Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1933, Blaðsíða 52

Fálkinn - 07.06.1933, Blaðsíða 52
50 F Á L K I N N Finse, hæsta stöðin á Bergensbraut inni, 1222 metrar ufir sjó. er og sjest aðeins niður í Fláms- dalinn, en þarna í nágrenninu er hið ágætasta útsýni og lands- lagið mjög lirikalegt. Rjett hjá stöðinni er Vatnahalsen Turist- liotel, sem stendur í brattri t'jallslilíð og sjer þaðan niður í Flámsdalinn og yfir veginn niður í Sogn, i ótal hlykkjum og bugðum, margfalt fleiri og flóknari en á Kambaveginum lijer. Að Myrdal er 50 km. leið frá Voss. Myrdal er 807 metrum yfir sjó en eftir 13 km. akstur er rnaður kominn í 1100 metra hæð jTir sjó, á slöðina Halling- skeið. Stendur stöðin utan i hlíð og er yfirbygð, til þess að verjast snjó og skriðum. Jurla- gróður er þarna sem enginn, en mestan tíma ársins er þarna snjór yfir öllu að kalla má, því að þarna er ein mesta snjóa- kistan á allri Bergensbrautinni. Þarna hittust fyrrum Halling- dalsmenn og Sygnir og Harð- angursmenn og höfðu hestakaup og önnur viðskifti. Leiðin upp að Finse liggur víða í jarðgöng- um (m. a. Reinungatunnelen, sem er 1600 metra langur) eða er yfirbygð, því að á annan liátt er ekki hægt að verjast snjónum, sem oft verður 6 metra djúpur á jafnsljettu þarna, en alt að 10 metra í hlíðum. Á þaki sumra yfirbygginganna þarna hefir verið mældur 15 metra djúpur snjór. Skömnm áður en komið er að Finse, úr vesturátt, er far- ið yfir hæsta depil brautarinn- ar, 1301 meter, við Taugevatn, sem liggur á vatnamótum aust- ur og vestur. Var kaflinn frá Myrdal og þangað erfiðastur viðureignar að leggja af allri brautinni, sakir bins gífurlega snjókyngis og hallans sem alls- staðar var mikill, svo að leiðin var vandfundin, þannig að hvorki væri farið fram úr á- kveðnu hallamarki nje beygj- urnar yrðu of krappar. Grava- hals-jarðgöngin við Myrdal þóttu merkismannvirki í sinni röð Undirbúningur undir bor- unina tók l1/^ ár, og sjálfur gröfturinn byrjaði 1902 en fjór- um árum síðar var verkið full- gert. Holurnar, sem boraðar voru til sprengingar á þessum göngum voru 350.000 alls og hver um meter á dýpt að með- altali og voru þrýstilofttæki noí- uð við borunina. En 225 smá- lestir af sprengiefni fóru ti! verksins. En á leiðinni yfir sjálft fjallið varð að nota þrisvar sinn- um meira sprengiefni, svo að víðar þurfti að ryðja burt steini en í jarðgöngunum. Finse lieitir sú stöðin, sem hæst er á jámbrautinni og ligg- ur skamt fyrir austan Tauge- vatn, 190 km. frá Bergen en 302 frá Osló, í 1222 metra hæð yfir sjó. Á Finsevatni, sem stöð- in stendur við, er að jafnaði ís fram yfir júnílok og leysir stundum ekki fyr en um miðjan júli og geta menn ráðið af því, hvernig umliorfs sje þarna. HarðangursjökuIIinn er þarna skamt frá og má þvi segja, að hægt sje að ganga á skíðum á Finse allan ársins hring. Þar er stórt gistiliús og fjölsótl hæði af innlendum mönnum og út- lendum, ekki síst vor og sumar, því mörgum þykir of illviðra- samt þar um háveturinn, þó eigi sje þar að jafnaði eins mik- ið veðraviti og á stöðvunum næstu fjTÍr vestan. Þar er skautaskáli, sem notaður er til skautalilaupa allan veturinn en á sumrum eru þar tennisbraut- ir. Á Finse eru tæki til að halda brautinni opinni í snjóum, snjó- plógar og sterkar eimreiðir og 50—60 manns hafast þarna við að staðaldri yfir veturinn til þess að fara með vjelar þessar og moka snjó, ef á þarf að halda. Snjóplógarnir hafa 1200 —1500 liesta afl og grafa geil- ar í fannirnar, svo breiðar að lestin geti runnið i gegn. — — Frá Finse fer landinu að lialla til austurs niður í Usta- dal og Hallingdal. Eftir 50 km. akstur er komið niður að Geilo, fram hjá stöðvunum Haugastöl, og Ustaoset. Þá fer að sjást skógargróður á ný, eftir óslitnar háfjallauðnirnar frá Upsete, yf- ir 100 km. vegalengd, þar sem brautin liefir legið yfir 800 m. yfir sjávarmáli og fyrir ofan skógargróðurinn. — Þessi kafli Bergensbrautarinnar er merk- astur, bæði fyrir umbverfi sitt og sem mannvirki. — Það eru til brautir, sem liggja liærra og jarðgöng, sem eru lengri ,en þær brautir liggja nær hitabeltinu og veðráttan því viðráðanlegri. Það var mjög um það deilt í Noregi áður en brautin var lögð, bvort það rnundi reynast kleyft að halda henni opinni nema há- sumarið og þær raddir ljetu mjög til sín heyra, sem spáðu fyrirtækinu ófarnaðar. En nú er fengin 24 ára reynsla fyrir rekstri brautarinnar, og það hef- ir ekki orðið nema örsjaldan, sem samgöngur liafa tepst dag og dag í senn og suma vetur aldrei. En það hefir reynst kostnaðarsamt að lijóða snjón- um byrginn. Á báfjallinu ma sjá fjöldann allan af skíðagörð- um, sem bafa það hlutverk að bægja fannmyndun frá braut- arlínunni og hafa þessir skrið- garðar verið settir upp smátt og smátt, eftir þvi hvar reynsl- an hefir sýnt þörf á þeim. Og þess er vert að minnast, að þó að 184 jarðgöng sjeu á braut inni milli Osló og Bergen, þá eru ekki nema fáein þeirra yf- ir kílómeter á lengd, en flest ekki nema fáir tugir metra. Hinsvegar hefir orðið ,að byggja vfir brautina á svo mörgum og löngum köflum, að alls eru 73(4 km. eða nær sjöundi hluti af brautinni ýmist í jarðgöngum eða undir þaki. Eftir að komið er frá Geilo austur á bóginn liggur braut n í bygð alla leið til Osló. Fyrst eftir endilöngum Hallingdal. Er sá dalur einn af frægustu döl- um Noregs, ekki eins breiður og búsældarlegur eins og t. d. Guðbrandsdalur, því að liann er miklu þrengri og blíðarnar brattari, en skógarliögg er þar mikið og fjöllin skógi vaxin upj) úr. Á ein fögur rennur eftir dalnum og hreiðist víða úl og verður lík stöðuvatni. Svo er t. d. við stöðina Ál, ofarlega í dalnum, og svo neðst i honum, þar sem brautin skilur við liaiin. Þarna í dalnum er fjöldi þorpa og smábæja og má nefna af þeim Gol, sem er samgöngu- miðstöð dalsins og liggja þaðan leiðir norður í Sogn og austur í Valdres, og ennfremur Nes- byen, sem er stærsti bærinn í Hallingdal og embættismanna- setur; þar er merkilegt safn ýmsra bygðamenja úr dalnum, er sýnir ýmiskonar húsagerð þar alt frá 14. öld. Dalbúar eru að mörgu leyti sjerkennilegir menn, fornir í skapi, einkum hið efra í fjallabygðinni og fast- heldnir í fornar venjur. Við vatnið Kröderen neðst í Hallingdal yfirgefur brautin dal- inn og bregður sjer í gegnum jörðina austur í Soknedal í 2313 metra löngum jarðgöngum. Soknedalur er frægur fyrir það, að bvergi eru eins miklir vetr- arkuldar í sunnanverðum Nor- egi og þar. Er nú skamt að Ilönefoss, en þar er brautar- miðstöð í ýmsar áttir, timbur- myllur miklar við samiiefndan foss i ánni Begna og er þar farið yfir lengstu brúna á allri leiðinni, 215 metra langa og hið mesta mannvirki. Frá Hönefoss liggur brautin svo beint austur á bóginn til Roa og er það úrleiðis, en krók- urinn gerður til þess að geta notað braut, sem fyrir var milli Roa og Osló, síðasta áfangann. Liggur leiðin um mishæðótt láglendi, skógi vaxið sumstaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.