Stúdentablaðið - 17.06.1954, Side 39
STUDENTABLAÐ
31
f------------------------------------------>.
STÚDENTABLAÐ 17. JÚNÍ 1954
Útgefandi:
STÚDENTARÁÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS
Ritnefnd :
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, stud. oecon.,
formaður og ábyrgðarmaður.
ERLINGUR GÍSLASON, stud. mag.
SIGURJÓN EINARSSON, stud. theol.
SKÚLI BENEDIKTSSON, stud. theol.
Forsíðu teiknaði:
HALLDÓR PÉTURSSON, listmálari.
ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.F.
s__________________________________________/
að koma upp framvarðasveit fyrir menningu
vorri.
4) Rétt hygg ég, að hinar föstu stöður háskól-
ans skiptust í 2 flokka, misstóra, og væri í þeim
stærri bein kennsla aðalstarf, en í hinum væri
mönnum meira ætlað að sinna sjálfstæðri vís-
indastarfsemi og vera á þann hátt leiðtogar í
greinum sínum.
5) Háskólinn þarf að fá til umráða miklu
meira fé til styrktar námi og vísindum utan
kennsluskrár. Til þeirra hluta hefur hann nú
nær eingöngu' tekjur Sáttmálasjóðs. Með tilliti
til verðlækkunar peninga annars vegar, en hins-
vegar fjölgunar landsmanna og aukningar verk-
efna telst mér til, að geta háskólans til þessarar
styrktarstarfsemi sé tvö- til þrefalt minni nú
en 1939, en þyrfti að vera meiri. Ur þessu ætti
að bæta með tvennu móti. Annað er að leyfa
háskólanum að verja til þessarar starfseml
hluta, t. d. 20%, af happdrættistekjum sínum,
sem nú er varið eingöngu til greiðslu á stofn-
kostnaði mannvirkja háskólans. Hitt er, að
gjafir til háskólans — og ef til vill fleiri menn-
ingar- eða mannúðarstofnana — verði undan-
þegnar opinberum álögum (tekjuskatti og út-
svari) hjá gefandanum að miklu eða öllu leyti.
Hér á landi hefur verið fátt um stórgjafir af
þessu tagi ,enda telja fróðir menn, að löggjöf
vor láti þeim ekki margar leiðir opnar. Hins-
vegar eru næg dæmi um slíkt skattfrelsi í öðr-
um löndum. Til eru menn, er segjast andvígir
því, að efnamenn geti þannig aflað sér sæmdar
með fé sínu. Ekki tek ég undir það, enda hægt
um vik fyrir Alþingi að kippa að sér hendinni
aftur, ef gjafir þessar þættu rugla dómgreind
manna um of.
Eg hef þessa töluliði ekki fleiri, þó að margt
Frá ritnefnd
Stúdentaráð ákvað á fundi sínum í lok apríl að
gefa út hátíðablað 17. júní í tilefni af 10 ára afmæli
lýðvéldisins. Skyldi t blaðinu fjallað að einhverju
leyti um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar fyrr og nú.
í samræmi við þessa ákvörðun Stúdentaráðs, taldi
ritnefnd rétt að hafa í blaðinu grein um sjálfstæðis-
baráttuna við Dani og þann niann er hæst bar í
henni, Jón Sigurðsson forseta. Einnig hugðist nefnd-
in hafa í blaðinu greinar um þau mál er sameina
þjóðina einna helzt í dag, þ. e. handritamálið og
landhelgismálið. Birtist hér í blaðinu grein um land-
helgismálið. En þrátt fyrir itrekaðar tilraunir tókst
nefndinni ekki að fá grein um handritamálið, þar
eð allir þeir er nefndin leitaði til voru störfum hlaðn-
ir. — Samstarf innan ritnefndar var ekki vel gott
og sögðu fúlltrúar Vöku sig úr nefndinni er blaðið
var að fara i prentun. Samvinna var góð við starfs-
menn Alþýðuprentsmiðjunnar og þykir nefndinni
ástæða til að þakka þeim fyrir góða samvinnu.
Athugasemd
Við undirritaðir ritnefndarmenn viljum gera þá
athugasemd við grein Bjarna Benediktssonar frá
Hofteigi, að við erum mjög ósammála ýmsum þeim
sjónarmiðum, sem þar koma fram.
Sú staðhæfing greinarhöfundar, að fullveldisstofn-
unin og sjálfstæði þjóðarinnar hafi verið svikin,
stangast algerlega á við almenna skynsemi og er í
fyllsta ósamræmi við skoðanir meirihluta stúdenta,
svo sem greinilega sést af ávarpi Stúdentaráðs í
blaðinu.
Þá teljum við hnútukast höfundarins í garð ein-
stakra, íslenzkra stjórnmálamanna vægast sagt
smekklaust og illa fallið til að standa í hátíðagrein.
Við viljum þó ekki taka upp þær illræmdu að-
farir að synja greininni rúms í blaðinu, þó að við
séum anda hennar og efni mjög ósamþykkir.
Skúli Benediktsson.
Björgvin Guðmundsson.
sé vantalað. Meðal þess, sem betri skil hefði
þurft að gera, eru kostnaðarmálin. Hér skal
aðeins því bætt við, að vísindamenn eru yfirleitt
ekki mjög dýrir menn, þó að helzt skyldi meta
þá hærra en meðalmenn til kaupgjalds.
Nokkru meira en nú þurfum vér með vissu
til að keSta, ef vísindin eiga að ná miklum
blóma á Islandi. Þá eik verður að fága, sem
undir skal búa.