Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 3

Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 3
LEIÐARI Lesandinn. Spegillinn <—W Sdmviskd bpðdnnndr 43. árg. 2. tbl. Útgefandi: Félag áhugamanna um alvarleg málefni. Mál- gagn félagsins og ríkisstjórnar hverju sinni. Þiggur gjarnan ríkisstyrk og tekur við áheitum og framlögum á ávísana- reikning sinn nr. 40180 við Alþýðubank- ann, aðalbanka. Lágmarksverð þessa tbl. kr. 70.-Aðsetur: Grjótagata9,101 Rvík. Ritstjóm, auglýsingar og pantana- sími fyrir söluturna: 14 2 15. Pósthólf 1169. Starfsmenn: Hjörleifur Svein- björnsson, Úlfar Þormóðsson. Teikn- arar: Pétur Halldórsson, Ólafur Péturs- son. Haus: Auglst. Gísla B. Bjömsson. Útlit: Björn Br. Björnsson. Aðalljós- myndari: Gunnar Elísson. Höfundar efnis: Bestu synir og dætur þjóðarinnar og nokkrir aðrir. Litgreining: Mynda- mót. Setning og filmugerð: Prentrún. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Bók- band: Sveinabókbandið. Askrifandi: Höskuldur Skarphéðinsson. Lesandi: (Sjá mynd) gefi sig fram við ritstjórn. Forsíðumynd: Þjóðarsálin (hrollvekj- an). Úrslit kosninganna á dögunum eru hneyksli. Prír af fjórum frambjóðendum Spegilsins féllu; sá fjórði rétt slefaðist inn á stolnum og sníktum atkvæðum (sbr. vísnaþátt). Forsetinn, Geir Hallgrímsson, Spegillinn og meira að segja Steingrímur Hermannsson eru á einu máli um þetta og jafnframt hitt að mynda beri sterka stjórn. En hin kolvitlausu úrslit kosninganna gera það lífsins ómögulegt. Þessi kosningaúrslit má ekki taka alvarlega. Pað má ekki láta þau viðgangast. Þau munu leiða yfir þjóðina fáránleikastjórn, guðleysi og lauslæti. Vegna þessa er það skýlaus krafa Spegilsins að kosið verði aftur. Og það strax. Útlendur maður skrifaði eitt sinn að svo væri komið í sínu heimalandi að skipta þyrfti þar um kjósendur ef takast ætti að halda þar uppi lögum og reglu. Spegillinn trúir því ekki að svo illa sé komið fyrir þessari þjóð. Hins vegar ætti að fara að huga að því í fullri alvöru hvort ekki sé rétt að fara að stunda kjósendatilfærslur á milli kjördæma. Greinilegt er að í sumum kjördæmum hefur fólk mun minni dómgreind en í öðrum. Þetta dómgreindarlausa fólk þarf að flytja til og færa í bland við sér ábyrgðarfyllra fólk. Jafnframt er það orðið lífsspursmál að bestu synir og dætur þessarar þjóðar hætti að rýta í öskustónni, en skríði þess í stað fram á þjóðmálasviðið til ábyrgra starfa eins og hringormur úr þunnildi. Sú ríkisstjórn sem nú situr og uppnefnd hefur verið „starfsstjórn“ í móðgunarskyni, eftir að hafa starfað af mikilli alúð, fórnfýsi og eljusemi í rúm þrjú ár, hefur fullan rétt á að taka sér frí frá störfum um stundarsakir. En þessi þjóð getur ekki verið stjórnlaus eina stund. Því mun Spegillinn leggja það til við forsetann, frú Vigdísi Finnbogadóttur, að hún skipi eftirtalda menn í ríkisstjórn þar til kosið hefur verið á nýjan leik: Forsætisráðherra verði Ólafur G. Einarsson, sérlegur frambjóð- andi Spegilsins við síðustu kosningar. Árni Johnsen fari með málefni Hagstofunnar. Garðar Sigurðsson fari með friðunarmál í sjó og markaðsöryggis- mál. Eggert Haukdal fari með friðunarmál á landi og hafi umsjón með kirkjujörðum. Karvel Pálmason fari með landbúnaðarmál og málefni Sinfóníu- hljómsveitar fslands. Jón Baldvin Hannibalsson hafi umsjón með aukabúgreinum með sérstakri áherslu á refarækt og dýragarða. Kristín Halldórsdóttir fari með utanríkis- og varnarmál. Ólafur Þ. Þórðarson og Stefán Valgeirsson fari með siðvæðingar- mál. Ragnar S. Halldórsson fari með iðnaðarmál, orkumál, geri samninga við erlend ríki og stóriðjufyrirtæki, fari með sjávarútvegsmál, fjármál, félags- og heilbrigðismál, menntamál, viðskiptamál svo og dóms- og kirkjumál. Yfirvöldin eru góð. Fyrir þeim berum við virðingu séu þau rétt kjörin. Því skal gengið til kosninga á nýjan leik og aftur og enn aftur eða þar til þeir menn, sem orðaðir hafa verið við útlagastjórn (sjá fréttir) hafa náð kjöri til Alþingis og myndað hina sterku stjórn. 3

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.