Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 22

Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 22
Loksins eitthvað almennilegt! Ferðaþjónustan Kafskip býður upp á ævintýraferðina í ár: Millilandasigl- ingar á hafsbotni. Á meðan aðrir fljúga eða velkjast á úfnu hafi, ælandi og spúandi á Maxím Gorkí, Eddunni eða Smyrli bjóðum við þér kyrrláta siglingu með kafskipi af Vodkagerð. Lagt af stað frá Ingólfsgarði hvern fimmtudag kl. 21:00. Damlað út bugtina í landgöngupramma frá hernum. Við Gróttu er sigið um borð í hin lystifögru kafskip okkar. Siglt til meginlands Evrópu með viðkomu í norska skerjagarðinum þar sem fram fara ókeypis flugeldasýningar að næturlagi. Landganga í tunglskini í einum af sænsku innfjörðunum innifalin í verðinu. Tökum bílinn í slef. Önnumst endurryðvörn í áfangastað. Afbragðsgóð greiðslukjör: Hægt að borga með ýmsu djönki að heiman; Gömlum gallabuxum, nælonsokkum, hljómplötum með Björgvini Halldórs- syni, tyggjói og jafnvel íslenskum krónum. Þetta er ævintýraferðin í ár! Engar nánari upplýsingar. Óþarfi að panta. Nóg framboð af kafskipum. KAFSKIP 22

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.