Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 10

Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 10
ÁLIT FLOKKSBRODDA Eins og önnur almennileg blöð birtir Spegillinn umsagnir flokksbrodda um úrslit kosninganna. Það skal tekið fram, að ummæli þeirra voru eftir þeim höfð er þeir voru þreyttir og örlítið hífaðir eftir að úrslit lágu fyrir um hádegisbilið sunnudaginn 24 ða sl. Svavar Gestsson: Ég hef ekkert álit á kosningum yfirleitt með þessari þjóð. Að mínu mati á að kjósa eins sjaldan og hægt er og um eins fáa og mögulegt er. En Flokkurinn stendur vel að loknum þessum kosningum. Með samstillingu kjaftanna tókst hinum sterku öflum að fella Ólaf Ragnar út af þingi og koma í veg fyrir kjör Kjartans Ölafssonar. Albert Guðmundsson: Þetta var góður sigur. Við töpuðum bæði atkvæðum og formanninum eins og ætlunin var hér í Reykjavík. Nú verður erfitt að halda fram hjá mér. Vilmundur Gylfason: Mikill kosningasigur. Altso, við unnum. En ég vil benda á, og það er mergurinn málsins, að nauðsynlegt er að aðskilja nú þegar kjörfylgi og atkvæðamagn svo fjórflokkarnir haldi ekki þeirri einokun þingmannafjölda sem þeir hafa nú í krafti þess spillingarvalds sem veður um allt á skítugum skónum í sjóðakerfinu, Framkvæmdastofnun og bönkunum. Jón Baldvin Hannibalsson: Þetta gekk vel og ánægjulegt að losna við Sighvat úr þingflokks- formennskunni svona átakalaust. Ekki þó þannig að ég sækist eftir djobbinu; en hver annar kemur svo sem til greina? Guðrún Agnarsdóttir: Ég hef fengið annað og meira álit á konum eftir þessi úrslit, sem voru bókstaflega stórkostleg. Ég fæ ekki betur séð en konur séu það líka. Það kom mér á óvart. Ólafur Jóhannesson: Ég hef mitt álit á úrslitunum.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.