Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 14

Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 14
Fundurum karla- athvarf afboðaöur Hannes Hólmsteinn í Hollywood Hinn landsþekkti hug- myndafræðingur Hannes Hólmsteinn Gissurarson, leitar nú fyrir sér með meira olnbogarými en gefst hér uppi á íslandi og rennir jafnframt á ný mið. Hann er sum sé staddur í Hollywood. Þar hefur hann þegar selt kvikmyndahandrit eftir fræðiriti sínu Vitsmunir og örlög. Framleiðendur Dallas- þáttanna hafa átt í samn- ingum við hann um að skrifa hagfræðilegt hlutverk til að bjarga JR og fyrirtækjum Júinganna frá gjaldþroti. Samningar hafa strandað á því, enn sem komið er, að Hannes hefur ekki viljað fallst á, að leika sjátfur hlutverk hagfræðingsins nema JR, Jock og Bobby verði látnir falla fyrir morðingjahendi í næst síðasta þættinum og hagfræðingurinn nái ástum miss Ellý í síðasta þætti. Heilagur andi í afvopnunarmálin „Það er rétt eftir mér haft í Sjónvarpinu á dögunum,“ sagði biskupinn Pétur Sigurgeirsson í viðtali við Spegilinn. „Biskuparáð Alkirkjuráðsins komst ekki að neinni niðurstöðu um það hvernig túlka bæri þá yfirlýsingu sem samþykkt var á fyrsta degi þingsins. Hins vegar varð mönnum ljóst að þeir Andropoff og Reagan munu aldrei geta afvopnað hvorn annan, einhliða á ég við. Því varð það niðurstaða okkar biskupanna að skora á Heilagan anda að taka afvopnunarmálin í sínar hendur. Ég tel líklegt að hann hefjist handa eftir hvítasunnu þegar hægist um hjá honum.“ Undirbúningsnefnd um stofnun karlaathvarf afboðaði fund þann, sem hún auglýsti í Speglinum að yrði þann 1. maí. Astæðurnar eru einkum tvær: Hin stórhuga framkvæmd menntamála- ráðherra við Athvarfamiðstöð ríkisins (sjá grein í blaði þessu) og svo sú ábending lögreglustjóra í ríkis- útvarpinu 30. apríl, að starfandi væru karlaathvörf úti um allt land, þeas. tugthúsin. Bendir nefndin á að karlaathvarfið Hverfis- steinn er opið allan sólarhringinn og geta undirokaðir og barðir eiginmenn leitað þangað fyrirvaralaust, jafnvel drukknir. DV skýrði frá því á dögunum að íslendingur nokkur hefði verið ráðinn til að mynda olíuflekk í Persa- flóa. Þetta er mikil gleðifregn, sem vafalaust boðar betri tíð fyrirþáfjölmörgu fslendinga, sem hingað til hafa kollkeyrt og klúðrað hverju fyrirtækinu af öðru af stórhug. Menn af þeirri þjóð sem hefur tekist með þrautseigju og eljusemi að gjöreyða auðugustu fiskimiðum heims, svo að nú er hringormurinn einn eftir, og breyta mestöllu gróðurlandi í eyðimörk, menn af slíkri þjóð hljóta að vera aflögufærir með góð ráð handafákænum útlendingum hvernig best megi klúðra sem flestum málum á sem stystum tíma. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins er það hinn þjóðkunni athafnamaður Kristinn Finnbogason, sem ráðinn hefur verið til olíuflekksmyndunar. Aðstoðarmaður hans verður Sigmar B. Hauksson. Munu þcir félagar hafa uppi margs kyns hugmyndir um það hvernig mynda megi olíuflekki, stóra og smáa, þykka og þunna. íslenskt hugvit á heimsmarkað Ætla að stela umboðinu Spegillinn hefur komist að ráðabruggi kommúnista varðandi stjórnarmyndunar- umboð það, sem forseti íslands trúði formanni þeirra Svavari Gestssyni fyrir á dögunum. Hafa kommarnir komið umboðinu fyrir í öruggri geymslu í rússneska sendiráðinu við Garðastræti, en eins og fólk veit þá er umboðið úrblásið lóuþræls- egg. Síðan er það ætlun kommúnistanna að skila fúleggi til forsetans, þannig að tryggt sé að ekki takist nokkrum þeim sem það fær í hendur að mynda hér löglega stjórn. Lokaþátturinn í þessum ráðagerðum kommúnistanna er síðan að mynda hér ríkisstjórn þegar upplausnin og öngþveitið er algjört. Verður hún mynduð með fulltingi rússneska sendi- herrans og kaþólska biskupsins í Landakotskirkju. Fratvfsindamaður mánaðarins Hugvísindadeild Háskóla íslands hefur bryddað upp á þeirri nýjung að útnefna fratvísindamann mánaðarins. Deildin útnefndi JohannesNordal fratvísinda- mann maímánaðar. Réði mestu um val nefndarinnar að Jóhannes er doktor í félagsvísindum, en þrátt fyrir það sá maður sem staðið hefur traustastan vörð um íslenskt efnahagslíf síðustu tvo áratugi með þeim frábæra árangri, sem þjóðinni er fullkunnugt um, og með því lýst algjöru frati á hagfræði sem vísindagrein eða nauðsynlega undirstöðu- menntun fyrir umsjónarmenn þjóðarauðæfa. 14

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.