Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 12

Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 12
Jón Baldvin kaupir hrædýrasafniö Spegillinn hefur það eftir Bryndísi Schram, að Jón bóndi hennar Baldvin, alþm., hafi ákveðið að kaupa hrædýrasafnið í stað þess að láta loka því. Mun ætlun Jóns að auka veg safnsins og hefur hann þegar fest kaup á 23 afbrigðum af ref, tófu og skollum og látið flytja í safnið, flóðhest frá Argentínu og hringorma af Tjörnesi. Jón hefur einnig tryggt sér útflutning á hringormakyni þessu til Kaliforníu og hefst útflutningur orma og púpa strax og leyfi fæst hjá viðskiptaráðuneytinu. Jón mun sjálfur ætla að veita safninu forstöðu nema ef hann verður þingflokksformaður eða ráðherra. Fari svo mun Ámundi Ámundson umboðsmaður Jóns sjá um reksturinn. Hlustendakönnun Rúv. Spegillinn birtir hér fyrstur blaða niðurstöður úr hlustendakönnun Ríkisútvarpsins með fullu samþykki Andrésar Björnssonar, útvarpsstjóra: Af 1600 manna úrtaki neituðu 832 að hlusta. Af þeim 768 sem þátt tóku voru 217 hlustunarhamlaðir, nákvæmlega 200 höfðu ekki útvarp, 132 hlustuðu adrei á útvarp og 78 hlustuðu aðeins á Keflavíkurútvarpið eða Lúxembúrg. Af þeim 141 sem útvarp heyrðu hlustuðu 53 í strætó á leið úr og/eða í vinnu, 52 hlustuðu lítið á sumt og ekkert á flest og nær eingöngu til að útiloka sig frá heimilisþrasi. 18 hlustuðu á upphaf verðurfregna kl. Geir H. Haarde biður fyrir þjóðinni. Ljósm. Spegillinn. 16:15 og þrír þeirra á alla fregnina, 11 hlustuðu á óskalög sjúklinga, einn hlustaði á hádegisfréttir og einn hlustaði á dagskrána alla, frá morgni til kvölds, mánudaginn 2. maí, Þorkell Guðjónsson frá Bæ í Ölfusi. Hann liggur nú á gjörgæsludeild og er tvísýnt um heilsu hans. Nýr svæfingalæknir Mörgum þótti Ólafur Jóhannesson, alþingismaður, með eindæmum daufur og sofandalegur á kosningafundi DV í Háskólabíó rétt fyrir kosningar. f tvígang náði hann að drepa niður alla stemmningu í húsinu með svo snöggum hætti, að fjöldi manns sofnaði á stundinni, einsog klórformi hefði verið úðað yfir fundargesti. Nú herma nýjustu fréttir að Ólafur Jóhannesson hafi verið ráðinn sem svæfingalæknir við Bogarspítalann. Við beitum bara hörðu „Þetta gekk andskotann ekki neitt hjá okkur,“ sagði Jóhannes Nordal við tíðindamann Spegilisins er hann spurði hvernig þjóðarátak Seðlabankans til að byggja banka hefði tekist. „Þjóðin er orðin löt og nísk af ofeldi og tímir ekki að sjá af nokkur hundruð miljónum króna í þjóðþrifnað. Hún skal ekki hafa betra af því. Nú munum við grípa til ýmissa ráða. Okkar eigin ráða. Við munum ekki einasta láta afnema vísitölubætur á laun og hirða þær sjálfir, heldur munum við einnig láta draga úr hinum gegndarlausa fjáraustri til hinna ýmsu félagslegu mála og veita honum þess í stað í Seðlabankahúsið. Þetta er forgangsverkefni og allt annað verður og skal sitja á hakanum sem ég hundur heiti,“ sagði seðlabankastjóri að lokum og bar ótt á. Helgistund Sú nýlunda hefur verið tekin upp í flokksstarfi hjá Sjálfstæðisflokknum að halda helga stund morgun hvern og miðjan dag. Hyggjast sjálfstæðismenn með þessu efla guðsótta og góða siðu innan flokksins. Ættarmót hjá fiugumferðarstjóra Hinn nýi flugumferðar- stjóri, Pétur Einarsson, hélt ættarmót og baráttusamkomu í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli 1. maí sl. Mættir voru flestir ættingjar hans, sem starfa hjá embættinu; faðir hans, bróðir, tveir frændur að vestan, eiginkona föðurbróður hans og auk þess tvær fyrrverandi ástkonur flugumferðastj órans. Samkoma þessi fór vel fram í hvívetna. Veislustjóri var Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra. Útlagastjórn í gær gerði Geir Hallgrímsson tilraun til að mynda útlagastjórn. Hann boðaði til fundar við sig þá Ólaf Ragnar Grímsson, Sighvat Björgvinsson, Sigurlaugu Bjarnadóttur, Ingólf Guðnason, Árna Gunnarsson og Magnús H. Magnússon. Geir var hortugur við fréttamenn að loknum fundi sínum með þeim framantöldu, og sagði að þeir hefðu eyðilagt fyrir sér stjórnarmyndunartilraunimar á dögunum og krafðist þess að fá frið við þessa stjórnarmyndun. Ók hann síðan burt á vörubíl af Scanía-Vabis gerð. 12

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.