Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 32

Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 32
VÍSNAÞÁTTUR Það er víst við hæfi að þátturinn byrji á þingvísum í þetta skipti. Kosningar blessunarlega afstaðnar og það allt. Makalausar geðluðrur þesir þingmenn annars, að sitja brosandi undir enda- lausum brigslum um heimsku og spill- ingu. Hætt við að sómakærari starfs- stéttir létu' ekki bjóða sér slíkt. En svona hefur þetta víst alltaf verið. Hér eru t.d. gamlar vísur eftir ísleif Gísla- son frá Sauðárkróki um eitthvert þing- mannsskauðið: Beitti smjaðri og brigslyrðum blíðu heimskra naut hann og á sníktum atkvœðum inn í þingið flaut hann. Alltaf bar hann upp frá því öfugan stjórnarhattinn pólitískri peysu í prjónaði hana skrattinn. Hér kemur eitt stykki dellumagerí úr tónlistarheiminum. Einhvernveginn finnst manni að rímorðin hafi tekið öll völd af hugsuninni, en það er auðvitað ekki gott við því að gera; það er nú einu sinni auðveldara að ríma en hugsa: Bob Dylan hitti Maríu Markan og beit hana á barkann. Þá sagði María Markan: „Hér gildir harkan. “ Og beit Bob Dylan í tillann. Á framframfylkingarárunum var al- gengt að stjórnmálamenn brýndu þjóð- ina til dáða á fundum með þessum vísuparti: Þessi þjóð á ærinn auð ef hún kynni að not’ann. Nú á þessum síðustu og verstu er þetta orðið að: Þessi þjóð á engan aur enda búið að not’ann. Sumt af þessu er m.a.s. sönghæft. Hér er vísa eftir Kjartan Ólafsson, rit- stjóra Þjóðviljans: Pabbi er í eldhúsinu eitthvað að fást við mat. Sú gamla er í athvarfinu gul og rauð og blá. Næstar á dagskrá eru fjórar vísur eftir Stebba bola. Yrkisefnin eru marg- vísleg eins og vera ber; í þeirri fyrstu kemur vel fram það ástfóstur sem menn taka gjarnan við útslitnar flíkur, næst er krítarvísa frá þeim tímum þegar versl- un með nauðsynjar gekk persónulegar fyrir sig en gerist í stórmörkuðunum núna, þarnæst ein úr reynsluheimi sjó- manna. Peysan mín er götótt mjög með hundrað götum mörgurn en ekki fer ég úr henni fyrr en hún fer í eldinn. Gerlaust hveiti vil ég fá hér í þessari verslun, treysti ég þér sem góðum dreng að skrifa það hjá mér í bili. í andófinu pissa ég þó ég þurfi að krjúpa, jamm og jamm og jamrn og já, út á sjóinn djúpa. Við vekjum sérstaka athygli á þeim analytíska brillíans sem einkennir næstu vísu, en hún er jafnframt síðasta vísan eftir Stebba bola í þessum þætti. Óhrein þessi drulla er oní mjóu rœsi, þó að það sé nógu breitt fyrir þá sem grafa. f þingmáladálki Mbl. 15. jan. síðast- liðinn birtist fjögurra dálka mynd af nokkrum starfsmönnum löggjafar- valdsins á útreiðum. Þar getur að líta Pál á Höllustöðum, Matthías Reyknes- ing, Egil á Seljavöllum, Steinþór á Hæli, Olaf Vestfirðing og Stefán Skag- firðing. Þá varð þessi vísa til: Þótt svo kunni að virðast að reiðskjótum rýrum og smáum sé raðað í klofið á þingmönnum einingarbandsins, að kosningum loknum þeir berast á fákunum fráum og flengríða samhliða beint inní ríkisstj'órn landsins. • Það er mikið sport að yrkja upp alþekkt kvæði. Oft sýnist manni þar vera á ferðinni heimsósómakveðskap- ur, þar sem fyrirmyndin ljær uppyrk- ingunni brodd. Þekkt er tilbrigði kaup- manns nokkurs í Reykjavík á draum- vísu Konráðs Gíslasonar: Lattdið er fagurt og frítt en fólkið er bölvað og skítt. • Engin deili kunnum við á eftirfarandi vísu, sem jafnframt er sú síðasta að sinni. Það gerir heldur ekkert til. Hún skýrir sig sjálf. Það eru góðar vísur vanar að gera: Sólu brenndan sá ég mann sem í viski hefur þyrst, vera að greiða hár sem hann hefur fyrir löngu misst. 32

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.