Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Side 31

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Side 31
STUDENTABLAÐ 23 hvert mannsbarn væru svolítið hærri hér en er, ef mannfjölgun hefði aldrei linnt í landinu síðan 1840, heldur numið nærri tvöfjöldun á hverjum 50—55 árum. Af 57 þús. íbúum landsins 1840 hefðu 114 þús- und komið litlu fyrir aldamót, en þjóðin væri fjórðungur milljónar í dag, — áætluð V2 milljón einhvern tíma á árunum 2000—2010. Sú fjölgun væri okkur hagsbót og öryggi. Fjölgun mannkynsins er svo ör nú, að ein- hver alvarlegasta hætta íslenzks þjóðernis í lok þessarar aldar hlýtur að verða ásókn um inn- flutning þétthýlisþjóða inn í þetta strjálbyggða land, unz V2—1 milljón af börnum þess hefur fæðzt og náð að nytja auðlindir þess. Oflangt yrði í þessari grein að rekja farvegi þeirrar hættu og stórveldaáhrif, sem á munu knýja. En ég hygg óviturlegt að leyfa eigi hóflegan inn- flutning fólks frá germönskum Norðurálfulönd- um og Finnlandi. Sá innflutningur yrði hin raunbezta vörn gegn því, að hingað kæmi nokk- urt það þjóðarbrot, sem eigi tæki upp íslenzka tungu og samlagaðist þjóðinni. Brýnast er þó það, að fjölgun landsmanna sjálfra haldi þeim skriði, sem hún hefur nú, og næst þá 300 þús- unda mannfjöldi um 2000, aldamótin, auk hins sennilega innflutnings. Eftir 100 ár ætti mann- fjöldinn að vera orðinn 640 þúsund minnst, og um það leyti kynni tæknin til að afla hundruð- um milljóna fæðu úr gróðri sjávar eða ólíf- rænni náttúru að verða búin að draga á ný úr ásókn útlendinga að nema Island handa sér. Jafnt og fólksfjöldi Noregs er nú? Hvað gæti Island borið margt fólk með beztu ræktunarkunnáttu nútíðar? — Þessu verður ekki svarað með neinni nákvæmni, og milli- ríkjaverzlun framtíðar verður eigi séð fyrir- fram. En þær ágizkanir, sem virðast hóti næst sanni, skulu teknar hér upp í mjög stuttu máli. Gerum ráð fyrir, að iðnþróun flestra landa, sem við skiptum við, og eins íslenzka iðnþróun- in komist á það þroskastig, að eigi verður um annað ræða en jafnvirðisviðskipti (oft þríhyrn- ingsviðskipti landa) á iðnvörum og hráefnum, hið innflutta og útflutta verði jafnhá upphæð, enda gildi sama lögmál um mat og fóðurvörur. Það þýðir, að landið mun bera nákvæmlega þann mannfjölda, sem matvöruframleiðsla þess endist til, miðað við uppskeru og búfjárstofn meðalársins, en ekki hallærisins. Skýrir menn telja, að landbúnaðarvörur ís- lendinga geti fætt (og a. n. 1. klætt) 1700 þús- und manns, þegar búið er að rækta allt láglendi landsins, og er þó allríflega gert fyrir því skóg- lendi, sem þarf til nytjaskóga (iðnaðarþörf) og hlífðarskóga, en reiknað með nokkuð kappsam- legri notkun tilbúins áburðar. Að viðbættum sjávarafla til manneldis virðist Island því hik- laust geta fætt 2 milljónir manna án þess að minnka núverandi fæðuskammt. Með bættum aðferðum búskapar og fæðunýtingar er allör- uggt, að enn mætti bæta 3. og líklega 4. milljón- inni á fæði landsins, eigi sízt með tilliti til rækt- ar á hálendi og nytja af sjávargróðri. Sennilega bæri Island sízt minni kvikfjárstofn en Noregur og jafnmikinn sjávarútveg. Það mun óhætt að segja, að eins margar aldir og við sjáum fram geti Island, sem yrði ræktað og skógi verndað, fætt börn sín auk fósturbarna, sem það telur sig hafa efni á að flytja inn öðru hverju. En uppgripaauður er hér ekki meiri en svo, að heilög skylda er að verja hann strang- lega og ætla hann þjóðinni einni til nytja. Ef það tekst ekki, bilar brátt sigurhugur og kjark- ur, og þá gæti fjölgun snúizt í mannfækkun, sóknin í uppgjöf fyrir yfirgangi, og þá verður það ekki þjóðin og íslenzkan, sem lifir, heldur reyt- ingsleifar af hvorutveggja innan um enskumæl- andi þjóðagraut á blásnu landi. Fyrr á öldum gátu hetjur þjáningar og skorts haldið þjóðmenningu og lífsvonum ,sem yngri kynslóðir erfðu og geta seint fullþakkað. A okkar öld eru afrekin flest ólíkrar tegund- ar. En þó verða örlög landsmanna aum í fram- tíð og saga voru ógæfuleg, þar til yfir lýkur, nema afrek og hetjukjarkur bjargi. Hin smæsta meðal fullvalda þjóða á mest þeirra allra í húfi, þegar hana vantar menn, og einmitt smæð henn- ar í landrýminu veldur því, að vöxt og fjölgun þarf til að auka bjartsýni og kjark. I trausti þess að með ört vaxandi þjóð og stækkandi hlutverki fæðast að tiltölu mun fleiri áræðismenn og hæfileikamenn en með jafn- stórri þjóð í kyrrstöðu, trúum við því, að fjölg- unin muni, meir en nokkurt annað afl, gefa Is- lendingum styrk til alls, sem gera skal. Ungir menn knúnir til stækkandi hlutverka. Engir nýir árgangar ungra manna verða eins fáliðaðir, ef allt fer með felldu, og þeir, sem fæddust kreppuárin og fram til 1942, er fæðing-

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.