Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 7

Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 7
Riddarar hringormsins Áralöng hefð er fyrir því að íslenskur fiskur sé hringorma- bættur. Og hefur líkað vel. Því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Portúgalir endursendu nýlega heilan skipsfarm af þannig verkuðum saltfiski. „Matvendnin í þessu Suðurevrópudóti er orðin alveg yfir- gengilegsagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ í viðtali við blaðið, „og meira að segja kjammarnir í Svörtu-Afríku eru farnir að ybba gogg. “ Við eftirgrennslan hefur Spegillinn komist að því að Portú- galar vildu vöruna betur unna; þeir vildu losna við fiskinn og fá hringorminn einan, því saltaður hringormur er kóngafæða og ekki er hann síðri siginn. Er nú unnið að því að tœta fisk frá ormi og mun fyrsta hreina hringormasendingin verða send úr landi eftir helgi. Það sem olli því að farmurinn var endursendur á dögunum var fákunnátta saltfisksalanna í tungumálum samfara óhófleg- um drykkjuskap þeirra. Hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að í næstu sölu- og samninganefnd skuli vera amk. einn maður sem hafi nokkurt vald á erlendu máli og í það minnsta tveir bindindismenn. 7

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.