Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 38

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 38
30 STÚDENTABLAÐ einnig hér á landi. Og auk þess geta menn verið miklir vísindamenn, þó að samjöfnuður við Newton sé fjarstæður. Og ef vér viljum gera Island að vísindalandi, verðum vér að reyna að koma til þroska þeim mönnum, sem bezt er efnið í til vísinda- mennsku. Ekki tjáir að setja það fyrir sig, að um það verður ekki sagt fyrir nema með líkum, og ýmsar þær vonir hljóta að bregðast. Ekki heldur það, að örðugra kann að vera hér en í stærri löndum að fá hæfileika manna metna án vildar og óvildar. Eg mun nú bera fram nokkrar lauslegar til- lögur og fara um þær fáeinum orðum: 1) Þegar á barnaskólastigi þarf að gefa gaum þeim börnum, sem búin virðast frábærum hæfileikum, gæta þess, að löng skólaseta yfir litlu dragi ekki úr þeim dáð, og síðan styðja að því, að þau megi njóta framhaldsnáms. Auð- vitað þurfa allar stéttir á góðum hæfileikum að halda, en úr þessum hópi eiga vísindin von flestra sinna forustumanna. Ymsar aðrar þjóðir hafa tekið þetta mál á dagskrá og til einhverr- ar framkvæmdar. Hér var það eitthvað rætt á ctórmaktartímanum eftir stríðið, en aldrei neitt framkvæmt. Velvilji kennara og námsstjóra hefur ekki við fátæktinni. 2) Taka þarf upp aftur „4 ára styrki“ stúd- enta til náms erlendis, og þó þyrftu það að vera minnst 5 ára styrkir. Stúdentar þeir, er þá hljóta, eiga sérstaklega að leita til þeirra skóla, þar sem þeir geta sem fyrst notið kennslu og handleiðslu kunnra manna, sem sjálfir eru að skapa vísindi. Sú kynning mun oft verða sterkari starfshvöt en nauðþekking á afmörk- uðu svæði, sem menn síðar hika við að fara út af. Styrkir þessir voru veittir frá því 1919, er Garðsstyrkur féll niður, og allt til 1952, en lagðir þá niður, er lánasjóður stúdenta var stofnaður, en lánasjóðsmálið virðist hafa verið rekið af vanhyggju, svo sem ráðstöfun þessi vottar beizk- lega. Nú er það ofviða flestum fjölskyldum í landinu, þar á meðal menntamannafjölskyldun- um, að kosta börn sín til náms erlendis, ekki sízt ef það er af því tagi, sem lítil uppgripavon fylgir. Þó að hópur fyrri styrkþega sé nokkuð sund- urleitur og farsællegar hefði stundum mátt í hann velja, munu þó í honum vera flestir þeir Islendingar, er stundað hafa eiginlegt vísinda- Þar eð engin grein birtist t blaðinu um handrita- málið, vill ritnefnd blaðsins ítreka þá tillögu, er stú- dentaráð samþykkti um það svohljóðandi: „Stúdentaráð Háskóla Islands fagnar þeirri ein- ingu, sem rikt hefir í handritamálinu og lýsir yfir fyllsta samþykki sínu við ákvörðun hæstvirtrar ríkis- stjórnar og Alþingis vegna hins furðulega tilboðs Dana í handritamálinu. jafnframt leggur ráðið áherzlu á, að íslenzka þjóðin standi einhuga að haki kröfunum um endur- heimt handritanna. Þá ítrekar Stúdentaráð þá skoðun, að réttur Islendinga til handritanna sé ótvíræður og ekki skuli frá honum hvikað." Þá telur ritnefnd æskilegt, að rikisstjórnin birti ýtarlega skýrslu um málið frá upphafi og athugaði gaumgæfilega, hverjar leiðir eru færastar til endur- heimtar handritanna. nám erlendis. Myndi fjöldi þeirra að öðrum kosti orðið frá því að hverfa, og þætti nú ærið skarð fyrir skildi, ef svo hefði orðið. 3) Við háskólann ættu að vera nokkrar styrkþegastöður, þar sem menn með mjög efni- legan háskólaferil fengju aðstöðu til að sinna sérgrein sinni í 2—4 ár með lítilli eða engri kennsluskyldu. Kjör yrðu að vera svo ríf, að af mætti komast án þess að eyða tímanum í snapavinnu. Það hefur verið sannað og sýnt, að árin kringum þrítugt hafa verið hinum beztu vísindamönnum drýgst til afreka. Að sjálfsögðu getur það brugðizt, að menn hafi unnið afrek innan 4 ára, og af engum verða tekin heit um það, því að vísindamaðurinn legg- ur tíðast af stað í óvissu, og jafnan var svo, er hann fann hina óvæntustu nýjung. Sjálft nafnið „styrkþegi“ á hér illa við. Það vekur þá trú hjá mörgum, að hér sé um gustuka- verk að ræða, og er því ekki niðrunarlaust þeim, er hlýtur. En hér er alls ekki um hjálpar- starfsemi fyrir sérvitringa að ræða, heldur á

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.