Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
Friðrik og Svavar í stjórnarmyndunarviðræðum.
— Ljósm. Spegillinn.
íslendingar á námskeiði í kafbátaleit
Steingrímur datt
í’ða
Steingrímur Hermannsson
varð skyndilega miður sin af
leiðindum á stjórnar-
myndunarviðræðufundi með
Geir Hallgrímssyni og
Kjartani Jóhannssyni þann
10. maí sl. Gekk hann í
öngum sínum burt af
fundinum en laug því að Geir
og Kjartani að hann kæmi að
vörmu spori. Biðu þeir
tvímenningar langtímum
saman og ræddu um innri
mann þann sem Steingrímur
er sagður hafa að geyma.
Steingrímur fór hins vegar
beinustu leið vestur á
Flókagötu til Stefáns
Jónssonar, fyrrv. alþm., sem
var sextugur þennan dag og
hafði boðið til herlegrar
veislu.
Sat Stefán uppi með
Steingrím uns forsetinn fól
honum stjórnarmyndun.
Óska eftir
iíffæraskoðun
Samtök um kvennalista
hafa ritað landlækni bréf þar
sem þær fara fram á ýtarlega
líffæraskoðun allra
frambjóðenda samtakanna
við síðustu kosningar í
kjölfar þeirra uppljóstrana,
sem birtar eru í Speglinum í
dag.
I bréfi sínu benda
Samtökin sérstaklega á einn
frambjóðenda sem með
undarlegri hegðan sinni veki
með þeim grunsemdir svona
eftirá að hyggja. Sá
frambjóðandi hefði til dæmis
aldrei vilj að fara með öðrum
frambjóðendum í sturtu né
gufubað eftir
framboðsæfingar, en hins
vegar hvatt þær hinar og att
þeim í ýmis konar böð í tíma
og ótíma.
Það skal tekið fram að sá
umræddi frambjóðandi situr
ekki á þingi enn sem komið
er.
Frá fréttaritara Spegilsins
Osló, Páli Ásgeiri
Tryggvasyni.
Tveir ungir íslendingar,
þeir Björn Bjarnason
ritstjórnarfulltrúi á
Morgunblaðinu og Kjartan
Gunnarsson framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins,
komu hingað til Oslóar í
fyrradag til að sækja
námskeið í kafbátaleit.
Hefur sendiráðið tryggt
Kjartani pláss í Oríonvél,
sem flýgur yfir leitarsvæði
með djúpsprengjur en Birni í
varðturni, þar sem það er
ætlun hans að fylgjast með
rússneskum kaftrátum úr
Gróttuvitanum að
námskeiðinu loknu.
Báðir piltarnir hafa hagað
sér óaðfinnanlega og eru
landi og þjóð til sóma.
Stjórnar-
myndunar-
viðræður
Peir Friðrik Sófusson,
varaformaður
Sj álfstæðisflokksins og
Svavar Gestsson, formaður
Alþýðubandalagsins hafa
ákveðið að mynda ríkisstjórn
í lok þessa mánaðar. Hafa
þeir haldið þessu kyrfilega
leyndu fyrir fjölmiðlum, og
er ætlun þeirra að aðrir
stjórnmálaleiðtogar geri sig
að fíflum við tilgangslausar
þreifingar hverjir á öðrum og
standi uppi ráðalausir og
stjórnlausir að loknu öllu
káfinu. Munu þeir vinirnir þá
æskja stjórnarmyndunar-
umboðs og tilkynna um
stjórnarmyndun samdægurs.
Engan stjórnarsáttmála á
að gera né heldur
málefnagrundvöll.
Nýtt þjófafélag
Nú hefur verið stofnað nýtt
þjófafélag, Bandalag
jafnaðarmanna. Sérhæfir
það sig í frímerkja- og
umslagaþjófnaði frá Alþingi,
en mun ekki fúlsa við
símaafslætti eftir því sem
formaðurinn tjáir
fjölmiðlum.
Leifur Sveinsson, fréttaritari
Spegilsins hjá Völundi.
Úrslitin tilkynnt
Ljósmyndari Spegilsins
var staddur á Broadway
þegar úrslit alþingis-
kosninganna í
Reykjavíkurkjördæmi voru
tilkynnt og tók þá þessa mynd
er allt ærðist af fögnuði þegar
ljóst var að Jón Baldvin
Hannibalsson hafði náð kjöri
til þings. Jón var mjög
hrærður vegna fögnuðar
fólksins og tók nokkur
dansspor.
Yst til vinstri á myndinni
má sjá eiginkonu Jóns hálf
undrandi yfir dansfimi bónda
síns.
11