Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 24
Spegillinn bak við fermingartjöldin!
Afleiðingar altarisgöngunnar:
„Ofbeldi, rán,
glæpir
ogmorð<c
„Þetta er hvort tveggja lögbrot og regin hneyksli. Að hugsa
sér að það skuli hafa verið látið átölulaust hingað til að þjónar
Guðs freisti barna með áfengi, sem leiðir til ofdrykkju, glæpa,,
rána, morða og alkóhólisma. Og það í kirkjum landsins.
Eg gat ekki horft uppá þetta lengur. Þess vegna kærði ég,“
sgði Ema Guðmundsdóttir, sanntrúuð kona og bindindis-
söm, er Spegillinn hitti hana að heimili hennar í Njarðvíkunum
á dögunum.
„Hér hef ég myndir af Ola bróður mínum, sem segja meira
en mörg orð um nauðsyn þess að stöðva þegar brennivínsgjafir
prestanna.“ sagði Ema að lokum og krafðist þess að við
birtum myndimar.
Til vinstri Ólafur á fermingardaginn. Til hœgri Ólafur 12
árum eftir altarisgönguna.
Myndina tók Ema er hún loks hafdi upp á bróöur sínum en
hann „býr“ í Harlemhverfinu sem svo er nefnt. Hún fierði
honum ýmsan prentaðan fróðleik um áfengisbölið og reyndi
með fortölum að fá hann til að snúa úr því spori, sem
altarisgangan hafði beint líft hans í.
Þjóðhagslega hagkvæmt
Eins og lesendur Spegilsins muna, þá sagði Alþýðublaðið frá
því í frétt skömmu fyrir kosningar að þingflokkur
Alþýðuflokksins ef einhver yrði, ætlaði að leggja fram á Alþingi
næsta haust fmmvarp til laga um stóreflingu ferminga á Islandi.
Sagði í fréttinni að frumvarpið gerði ráð fyrir því að
þjóðhagsstofnun yrði falið að gera 10 ára áædun er miðaði að
því að auknar fermingar veittu um 15000 manns atvinnu á næstu
10 ámm.
Betri leiðir bjóðast
Spegillinn hitti Jón Baldvin Hannibalsson á Broadway s.l.
laugardagsmorgunn þar sem þau hjónin vom að vaska upp
frammi í eldhúsi, og sagði hann það rétt vera að Alþýðu-
flokkurinn hyggðist leggja þetta fram á næsta þingi.
„Eins og fram kom í kosningabaráttunni, þá erum við
Alþýðuflokksmenn þeirrar skoðunar að landbúnaður sé mikill
baggi á þjóðinni og að brýna nauðsyn beri til að fækka bændum
með hinni svokallaðri styttingaraðferð. Við höfum einnig barist
gegn sjávarútvegi í nokkur ár eins og kunnugt er og teljum hann
undirrót efnahagsöngþveitísins. Við höfum talið að íslenskur
átöppunariðnaður komi ekki til með að leysa atvinnumál
Islendinga o.s.frv. Við bjóðum nýjar og betri leiðir, Fmmvarpið
um stóreflingu ferminga á Islandi er liður í því. Að minni ósk
er þjóðhagsstofnun um þessar mundir að reikna út áhrif
stóraukinna ferminga á atvinnumál framtíðarinnar“.
Hugmyndin mjög góð
að áliti þjóðhagsstjóra
„Við emm aovinna að þessu máli núna,“ sagði Jón Sigurðsson,
þjóðhagsstjóri, þegar fréttamaður Spegilsins hitti hann í
skrúðgöngunni á sumardaginn fyrsta. „Það gefur auga leið að
hinir hefðbundnu atvinnuvegir Islendinga taka ekki við auknum
mannafla á næstu áratugum. Við höfum oft velt því fyrir okkur
á Þjóðhagsstofnun að finna emhverja sniðuga lausn á þessu
vandamáli, þess vegna var það mjög kærkomið þegar okkur barst
bréf í pósti frá Jóni Baldvin Hannibalssyni um daginn með þessari
ágætu tillögu. Það sem kæmi helst til greina í þessu efni er
eftirfarandi:
Fermingasjóður —
Fermingabætur
IAð allar fermingar standi yfir a.m.k. eina viku. Gjafir verði
auknar um 17,5% á ársgmndvelli og að stofnaður verði
• fermingasjóður Islands sem deild í byggðasjóði, sem hafði
það hlutverk að greiða niður fermingagjafir a.m.k. í ýmsum
24