Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Síða 36

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Síða 36
28 STUDENTABLAÐ SIGURJÓN EINARSSON, stud. theol.: Sáuð þið hana systur mína Það var lognkyrrt kvöld — í engu frábrugðið öðrum kvöldum, þegar blár himinninn hvelfist yfir bænum og ysinn á götunum lámast út í fjólblátt rökkrið. Eg fór inn á veitingahús við Laugaveginn og settist við borð innarlega í salnum. Ljóshærð veitinagstúlka kom til mín tyggjandi og spurði hvað ég vildi. Eg bað um kaffi. Og meðan ég beið eftir kaffinu, lét ég augun hvarfla yfir salinn. Við nokkur borðin sátu gljástroknir soldátar cg mændu hver uppí annan eins og spakar sauð- kindur, sem heyra óljósan hávaða í fjarska. Ég veitti þeim litla athygli, enda er hið borgaralega yfirbragð þeirra svo laust við allan ferskleik, að það er ekki einu sinni gaman að horfa á þá. Aftur á móti tók ég eftir stúlkunum, sem kepptust við að sitja þarna einar við borð, al- einar og bíða, reykja og bíða, tyggja og bíða. Áreiðanlega eiga þær hver sína sögu, ólíkar sögur, en sumar þekkjum við frá gamalli tíð. Þá kölluðum við þær bretamellur og í hugum okkar verða þær aldrei annað. Sumar eru byrjaðar að grána í vöngum, dá- lítið þreytulegar og bað eru dökkir baugar í kringum augun á þeim. Kannski hafa þær, fyrir ári síðan, setið í fjaðrastól uppi í kvisther- bergi, þjáðst af fótakulda og harmað þá góðu gömlu daga, þegar þær voru samkeppnisfærar á markaðstorginu að Hótel Borg. Svo komu ameríkanarnir. Þá skveruðu þær sér upp úr fjaðrastólnum, hentu bróderinga- bríaríinu út í vegg, báru farða ofaní hrukkur ellinnar; urðu aftur ungar og og fór að hlýna á fótunum. En það er miklu átakanlegra að sjá þarna ungar stúlkur, æsku Islands, sitja og bíða — og lesa upp stríðsharmasögu stallsystra sinna. Þegar veitingastúlkan kom með kaffið, gekk ungur maður inn í salinn. Það var með honum ung stúlka. Ég veit ekki hversvegna ég tók strax eftir þeim. Kannski var það af því ungi maðurinn var með Sjálfstæðisflokksörninn í barminum, eða kannski var það af því unga stúlkan var með íslenkumálfræðina sína eftir Björn. Það er alltaf svo gaman að sjá unga stúlku með ís- lenzka bók. Á meðan þarf maður ekki að vera vcnlaus um, að einhverntíma rætist úr fyrir ís- landi. Þau lituðust um dálitla stund, svo gengu þau að borðinu fyrir framan mig. Þar sátu þrír sol- dátar og löptu kókakóla með tuggugúmmíinu. Ungi maðurinn settist, en unga stúlkan stóð bara við borðsendann. Hún skimaði í kringum sig og það var ótti í flöktandi augnatilliti henn- ar. Þetta var mjög geðugur unglingur, lítið meira en fermd. Ungi maðurinn talaði heilmikið við soldátana, sem ekki skiptir máli, en svo bætti hann við . . . ,,and this is my sister and she knows girls, so it is allright". Ég gat ekki verið þarna lengur; ég hafði ekki lyst á kaffinu meir. Ég stóð á fætur og gekk út. Það var farið að rigna. Hráslagalegur suddi grúfði yfir bænum, eins og ísland vildi fela fjöllin sín bláu.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.