Spegillinn - 01.05.1983, Page 22
Loksins
eitthvað
almennilegt!
Ferðaþjónustan Kafskip býður upp á ævintýraferðina í ár: Millilandasigl-
ingar á hafsbotni.
Á meðan aðrir fljúga eða velkjast á úfnu hafi, ælandi og spúandi á Maxím
Gorkí, Eddunni eða Smyrli bjóðum við þér kyrrláta siglingu með kafskipi af
Vodkagerð.
Lagt af stað frá Ingólfsgarði hvern fimmtudag kl. 21:00. Damlað út
bugtina í landgöngupramma frá hernum. Við Gróttu er sigið um borð í hin
lystifögru kafskip okkar.
Siglt til meginlands Evrópu með viðkomu í norska skerjagarðinum þar
sem fram fara ókeypis flugeldasýningar að næturlagi.
Landganga í tunglskini í einum af sænsku innfjörðunum innifalin í verðinu.
Tökum bílinn í slef. Önnumst endurryðvörn í áfangastað.
Afbragðsgóð greiðslukjör: Hægt að borga með ýmsu djönki að heiman;
Gömlum gallabuxum, nælonsokkum, hljómplötum með Björgvini Halldórs-
syni, tyggjói og jafnvel íslenskum krónum.
Þetta er ævintýraferðin í ár!
Engar nánari upplýsingar. Óþarfi að panta. Nóg framboð af kafskipum.
KAFSKIP
22