, virðist mér augljóst, að hinn pólitíski kosningagrund- völlur við stúdentaráðskosningarnar sé að mestu mjög óheppilegur og að fásinna sé að halda fast við hann. Þá tel ég og, að póli- tísk afstaða til málefna í stúdentaráði sé vart réttlætanleg. I fyrsta lagi eru þau mál, sem kosið er eftir, alls óskyld málum þeim, sem stúdentaráð fær til úrlausnar, þegar til starf- ans kemur, og í öðru lagi getur félagsandi og samheldni stúdenta beðið varanlegt tjón vegna pólitískra svigurmæla stúdenta hvers í annars garð. Hitt er svo annað mál, að stúdentum er skylt, eigi síður en öðrum landsmönnum, að hugsa í fyllstu alvöru um landsmál og þjóð- arhagi og hafa ákveðnar skoðanir á þeim málum, byggða á dómgreind þeirra og þekk- ingu, af því að hver kjósandi í lýðfrjálsu landi er siðferðilega skyldur til að reyna að verða sem hæfastur til þeirrar þátttöku í stjórn landsins. Það er svo og jafnaugljóst, að pólitískum skoðunum þarf ekki að hampa í tíma og ótíma. Ég hygg, að flestir stúdentar muni vera mér sammála um, að hag þeirra sé betur borgið, ef stúdentaráð eyðir ekki tíma sín- um í þýðingarlaust þras og þrætur um mál, sem það getur alls ekki haft nein áhrif á, en vinni heldur samhuga að málum þeim, sem því ber að starfa að, — hagsmunamálum stúd- enta.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.