Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 33

Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 33
Þegar hann vaknaði um morguninn, var honum ómögulegt að muna hver hann var, hvar hann var, eða hvers vegna hann var vaknaður. Hann lá lengi á bakinu, horfði upp í rjáfrið og fann að hugur hans var gersamlega tómur. „Þægilegt," hugsaði hann, „nú get ég lagt aftur augun og sofið áfram, enginn veit hver ég er, enginn þekkir mig, enginn hefur upp á mig að klaga; ég hlýt að vera núll og nix.“ En í þann mund sem hann var að hverfa inn í tilgangsleysi draumsins aftur, mundi hann að eitthvað stóð til, eitthvað var á seyði og þar með vissi hann, að hann var ekki núll, hann var einhver. „Ég hef nafn,“ hugsaði hann, „ég verð að fara á fætur til að gá að því.“ Hann settist á rúmstokkinn og litað- ist um. „Já,“ sagði hann við sjálfan sig, „þetta kannast ég við.“ Og hann skim- aði um herbergið, augun festust andar- tak við ýmsa persónulega muni, mynd á vegg. Hann þekkti myndina af ömmu sinni, kannaðist meira að segja við sjálfan sig fimm ára á fornri mynd, þekkti seðlaveskið á náttborðinu og vindlaskerann, vissi hvaða bók var geymd í náttborðsskúffunni; og þegar hann renndi fótunum í inniskóna vissi hann að hann var í sínum eigin skóm. „Og,“ hugsaði hann, „maður sem á inniskó, hann á margt fleira, svo sem einsog ávísanareikning og — já!“ sagði hann næstum hátt, „ég á líka konu. Mína eigin konu. Hvar skyldi hún vera?“ Hann svipaðist um í herberginu, góndi upp um veggina einsog hann byggist við að hún væri fest með nagla í múrinn einsog mynd, gægðist bak við gardínuna, þar til allt í einu að rann upp fyrir honum ljós: „Æ!“ sagði hann. „Konan er farin. Hún er farin að undirbúa hátíðina. Hvað var það nú aftur? Það var eitthvað í sambandi við daginn í dag. Og það er þess vegna sem ég er kominn á fætur. Bíðum nú hæg,“ sagði maðurinn, því að hann var vanur að ávarpa sjálfan sig í fleirtölu, rétt einsog hann væri fjöldi manns: „Bíðum nú hæg,“ sagði hann oft, eða „dokum nú við,“ eða „hugsum nú málið.“ Hann fór úr náttfötunum, fleygði þeim á rúmið og dró á sig fötin, sem lágu á stólbaki. Hann vandaði sig við að hnýta á sig hálstauið, fannst gott að finna harðan flibbann núast við þykkt skinn- ið á hálsinum, horfði í spegilinn og nauðaþekkti andlitið sem hann sá: „Þetta er ég,“ hugsaði hann, „en vandinn er að finna tilganginn í þessum degi, komast að því hver ég er. Við verðum að vinna okkur út úr þessum vanda," sagði hann við spegilmyndina og sendi sjálfum sér snúðugt, næstum stingandi augnaráð, greip vindlaskerann af nátt- borðinu og ósjálfrátt fann hann að hann hélt á stórum vindli í hendinni. „Vind- ill,“ sagði hann. „Já! og hann fór ofan í jakkavasann, fann eldspýtur og klippti svo af vindlinum og kveikti í, hvort tveggja á sama andartakinu og þegar hann sá sjálfan sig í speglinum, reykj- andi vindilinn, færðist roði í andlit hans, það slaknaði á vöðvum og hann andvarpaði: „Auðvitað! Ég er þessi með vindilinn, þessi hérna hvað hann nú aftur heitir, ég man það ekki í svip. Winston Churchill? Bjarni frá Vogi? Það var eitthvað í þá áttina; og,“ sagði hann við spegilmyndina, „konan er ekki í rúminu, vegna þess að hún er að undirbúa stóru fjölskylduhátíðina í Há- skólabíói, vegna þess að nú á aftur að 33

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.