Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Síða 15

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Síða 15
STUDENTABLAÐ 7 BJÖRN HERMANNSSON, stud. jur. Hugleioing á 10 ára afmæli lýðveldisins Þann 17. júní 1944 varð hinn langþráði draumur íslenzku þjóðarinnar um stofnun lýð- veldis á Islandi að veruleika. Þetta var ekki einungis draumur þess fólks, sem þennan sigur og gleðidag lifði, heldur var þarna að rætast draumur margra kynslóða. Enda þótt horfnu kynslóðirnar létu stundum eftirkomendum sín- um eftir lítinn veraldlegan auð var þó eitt, sem erfðist kynslóð fram af kynslóð, það var frels- isþráin og baráttuhugurinn fyrir frelsinu, bar- áttuhugurinn og sigurvissan. Enda má segja, að íslenzka þjóðin hafi hlotið frelsishugsjónina í vöggugjöf, þar sem þetta land var fyrst byggt af mönnum, sem leituðu hér frelsis og friðar, neyddir til þess að flýja ættland sitt vegna of- ríkis og ásælni konungs síns. Allir Islendingar þekkja, hvernig við glötuð- um frelsi okkar á sínum tíma, og við þekkjum líka sögu þeirrar kúgunar og áþjánar, sem þjóðin varð að búa við á mestu niðurlægingar- tímum sínum. Einnig er öllum kunnugt um þá löngu baráttu, sem við urðum að heyja til þess að endurheimta frelsi okkar og sjálfstæði, þess- vegna mun ég ekki gera þessi atriði að um- ræðuefni hér. En á þessum tímamótum væri vel til fallið að reyna örlítið að gera sér grein fyrir, hvernig við höfum staðið í stöðu okkar sem sjálfstæð þjóð. Undanfarin ár hafa flestir haft nokkuð af pen- ingum handa á milli og að því leyti hefur fólk- inu liðið sæmilega vel. A fyrri hluta þess tíma- bils, sem liðið er síðan 1944, bjuggum við ís- lendingar við slæma fjármálastjórn. Þjóðin hafði augðazt vel á stríðsárunum, en þeim gróða var fljótt sóað í lítt hugsaðar framkvæmdir. Eftir stuttan tíma var búið að eyða öllu, sem innunnizt hafði, og meira að segja farið að safna stór skuldum. Fór þessu fram, þar til nú- verandi fjármálaráðherra tók við fjárreiðunum, en undir öruggri stjórn hans stendur fjárhagur landsins nú nokkuð traustum fótum. Undanfarin ár hefur stjórn utanríkismála þjóðarinnar verið í megnasta ólestri. Hefir hún einkennzt af taumlausri undanlátssemi við er- lent stórveldi og það svo mjög, að aðrar þjóðir hafa látið reynsluna frá Islandi sér að varnaði verða. Af þessu ófremdarástandi hafa skapazt mörg vandamál, sem með öllu eru óleyst og vandleyst úr því sem komið er. En ef viljinn er fyrir hendi, má gera mikið til þess að forða frá ennþá meiri vandræðum, og það verður raunar að gerast. Fyrir skömmu tók nýr ráðherra við stjórn utanríkismálanna, og er þegar farinn að sjást árangur af góðu starfi hans, enda er auð- séð, að hann tekur hlutverk sitt föstum og al- varlegum tökum og hefir vakandi auga með þeim hættum, sem þessum vandamálum eru samfara. Hann veit, að athygli allrar þjóðar- innar beinist að honum, og að hann er undir smásjánni að þessu leyti. Allir vona, að hann reynist þeim vanda vaxinn, sem honum hefir verið falinn. En það er þó ekki allt undir honum einum komið, hvernig til tekst um þessi mál, þar getur hver maður gert sitt til þess að auðvelda þetta mikla viðreisnarstarf, og þessvegna hefir hann beðið um aðstoð allrar þjóðarinnar. Vonandi er, að þessi dagur verði til þess, að þjóðin öll taki þessi mál til alvarlegrar um- hugsunar og strengi þess heit að sameinast um farsæla lausn þeirra. Þá er ekki til einskis haldin þjóðhátíð á Islandi.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.