Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 27
Spegillinn bak við fermingartjöldin!
Tilkynnig frá biskupsstofu
Þjóðkirkjan verður lokuð í 40 daga og 40 nætur frá kl.
14:45 annan dag hvítasunnu. Þeir sem nauðsynlega þurfa
að ná í prest — og þá eingöngu vegna dauðsfalla — eru
beðnir að snúa sér til Ferðaskrifstofu ríksins, sem í
nauðvöm gefur upplýsingar um vemstaði presta.
Biskupsritari.
Einstætt tækifæri
Látið ekki happ úr hendi sleppa. Síðustu forvöð að láta
mig ferma. Er röskur. Fer að hætta. (Loforð.)
Sigurður Haukur Guðjónsson.
Vamir og verjur
Fermingarböm athugið!
Eigum landsins mesta úrval af P-pillunni. Seljum einnig
hettur, smyrsl og froðu; kítlismokka og hina heimsfrægu
Sultan-smokka í öllum stærðum og mörgum litum.
Landsamband apótekanna.
Hver bíður betur?
Bíð hagstæðusm greiðslukjörin á markaðnum. Tek
víxla, verðbréf, ávísanir fram í tímann, hvað sem er, bara
ef ég fæ að ferma.
Þórir Stephensen.
Allt til ferminga
Takið fermingu hjá þjóðkirkjunni sjálfri. Ferðadiskó.
Vasadiskó. Leynigesmr, ef óskað er. Trúbadorar. Forðist
eftirlíkingar.
Þjóðkirkjan.
Hrífandi lesning
Munið biblíuúrvalið. Bók fyrir alla fjölskylduna. Stríð
og stormar. Ástir og örlög. Hrífandi lesning.
Hið íslenska biblíufélag.
Hagstæð kaup
Prestar! Prelátar!
Kaupið messuvínið hjá okkur. Seljum uppskriftir og
það sem með þarf. Fljót og góð afgreiðsla.
Áman. (Undanþegin söluskatti).
Fermingarþjónustan
Geng í hús og fermi. Hagstæð greiðslukjör ef samið er
strax. Fjölskylduafslátmr. Hef full réttindi.
Ólafur Skúlason.
— Skipti — Skipti
Vil býtta á skíðum og fótanuddtæki. Á ennfremur auka
gæmr. Tek hvað sem er uppí.
Dóra.
27