Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 13
STÚDENTABLAÐ 7 mistök hafa orðið á þessum styrkveitingum, og þurfa þeir góðu menn, sem hafa þær meö höndum, að kippa þessu í lag. Það þarf ekki annað en að renna augunum yfir þessa styrki til þess að sjá, að mörgum þeirra verði var- ið til skemmtun.ir fremur en til náms. Einn- ig kemur það í'yrir, að mönnum er veittur styrkur jafnvel árum saman, þótt þeir séu raunverulega Iiættir námi. Þessu fé öllu verð- ur að halda svo til haga, að þeir einir njóti, er stunda þavflegt nám, og má ekki nema styrkinn til þeirra svo við neglur sér, að þeir geti rétt meo naumindum dregið fram lífið. Ríkið hefir sannarlega skyldum að gegna við þá menn, se: 1 verja beztu árum ævi sinnar til undirbúnings því, að vinna landi sínu og þjóð allt það gagn, er þeir mega. Hér við I áskólann fjölgar nú deildum, er stúdentar geta valið um, og er það vel. Þó er sá hængur á, að mjög hefur verið takmark- aður aðgangur stúdenta að verkfræðideild. Tel ég það nikið mein og vildi óska þess, að svo yrði ekki framar. Húsrúm er enn nóg í Háskólanum til þess, að hver deild geti veitt viðtöku þeim stúdentum, er um hana sækja og fullnægja venjulegum inngönguskilyrðum. Háskóladeildirnar allar, sem nú starfa, eru runnar af nauösyn þjóðarinnar. Skyidi svo einnig hér eftir. Vöxtur Háskólans á að fara eftir þörf þjóðarinnar og allur miða henni til heilla. Að því skapi ber að fjölga deild- um hans. Og markmiðið verður að vera það á ókomnum árum og öldum, að Háskólinn veiti æðstu fræðslu í öllum þeim greinum, er þjóðin þarfnast. Aðstæður stúdenta við námið hér eru að ýmsu betri en þorra stúdenta við erlenda háskóla: ekkert kennslugjald, meiri náms- styrkir og — síðast en ekki sízt — náms- tími á hverju ári ekki lengri en svo, að stú- dentar geta stundað sumaratvinnu og kost- að þannig sjálfir að meira eða minna leyti dvölina við Háskólann. Jafnframt kynnast þeir nánar háttum og lífi þjóðarinnar og verða við það færari að vinna henni gagn síðar. Má telja þetta til fyrirmyndar öðrum þjóðum. En margt fer þó miður en skyldi. T. d. er svo mikill skortur námsbóka handa stúdentum, að til fullkominna vandræða horf- ir. Verður að bæta úr sem skjótast með því, að bóksala komist upp á vegum Háskólans, og fái hún til bókakaupa erlendis þann gjald- eyri, er brýn nauðsyn krefur. Því að hvaða vit er í því fyrir ríkið að kosta mörgum hundruðum þúsunda króna til Háskólans og láta síðan starf hans lamast fyrir það, að kennara hans og nemendur vantar bækur? Þá er þess einnig mikil þörf, þrátt fyrir hækkaðan námsstyrk og húsaleigustyrk frá ríkinu til nemenda Háskólans, að efla sjóði hans þeim til styrktar. Með því móti leggj- um vér „gull í lófa framtíðarinnar“, eins og Guðmundur Friðjónsson komst eitt sinn að orði. Fjárhagsáhyggjur mega sízt tor- velda efnilegum stúdentum framhaldsnám- ið. Læknadeild og heimspekideild eiga þeg- ar sjóði, sem geta stutt nemendur þeirra, svo að um munar. Og nú eignast guðfræði- deild slíkan sjóð, er vaxa mun á næstu ár- um upp í 50.000 kr. En betur má, eins og rektor vor tók fram á síðustu hátíð Háskól- ans, ekki sízt er þess er gætt, hve peningar falla ört í gildi á seinustu árum. Háskólinn nýtur nú mikilla vinsælda með þjóðinni. Vilja. ekki einhverjir vina hans minnast hans með þeim hætti, að þeir styðji stúdenta hans við námið? Heill þeirra er vissulega heill Há- skólans. I nýjustu skólalögum Breta er kveðið svo á, að ríkið styrki fátæka og efnilega nem- endur allt til lokanáms í háskóla. Fjárstyrk- ur á ekki að vera þeim Þrándur í Götu þess náms, sem þeir hafa hæfileika og löngun til. Þetta er einnig markmið fræðslulöggjafar vorrar. Tökum saman höndum um það, ungir og gamlir, að því verði náð í raun og veru. Ritncfnd. Guðlaugur Þorvaldsson, stud. oecon., formaður, Friðrik Sigurbjörnsson, stud. jur., og Sigurður Briem, stud. jur., frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta. Árni Böðvarsson, stud. mag., frá Félagi róttækra stúdenta. Hermann Gunnarsson, stud. theol., frá Fé- lagi frjálslyndra stúdenta.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.