Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 16

Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 16
Og hér kemur önnur geinin um pólitísku ættfræðina en sú fyrri vakti þjóðarathygli og mun verða notuð sem kennslu- bókardæmi í ýmsum greinum við Háskóla íslands svo og við óæðri skóla. Má þar nefna stjómmálafræði (kennari Ólaf- ur Ragnar Grímsson), lögfræði (kennari Gunnar Schram), mannfræði (kennari Sigríður Dúna Kristmundsdóttir), líf- fræði (kennari Guðmundur Einarsson) og apafræði (kenn- ari Haraldur Ólafsson). Meðal óæðri skóla má nefna Héraðs- skólann í Reykholti (kennari Ólafur Þórðarson), barnaskól- ann í Varmahlíð (kennari Ragnar Arnalds) og Gagn- fræðaskólann á Húsavík (nem- andi Koibrún Jónsdóttir). Áður en lengra er haldið er mér skylt og Ijúft að leiðrétta ýmsar smávægilegar villur sem slæddust inn í fyrri grein- ina en slíkt getur alltaf gerst þar sem ættfræði er annars vegar. Humanum errare est, það er mannlegt að villast í vitlaust ból. Þannig verður að upplýsa hér að Olafur Ragnar Gríms- son er ekki kominn af Skúla fógeta í beinan karllegg (því miður) og er margfaldlega beðist afsökunar á mistökun- um. Feillinn uppgötvaðist af félaga mínum, ættfræðingn- um Dofra Skúlesen, og var tilkynntur til viðkomandi rétt fyrir beina útsendingu í sjón- varpssal. Var það enda aug- ljóst í þættinum að Ólafur Ragnar var ekki nema hálfur maður, svo var hann daufur í dálkinn. Féll hann í kosning- unum og er jafnvel talið tví- sýnt að ðlafur haldi prófessors- stöðu sinni í pólitískri ætt- fræði eftir að hið sanna kom í ljós. Rétt ættfræði eftir að hið sanna kom í Ijós er svona: Ólafur Ragnar Grímsson rak- ara Kristgeirssonar Jónssonar í Bakkakoti Jónssonar gríss Magnússonar í Látalátum (bær í Rangárvallasýslu) Sigurðs- sonar sýs ícignarfall af sýr, nú oftast SIS). Önnur smávilla læddist og með. Gunnar Schram er ekki bróðir þeirra Schramsystkina: Ellerts, Bryndísar og Magda- lenu, heldur að sjálfsögðu faðir þeirra enda leynir ætt- föðursvipurinn sér ekki. Og hann er þá vitanlega tengda- faðir Jóns Baldvins Hanni- balssonar sem náði glæsilegri kosningu fyrir atbeina Tófu- vinafélagsins og Gunnars. Þetta leiðréttist hér með. Og þá er best að snúa sér í alvöru að ættfræðinni og taka fyrir hinn fríða kvennaflokk sem nú fyllir sali alþingis. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir pulsusala Jónssonar (hún er fjarskyld Ásgeir Hannes Eiríkssyni) er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera vel gift inn í Reykjahlíðarættina, þingmannaættina miklu sem getið var um síðast (gleymum Geir). Og það sem meira er. Maðurinn hennar er af sjálf- um Gautlandalegg Reykja- hlíðarættar (öfugt við Geir) sem er enn betra. Hann heitir Hjálmar Helgi Sigríðarson Jónsdóttur á Gautlöndum Pét- urssonar ráðherra á Gautlönd- um Jónssonar alþingismanns á Gautlöndum Sigurðssonar en hann var tengdasonur Jóns í Reykjahlíð. Kristín Halldórsdóttir. kona Dagblaðs-Jónasar, er hins vegar systir Svanhildar þeirr- ar er vann kosningarnar fyrir Vigdísi forseta um árið. Þær eru systurdætur Braga Sigur- jónssonar hundraðdagaráð- j herra og þeirra bræðra og náfrænkur Sandsbræðra. Þetta ættfólk hefur passað sig á því að dreifa sér um alla stjórnmálaflokka og tryggt þannig samtryggingu ættar- innar. Sú þriðja, Guðrún Agnars- dóttir læknir, er þeirra kyn- bornust enda er hún komin af Magnús lanshöfðingja Step- hensen sem stjórnaði landinu einn í marga áratugi. Þannig hefur Stephensenættin á nýja leik hafið tangarsókn inn í Völdin. Guðrún er dóttir Agn- ars Guðmundssonar skipstjóra en hann er sonur Elínar Step- hensen, dóttur Magnúsar landshöfðingja. 16

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.