Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 25

Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 25
Spegillinn bak við fermingartjöldin! að stórauka kjördæmum landsins, eða dreifa fermingabótum til fjölskyldna upp að ákveðnu tekjumarki. I þessu skyni yrði tekið stórt erlent lán. 5 söluskattsstig yrðu hins vegar lögð á allar fermingagjafir og yrðu þær tekjur notaðar til að greiða niður hið erlenda lán. Með þessu áætlum við að þjóðarframleiðan muni aukast um 2%. Fjármunamyndun um 10% og þjóðartekjur um 12%. Ferming og afferming 2Þá kæmi til greina að fjölga fermingum. Hugmyndin um að tví- eða þríferma alla íslenska unglinga virðist að mörgu • leyti aðgengilegri. Með tvífermingunni er átt við að unglingar verði fermdir og affermdir með ársmillibiili. Gjafir og veisluhöld yrðu lögskipuð í bæði skiptin og niðurgreiðslum eða fermingabótum beitt til að örva framboð og eftirspum. Breytingatillaga Seðlabankans í þessu sambandi er um svokallaða stigfermingu. I henni felst að íslenskir unglingar verði fermdir í þrem áföngum, fyrsta stigi (sokkabandsstig eða hvíta beltið), öðm stigi (gelgjustig eða bláa beltið), og þriðja stigi (manndómsstig og/eða svarta beltið). Fermingar af þessu tagi mundu sennilega bjóða upp á atvinnutækifæri sem mundu svara 10.000 mannárum á næstu 5 árum, kirkju- og guðsþjónustugeirinn myndi stækka verulega í þjóðarbúskapnum og allt trúar- og viðskiptalíf kæmist upp á miklu hærra plan. fermingar Aðskilnaður foreldravalds og fermingavalds Að lokum er verið að útfæra hugmynd Vilmundar Gylfasonar um aðskilnað foreldravalds og fermingavalds. • Hugmyndin gengur út á það að þjóðkirkjan yrði sett undir Framkvæmdastofnun ríkisins og öll þjóðin yrði fermd á 5 ára fresti. Hver ferming héti sínu ákveðna nafni, t.d. fyrsta ferming byrjendur, jámferming eftir 5 ár, eirferming eftir 10 ár, koparferming eftir 15 ár, silfurferming eftir 20 ár, gullferming eftir 25 ár o.s.frv. I tillögunni er gert ráð fyrir að bundið verði í lögum að allir eyði a.m.k. 5% af ráðstöfunar- tekjum sínum í nýjar innfluttar gjafir. Ahrif af tillögu Vilmundar á efnahag landsmanna hafa ekki verið reiknuð út ennþá, en þau eru gífurleg,“ sagði Jón Sigurðsson, þjóðhagsstjóri að lokum. Einn flokk til ábyrgðar Spegillinn bar hugmyndir þjóöhagsstjóra undir Geir Hallgrímsson þar sem hann stóð í tröppum Bemhöftsbakarís fyrsta maí: „Það er alveg augljóst að í fermingamálum verður að leiða einn flokk til ábyrgðar," sagði Geir Hallgrímsson. „Við vömm við haftastefnu kommúnista í fermingamálum, sem lýsa sér m.a. í hinum brjálæðislegu hækkunum á messuvíni í stjómamð Ragnars Amalds, fjármálaráðherra,“ 25

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.