Fálkinn - 07.06.1933, Blaðsíða 45
F A L K I N N
43
Nore^iir
sem ferðamaiMialamd^
Eftir G. BERG LAMPE.
G. fíerg-Lampe.
Úr Romsdalsfirði.
brenna undir fótum sjer og
lögðu þessvegna út i ókunnan
geiminn til þess að leita sjer
að i nýjum viðfangsefnum •
eða það voru landkönnuðir,
sem leituðu nýrra og ókunnra
landa til þess að leysa ráðgát-
ur og svala löngun sinni til
dáða.
Nú er heimurinn ekki eins
mikil gáta og áður var. Menn-
irnir hafa gert jörðina sjer
undirgefna - og himingeiminn
lika nú eru ókunnu löndin
varla til framar.
Það voru endurbætur sam-
göngutækjanna, sem gerðu
skemtiferðalögin kleif. Blöð,
timarit og aðrir fræðslumiðlar
færðu almenningi upplýsingar
um önnur lönd og aðrar þjóðir
og juku jafnframt á forvitnina
og efldu löngun fólksins til að
sjá það, sem um hafði verið
lesið. Samtímis þessu varð lífið
einkum í stórbæjunum —
svo erilsamt og æsandi að fólk
fór að finna til sívaxandi þarf-
ar á því, að leita nýrra um-
hverfa og njóta þar hvíldar og
heilsubótar. Auk þess fór ein-
hæfnin í störfum öllum vax-
Við höfum nýlega haldið há-
tiðlegt hundrað ára afmæli
mesta þjóðskálds Noregs og
væri þá ef til vill ekki úr vegi,
að taka sjer í munn orð úr
kvæði eftir Björnson, þar sem
hann segir: „Undrer mig' pá
hvad jeg fár á se over de höje
fjeller“, þvi að þessi orð eru í
raun og veru undirstaða allra
ferðalaga.
Það er útferðaþráin, löngun-
in til að sjá önnur löhd og
annað fólk, sem knýr oss til
að leggja land undir fót.
Útferðaþráin hefir ætíð verið
vel vakandi með norrænum
þjóðum. Víkingarnir gömlu
hrutu heilánn um hvað þeir
mundu ía að sjá hinumegin við
hafið mikla, jafnvel þó að það
væri ekki fyrst og fremst
fræðsla, heldur annað áþreif-
anlegra, sem þeir sóttust mest
eftir. — —
í gamla daga voru skemti-
ferðalög í rauninni ekki til.
Þeir sem þá hleyptu heimdrag-
anum voru ýmist æfintýra-
menn, sem fundu foldina
Næröfjörður.
Úr Geirangursfirði.