Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Síða 33

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Síða 33
STUDENTABLAÐ 25 FORNÓLFUR (Jón Þorkelsson): YFIRLIT Finnst þér meira um fornmennina, sem fluttu hingað norrænt mál, bndið tóku í gjöf af guði, gráir af járnum skóku stál, en hina, er lýðs í pyngstu prautum þjóðernisins hafa gætt, — pennan Ijóma lands og sóma létu til vor ganga í ætt? Hvers manns er poldi marga raun um meini blandna tíð, önn fyrir land og örlög stríð, er allan þjáöu lýð, með þreki bar vort þjóðarböl á þyngstu öldunum — hans minning skal í heiðri höfð að hinztu kvöldunum. Það skal verða munað, er skörungur lands hjá skaðræðismanninum stóð, af eigin hörmum haldinn þungt, og hóf sína rödd fyrir þjóð, og lögmannsins ekki, sem eiðinn vann fyrir ógnunum harðstjórans, — aldrei til eilífðar geturn vér gleymt þeim grátstaf vors bezta manns. Þeir, sem tólf hundruð sextíu og tveir sóru eið fyrir tæling og ásælnisvél, þeir, sem kúgaðir voru í Kó'pavog zmdir kvalningar meiðing og hel, hafa afsökun þá, hvernig á þá var sótt með erlendu harðræði og prett. — En hvað sýknar oss nú, ef vér sækjum það fast að semja af oss fornan rétt? Og vilja menn eiga undir því þeim ættjarðar gröm verði rögn og formælt þeim verði frá kyni til kyns eða kæfi þá gleymskunnar þögn? Vilja menn hlutskipti hreppa með þeim, sem hafa það verðskuldað nóg, að yfir þá kæmi biskupsins blóð, Sem böðullinn sjötugan hjó? Virðist mönnum það vegarnest verða hvað frekast sér hent, að liðinna feðra þykkja þung, sem þrautanna mest hafa kennt, yfir þeim standi með ógnandi hefnd sem ógurlegt þrumuský, með viðbúinn sögunnar voða dóm? Eða vilja menn bíða eftir þvi, að hrópað upp verði í himininn frá hafsströnd til öræfa lands af brennandi hörmum það bænaróp frá brjósti hvers einasta manns: Guðs heift yfir þá, sem nú hika sér við að heimta vorn rétt eins og mennl Guðs hefnd yfir þá, sem oss rétti’ hafa rænt og refjast að skila honum ennl

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.