Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Page 30

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Page 30
22 STÚDENTABLAÐ BJÖRN SIGFÚSSON, háskólabókavörður: Skraf um fjölgun þjóðar Oss vantar menn, oss vantar menn, sem andarteppu óp brýzt fram . . . A morgni þessarar aldar hóf eitt af skáldum vorum kvæði með þessum orðum, framkvæmda- maðurinn Hannes Hafstein. Þessi ummæli áttu ekki við það eitt, að á sér- hverjum tíma reynist of fátt til af úrvalsmönn- um til vandasömustu hlutverka, heldur áttu þau almennt við fólksfæðina á Islandi. Sögulegi undanfarinn var þessi: Aldarfjórð- unginn 1865—90 hafði öll mannfjölgun þjóðar- innar farið til Vesturheims, sumpart með stuðn- ingi hreppsyfirvalda, til þess að íslenzka sveita- þjóðfélagið gæti haldizt í kyrrstöðu án hungur- dauða, en útvegur með sjávarafla og kaupstaða- myndun hindraðist af þessari ástæðu og fleir- um fram yfir 1890. En 1897 var skilningur á þessu gerbreyttur, svo að annað ungt skáld (E. Ben.) kvað um Reykjavík, sem þráði að byggja sér höfn: sé ekki til án vinnu og vinnandi handa, var í þessu sambandi sönnun þess, að framför ís- lands er komin undir mannfjölguninni. Og um 50 ára skeið, 1890—1940, varð hæg, en farsæl þróun, sem tvöfaldaði mannfjöldann og margfaldaði framleiðslugetuna, gerði hag allra landsmanna mjög góðan hjá því, sem fyrir aldamót hafði tíðkazt, hvað þá í samanburði við mannsaldrana fyrir 1820, þegar vitrum mönnum þótti fullsannað, að óvarlegt mundi að láta mannfjölda Islands komast nokkru sinni hærra en í 50 þúsund. Fleira bæri landið aldrei lengi án hungurdauða í misjöfnu árferði. Þetta var rökrétt samkvæmt reynslu. En reynd kom ný og betri. Þá var það rödd hrópandans í eyðimörk, Skúla Magnússonar, sem boðaði, að hvað sem menn segðu mundi fólkinu fjölga — „og það eigi all-lítið“. Það var hann, sem hvarf frá því að setja vef- smiðjur sínar í Hafnarfjörð (á Hvaleyri), því að Reykjavík mundi, þótt hafnlaus væri enn, vera rúmbetri staður fyrir höfuðborg íslend- inga. Utanferðir og hagsögumenntun í háskóla studdu Skúla til að afráða þetta, svo fjarlægt sem það var þó hugsanaferli flestra annara embættismanna. Og 1897 hefur skáldið unga óvart upp aftur lík orð og Skúli forðum, að Reykjavík þarf knerri og menn til að verða stór og rík. Og þó vor höfn sé opin enn og ennþá vanti knerri og menn, við vonum fast hún vaxi senn og verði stór og rík. Hér skilur skáldið, snortið marxískum hag- kenningum, að fjölgun vinnandi handa, vöxtur höfuðstaðar (og þjóðar), er meginskilyrði þess, að skip (knerrir) og þjóðarauður hlotnist land- inu. Hin viðurkennda setning frá Adam Smith, að allur auður og framkvæmd skapist af vinnu, Verum viðbúnir geysihraðri fjölgun a£ tveim rótum. Hafi ísland ekki verið ofsetið með 50 þús. sálir fyrir 2 öldum og 70 þúsund verið helzt til lítill íbúafjöldi um seinustu aldamót, eins og skáldin fullyrtu, verður því tæplega mótmælt, að 150 þúsund eru alltof fátt fólk til að gegna þeim hlutverkum og njóta þeirrar lífsbjargar, sem Island býður 1954. Og ríkar ástæður eru til að ætla, að atvinnublómi og þjóðartekjur á

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.