Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 28

Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 28
Spegillinn bak við fermingartjöldin! Að Skógarseli 13 í Reykjavík hittum við að máli hjónin Guðrúnu Guðmundsdóttur og Guðstein Guðvarðsson, rétt í þann mund er fermingarveislu dóttur þeirra Guðlaugar var að ljúka. „Þena tókst afspymu vel,“ sagði Guðsteinn. „Mér sýnist að við höfum haft upp í kostnaðinn. Mestu ráða græumar sem stelpan fékk. Djöfull góðar með fjórföldum, 2050 Watta hljómburði. Já, ég held að þetta hafi sloppið.“ „Þetta var svo sem engin stórveisla hjá okkur miðað við það sem gerist og gengur,“ sagði Guðrún. „Ætli þetta hafi ekki verið rúmlega sjötíu manns, fyrir utan okkur. Mest skyldmenni. Annars vom þama tvenn hjón, sem ég kannaðist ekki við, ... þekktir þú þau, Guðsteinn?" „Þessi dökkleitu," svarar hann. „Nei, þegar þú nefnir það, ... nei, það veit ég ekkert um. En þau komu með hrærivél." „Skítapartí“ „Eru ánægð með að vera komin í kristinna manna tölu?“ „Tölu hvað?“ „Kristinna manna tölu. Það þýðir ..." „Góði besti mggaðu’ðér. Hvuddn djöfulan viltu?“ „Eg ætlaði að spyrja þig út í ferminguna.“ „Huuu,“ sagði Guðlaug. „Bara það. Þetta var skítapartí. Og hallærislegt. Mamma löngu útfríkuð á tauginni. Pabbi með eitthvert hallærislegt kallpungagrobb yfir mér af því að ég er ekki dóttir hans. Hann er ónýtur, þú skilur. Svo fékk ég bara þetta venjulega. Fótanuddtæki, steríó, sjónvarp, skíði, oohhh þú veist, allt þetta sem allir eiga. Það er munur eða hún Gunna, sem ég var í partíinu hjá; pabbi hennar og mamma em sko arminileg; þau fóm með prestinum og leyfðu henni að halda pam. Hún fékk líka allt mögulegt; Nuddara, pilluna, og pabbi hennar gaf henni graðfola. Gráan gradda. Flippað, finnst þér ekki?“ Og okkur fannst það. Og fómm. 28

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.