Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Page 19

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Page 19
STUDENTABLAÐ 11 mönnum Kolbeins unga höfðu gerzt tryggir menn Gissurar, en furðu margir úr gamla As- birningaflokknum voru honum þó ótryggir, og sumir höfðu hallazt á sveif með fjandmönnum hans. Aðalhöfðingjar Asbirninga um þessar mundir voru Páll Kolbeinsson og bróðursynir hans, Kálfur og Þorgeir Brandssynir. Er þess getið, að fátt hafi verið með Gissuri og Brands- sonum, þótt frændur væru. Þessir foringjar Ásbirninga voru náskyldir Oddaverjum og héldu nánu sambandi við frændur sína í Rang- árþingi. Auk þess er lítill vafi á því, að Ásbirn- ingum hefur gramizt, að Gissur skyldi setjast í Skagafjörð og skyggja á þá í þessu forna héraði þeirra. Skagfirðingar hafa því eflaust margir verið ótryggir Gissuri, þó að þar hafi hann einna helzt átt fylgi norðanlands. Voldugasta ætt Húnaþings, Hvammverjar voru svarnir fjand- menn Gissurar. Það voru þeir, sem höfðu staðið fyrir Flugumýrarbrennu, og ólíklegt er annað en að Gissur hafi undir niðri borið heiftarhug til aðalleiðtoga Hvammverja, Ásgríms Þorsteins- sonar, sem verið hafði einn af forsprökkum brennumanna. Ekki var útlitið glæsilegra fyrir Gissur í Vestfirðingafjórðungi. Þar var mestur höfðingi Hrafn Oddsson, en milli hans og Giss- urar hafði skapazt blóðugt hatur eftir brennuna vegna bandalags Hrafns við brennumenn. Á Vestfjörðum í Breiðafjarðarbyggðum og í Borg- arfirði höfðu Sturlungar átt aðalvígi sitt, og ef til vill hefur Gissur hvergi á landinu verið svo hataður sem þar. Að vísu hafði tekizt vinátta á yfirborðinu með þeim Gissuri og Sturlu Þórð- arsyni 1253, er sonur Gissurar fékk dóttur Sturlu. En þær mægðir urðu skammæjar og margt bendir til þess, að Sturla, hinn ættrækni maður, hafi aldrei fyrirgefið Gissuri aðfarirnar við Sturlunga á Örlygsstöðum. Hatur Sturlu á Gissuri sýður upp úr eins og eldgos sums staðar í ritum Sturlu. Gissur hefur því sennilega aldrei talið Sturlu vin sinn öruggan. Utlitið var því ekki glæsilegt fyrir Gissur, er hann kom út til Islands sem jarl. Heita mátti, að hann væri umsetinn fjandmönnum á alla vegu. Að vísu hafði Gissur bakað sér þessar óvinsældir sem íslenzkur höfðingi, en andúðin á honum hlaut einnig að beinast gegn hinu er- lenda konungsvaldi, sem hann var orðinn um- boðsmaður fyrir, ekki sízt þar sem ástæða er til að ætla, að ásælni Noregskonunga til valda á Islandi hafi ekki verið vinsæl af íslenzkri al- þýðu. Ósigur Gissurar í baráttunni við íslenzka höfðingja hefði því getað valdið konungsvald- inu vandræðum, að minnsta kosti í bili, þó að endirinn hefði sjálfsagt alltaf orðið hinn sami. Ef allir andstæðingar Gissurar á Islandi hefðu tekið höndum saman gegn honum hefði hann verið staddur í ægilegri hættu. Honum hefði verið algerlega um megn að fást við svo öflugt bandalag, og hið erlenda konungsvald hefði þá getað orðið honum að litlu eða engu liði. En Gissur var án alls efa slyngasti stjórnmálamað- ur Islendinga á 13. öld. Hann kunni manna bezt að nota sér hverja veilu og sundurþykkju í röð- um andstæðinganna. Fyrir hann var um líf eða dauða að tefla, að ekki tækist bandalag með öllum hinum fornu andstæðingum hans, hann vissi, að þá var leikurinn tapaður. Og Gissur hafði hér sannarlega ýmis tromp á hendinni. Andstæðingar hans voru síður en svo nein sam- stæð heild, heldur logaði allt í hatri og illindum í röðum þeirra. Hrafn Oddsson og Ásgrímur Þorsteinsson hötuðu þá Þorvarð Þórarinsson og Sturlu Þórðarson síðan á Þverárfundi 1255. Og Sturla Þórðarson og bróðursynir hans, synir Böðvars á Stað, áttu í ófriði við Þorvarð Þór- arinsson vegna vígs Þorgils skarða í ársbyrjun 1258. Gissur var maður, sem ekki lét slík tæki- færi ónotuð. I fyrstu má vera að hann hafi helzt hugsað sér að leita bandalags við Sturlu Þórð- arson og Staðarmenn, því að hann lofaði þeim gulli og grænum skógum, en sveik það síðan allt, er til kom. Honum mun fljótlega hafa orðið ljóst, að sér yrði ekki mikill styrkur í slíku bandalagi. Sturla var enginn baráttumaður, og bandalag við þá frændur hefði að líkindum dregið hann út í ófrið við Þorvarð Þórarinsson og ef til vill einnig Hrafn Oddsson, svo illt sem var með þeim Sturlu og Hrafni. Gissur svipaðist því um eftir harðsnúnari og heppilegri banda- mönnum, og nú lék hann snilldarlegan leik í refskák stjórnmálanna. Hann snýr við blaðinu og leitar sátta og vináttu við þá höfðingja, sem verið höfðu hatrammastir féndur hans, áður en hann fór utan, þá Hrafn Oddsson og Ásgrím Þorsteinsson. Gissur þekkti af eigin raun hörku þessara manna beggja, og honum var vel kunn- ugt um stjórnvizku Hrafns og vinsældir hans á Vesturlandi. Sjálfsagt hefur það kostað hann talsverða sjálfsafneitun að sættast við Ásgrím, brennumanninn frá Flugumýri. En allar per- sónulegar tilfinningar urðu hér að víkja fyrir

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.