Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 13

Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 13
Heiðursdrykkju- maður í barþjónafélaginu Félag um viðhald flámælis Geir á Spegilinn „Mér er heiður af þessu tilboði ykkar og mun taka því með ánægju fái ég ekki að mynda útlagastjórn,“ sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, þegar Spegillinn gerði honum atvinnutilboð, daginn eftir að hann skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til forseta. Ef úr verður mun Geir taka að sér dreifingu á Speglinum, alls staðar annars staðar en í Reykjavík, eða á sömu slóðum og hann fékk að stýra kosningabaráttu flokks síns. Einnig verður honum gefinn kostur á að skrifa fréttir og birta frumsamin ljóð sín. Tilkynning frá skrifstofu Forseta íslands gu forsetaritara menn verið ráðnir a við embætti Forseta íslands frá 1. maí s. 1. Einn þessara manna, dr. Páll Pórólfsson, lögfræðingur, verður sérlegur ráðunautur forsetaritara. Hann er sérfróður í handhöfum forsetavalds. Jón Bergþórsspn, Fil. lic. og Guðmundur Sveinsson, Lic-és-lettres, verða túlkar embættisins í Afríkumálum. Hannes Jónsson, prentari, ambassador og Dr. phil,. verður siðameistari embættisins, en hann er sérfræðingur i mannasiðum fjarlægra þjóða. Fimmti maðurinn, Steinn Lárusson, forstjóri, hefur verið ráðinn í hlustastarf sem ferðaráðgjafi forsetans. Mannaráðningar þessar eru óhjákvæmilegar þar eð fyrirsjáanlegur dráttur á myndun hæfrar ríkisstjórnar í landinu leiðir til þess að allar ferðaáætlanir forsetans kunni að raskast á næstu 2 - 3 mánuðum. Allar ferðaáætlanir þurfi því að endurskoða og er eigi einfalt verk að breyta um tveimur tugum ferðaáætlana sem gerðar hafa verið á síðustu 18 mánuðum. Dráttur á stjórnarmyndun jafngildir því kyrrsetningu forsetans og er slíkt með öllu óþolandi. Verðurþvíkannað á næstu dögum hvort breyta megi handhafaákvæði stjórnarskrárinnar með bráðabirgðalögum þannig að forseti lýðveldisins fái notið sama ferðafrelsis og aðrir landsins þegnar. Bjartsýnis- verðlaunin Stjóm bjartsýnisverð- launasjóðs Bröste Gaard kom saman til skyndifundar í dag og afturkallaði verðlaunaveitingu til Rutar Ingólfsdóttur fyrir kórstjórn eftir að sjóðsstjórnin hafði hlýtt á söng kórsins í Nýhöfninni í gærkveldi. Bjartsýnisverðlaunin að þessu sinni fær Vigdís Finnbogadóttir fyrir að láta sér detta til hugar að Geir Hallgrímsson gæti myndað stjóm, en hetjuverðlaunin falla Geir Hallgrímssyni í skaut fyrir að reyna stjórnarmyndun. Tímamót hjá Framsókn Sá tímamótaviðburður gerðist hjá Framsóknar- flokknum 29. apríl sl. að þingflokkurinn samþykkti með 3 atkv. gegn 2—9 sátu hjá — að taka ábyrga pólitíska afstöðu. Formaður flokksins, Steingrímur Hermannsson, orðaði þetta svo í Tímanum 30.4. sl.: „Við höfum samþykkt að taka af ábyrgð þátt í viðræðum um stjórnarmyndun." Peir sem greiddu tillögunni atkvæði voru Ólafur Þ. Þórðarson, Stefán Valgeirsson og Alexander Stefánsson, en þeir sem greiddu atkvæði á móti voru Páll Pétursson og Ólafur Jóhannesson. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV var kjörinn heiðurs- drykkjumaður í barþjóna- félaginu á hinni árlegu kokteilkeppni barþjóna. Myndin var tekin eftir heiðurskjörið, en þá hafði Jónas sinnt dómarastarfi í keppninni í samtals sjö klukkustundir. Keppendur voru 32; kokteilar 79. Að sögn Stefáns Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns, munu nokkrir einstaklingar hafa ákveðið að stofna Félag áhugamanna um viðhald flámælis í íslenskri tungu. Er áætlað að halda stofnfund í Gamla bíó um mánaðamótin maí/júní n.k. Fundurinn verður rækilega auglýstur síðar. „Við höfum orðið áþreifanlega varir við áhuga fjölmargra á viðhaldi flámælis í íslenskri tungu“, sagði Stefán í viðtali við tíðindamann blaðsins. „Það sem við höfum helst áhuga á að gera, fyrir utan að stofna samtök um þetta áhugamál okkar, er að tryggja með löggjöf rétt flámælis í íslenskri tungu. Til greina getur komið að binda í lög að um 10% af öllu fluttu efni í ríkisfjölmiðlunum, sérstaklega í útvarpinu, verði á flámæli, en hvað sjónvarpið varðar, finnst okkur koma til greina að setja flámælistexta undir allt íslenskt efni sem þar er flutt“. Að sögn Stefáns var hann tilbúinn með frumvarp til laga um lágmarksnotkun flámælis í íslensku máli, stuttu áður en þingi var slitið, þannig að það náði ekki að verða að lögum að sinni. 13

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.