Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 26
Spegillinn bak við fermingartjöldin!
r ... loksins '
kemst maður í
k gjafirnar! i
„Það er það“
„Ég má ekki vera að því að tala við ykkur. Ég var búinn að
segja ykkur það. Það er hávertíð. Ég á að ferma 135 stykki á
morgun, og er ekki hálfnaður að skrifa út kvittanimar. Það er
rúmlega 80 þúsund kall undir. 750 kall á kjaft. Komiði eftir
helgina. Þá verða vertíðarlok. Þá liggja rúm 1200. En ekki
núna. Alls ekki.“
Þetta var dómprófasturinn í Reykjavík. Og við reyndum við
fleiri. Sama sagan alls staðar.
En biskupinn hafði smugu. Enda að mestu hættur að ferma.
Aðeins ein og ein altarisganga fyrir spottprís.
„Fermingin er dásamleg athöfn,“ sagði hann. „DásamJeg
athöfn. Bæði fyrir gerendur og þolendur, prest og bam. Og
hvorir tveggja hafa nokkuð fyrir sinn snúð. A fermingardaginn
hefur margur unglingurinn komist í álnir og því er ekki að leyna
að fermingartekjur presta, sem em skattfrjálsar, hafa og sitt gildi.
Þetta er ömgg tekjulind, en ekki eins ótrygg og jarðarfararbrans-
inn. Það er aldrei að vita hversu margir drepast ár hvert. Sjálfur
hef ég orðið fyrir því að fá ekki eina einustu jarðarför í eitt og
hálft ár. En fermingin er árviss.
Hin guðrækilega hlið fermingarinnar hefur áreiðanlega sitt að
segja líka. Og ekki má gleyma hagfræðinni. Flestir prestar kenna
biblíusögur í skólum og geta nýtt þá tíma til fermingarundirbún-
ings. Af því er ágæt hagræðing. Nú þá hleypir fermingarvertíðin
lífi í sjóði Hins íslenska biblíufélags. Það er hreint ótrúlegt hvað
selst af sáimabókum og Nýja Testamentinu þennan tíma.
Loks er að geta rílrissjóðs. Hann fær ernnig sitt. Það em nú
ekki dropateljaramir á messuvíninu nú til dags. Enn síður að
lolrinni altarisgöngunni,“ sagði biskupinn og flissaði.
„Loks er svo það sem aldrei má gleymast," sagði hann að
lokum. „Guð er nær. Sá sem tekur trú, hina sönnu kristnu trú,
eykur með sér þröngsýni, sem sannarlega er ekJri vanþörf á í
þeirri galopnu víðáttu hins tryllta fjölmiðlaþjóðfélags nútímans.
Sá sem er svo heppinn að næla sér í guðstrú við fermingu, honum
er allvel borgið; það fólk er yfirleitt hæfara til að einangra sig
frá lífsins lostasemdum og getur betur einbeitt sér að því að
koma sér upp þaki yfir höfuðið, eignast bíl, sumarbústað, safna
fyrir Utsýnarferðum og reyndar til hvers eina sem máli slriptir.
Sá sem trúir á Guð föður almáttugan og hans einkason, sá Jrinn
sami getur óhikað látið þá sjá um sín mál. Og hann gerir það.
Og þeir gera það. Það er það.“
Hálft annað viðtal við Guðsmenn
Hér er þaö ég
sem gef til baka, karl minn.
Tvöhundruð kall og ekki orð um það meir!
v Næsti! ^
26