Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 20

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 20
14 STÚDENTABLAÐ maður getur skilið, hvað á eftir muni koma, ef við verðum f járhagslega háðir öðrum þjóð- um, og verður þá ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, að aðstoðar mun tæplega að leita til annarra landa en Bandaríkjanna, en þau hafa ein allra ríkja sótzt eftir fríðindum hér á landi, fríðindum, sem engin þjóð, vönd að virðingu sinni, getur veitt annarri. Það er því deginum ljósara, að fjármálavandræði okkar verðum við að leysa, leysa þau fljótt og án aðstoðar utanlands frá, og við munum heldur þola skort en taka erlent gjaldeyris- lán, er jafnvel má búast við, að ekki verði kostur á að greiða með peningum einum. En því segi ég þetta, að stórveldin hafa tvímæla- laust augastað á landi voru sem hernaðarlega mikilvægum stað. Ef til ófriðar kæmi, getum við verið þess fullviss, að einhver þeirra muni seilast eftir hlunnindum hér og jafnvel beita okkur lögleysum og ofbeldi. Eins megum við búast við, þótt friður haldist, að heyra radd- ir koma upp, er kref jist hernaðarbækistöðva hér á landi stórveldi til handa. Fyrir þessum hættum getum við ekki og megum ekki loka augunum, allra sízt nú, þar sem við stönd- um nú hallari fæti en skyldi eftir samning þann, er gerður var við Bandariki Norður- Ameríku um Keflavíkurflugvöllinn fyrir rösku ári. Við skulum að vísu vona, að við höfum ekki rétt skrattanum litla fingurinn með þeirri samningsgerð, en við verðum blátt áfram að gera okkur það ljóst, að samning- urinn verður okkur hættulegur og er vís til að vinna frelsi þjóðarinnar tjón, ef islenzk stjórnarvöld halda ekki fram rétti okkar til hins ýtrasta og sjá um, að hinn samningsað- ilinn gangi ekki í neinu lengra en greinar samningsins leyfa. Þeir menn, er þjóðin nefnir leiðtoga sína, hljóta allir sinn dóm á spjöldum sögunnar sem iðgjöld starfa sinná, lofsamlegan eða þungan eftir atvikum, en nær undantekningarlaust mun hann að lokum verða sannur. Það tek- ur að vísu stundum áratugi og aldir að kom- ast að hinu sanna, og má þar til nefna, að varla munu menn enn þá sammála um, hvern dóm Gissur jarl skuli hljóta. En allir eru þó á einu máli um það, að aldrei verði sá dóm- ur góður. Ég hygg, að þeim mönnum, er Keflavíkur- samninginn gerðu, verði heillavænlegt að minnast þess, hvern dóm þeir muni hljóta hjá söguriturum ókominna alda, ef sá samn- ingur verður þjóðinni til óheilla, og hyggja að því, hvort sá dómur muni að öllu góður. Og ekki einungis þeim, heldur er þetta og eins konar sáluhjálparatriði allri íslenzku þjóðinni, því að ábyrgðin af samningi, sem ein þjóð gerir við aðra, hvílir meira eða minna á öllum einstaklingum viðkomandi þjóðar, hversu réttmætt, sem það annars kann að virðast. Þótt mikill fjöldi Islendinga hafi verið og sé andvígur samningsgerðinni, geta þeir hin- ir sömu ekki haldið að sér höndum og sagt sem svo: „Þessi samningur kemur okkur ekki við. Ef illa fer, þá hafi þeir skömm af hon- um, er hann gerðu.“ Samningurinn er gerður fyrir hönd allra Islendinga, þótt einungis fáir beri ábyrgð á tilorðningu hans. Það er stað- reynd, sem við skulum muna. En engu að síður hvílir mikil ábyrgð á þeim, sem telja samninginn hættulegan og halda uppi gagnrýni á hann. Freistandi er fyrir þá að notfæra sér til pólitísks fram- dráttar, að margir eru samningnum mótfalln- ir án tillits til skoðana þeirra á stjórnmálum að öðru leyti, en sé það af óvanda gert og litlum drengskap, getur það orðið málstað Is- lendinga hættulegra en þá órar fyrir. Við, almennir kjósendur, viljum heyra sannleik- ann um þetta mál og ekkert nema sannleik- ann. Okkur er þetta alvörumál. Það getur verið, að báðir aðilar fái stundargróða af því að blekkja okkur og bera okkur ráðum. En þeim, er svo hagaði sér, mundi ekki reynast auðvelt að skjóta sér undan áfellisdómi þjóð- arinnar, er sannleikurinn kæmi í ljós, og hon- um yrði aldrei fyrirgefið. Það er lítt til fagnaðar að rifja upp þessi mál á fullveldisdegi þjóðarinnar, en því hef ég gert það, að ég tel gang þeirra munu mestu ráða um hamingju þjóðar vorrar og farsæld á komandi árum.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.