Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 28

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 28
STÚDENTABLAÐ 22 auðvitað ekki til umræðu hér, hvort þak þessa umrædda húss sé fallegt eður ei eða hvort það hæfi þessu umhverfi í framtíðinni. — Frumleikinn er fyrir öllu. — Við vitum líka, að reist hefur verið (að vísu ekki á vegum skólans) 5 hæða stórhýsi í norðvesturhorni lóðarinnar, — og ekki má gleyma blessaðri líkkistunni, eins og allur þorri bæjarbúa kallar einn útlim þessa stór- hýsis. Eitthvað virðist vera bogið við útlit hallarinnar. Það skiptir svo að sjálfsögðu engu máli í þessu sambandi, að í þessu sama norðvestur- horni kom til greina að reisa íþróttahúsið stóra, en ólyginn sagði mér, að þeirri stað- setningu hefði verið hafnað á þeim forsend- um, að þetta háa hús myndi skyggja allt of mikið á sjálfa Háskólabygginguna. — Ja, ætli það sé ekki nokkur munur að hafa þarna aðeins fimm hæðir og tröllaukna líkkistu? En hvað er svo því til fyrirstöðu, að prýdd verði skeifan framan við skólann? Má ekki hugsa eitthvað svolítið um það andlitið, sem í austur snýr, eða lagfæra götuslóða þá, sem bifreiðum eru ætlaðir á ferðum sinum að skólanum og frá? Og hver hefur ánægju af því að vaða í svaðinu kringum skólann í leys- ingum og haustrigningum ? Nei, verkefnin eru nóg, en það vantar eitthvað til fram- kvæmdanna. — Ég vona, að það sé ekki vilj- inn, sem fjarvistum er. — Ég veit það ósköp vel, að færa má marg- vísleg rök fyrir athafnaleysinu, afsaka það, að ekkert hefur verið aðhafzt á undanförnum árum. Það mætti t. d. benda á, að öll stríðs- árin var skortur hér rikjandi á vinnuafli, eftirspurnin á því gífurleg og því ekki eðli- legt að eyða mikilli vinnu í óarðbærar lag- færingar og skreytingar á Háskólalóðinni. Þá var líka gnægð byggingarefnis fyrir hvern, sem hafa vildi, og því almennt talið sjálfsagt að byggja og byggja. — En í dag horfa mál- in nokkuð öðruvísi við. Nú er svo komið, að ekki er rifizt um vinnuaflið, nóg er af því, — en það er samt rifizt, og að þessu sinni um byggingarefnið, því að nú er ekki lengur hægt að byggja allt, er hugann kann að lysta. — t Steinþór Sigurðsson mag. scient. Hinn 2. nóv. s. 1. lézt Steinþór Sigurðsson, kennari við Háskólann, af slysförum í Heklu- hrauni. Steinþór stóð framarlega í flokki ís- lenzkra náttúrufræðinga, og er íslenzkum vís- indum hinn mesti skaði að fráfalli hans. Mætti nú ekki nota vinnuaflið við jarðar- bætur? Framkvæmdir á Háskólalóðinni er eitt ó- leyst verkefni, að vísu aðeins eitt af fjöl- mörgum, sem bíða stúdenta sjálfra og for- ráðamanna þeirra. En þetta er umfangsmik- ið verk og þó nokkuð þýðingarmikið, og nú er einmitt réttur tími til að leysa það giftu- samlega af hendi. Það er algjör óþarfi, að gjöra þetta að neinu eftirstríðs-þjóðleikhúsi eða sundhöll. Fyrir löngu hefur lóðin verið teiknuð og skipulögð, og veit ég ekki betur en allir séu einhuga um að fylgja skuli þeim skipulagstillögum. Mér sýnist því tími til kominn að hefjast handa og láta nú meira en fingurgómana standa fram úr stífuðum skyrtuermunum.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.