Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1933, Blaðsíða 58

Fálkinn - 07.06.1933, Blaðsíða 58
50 Mtuj. Culorin Gjessing fulllrúi viö Xnrslctt þjóðmenjasafniS. Versta samgöngutorfæran í Noregi í gamla daga var skóg- urinn. Undir eins og komið var upp fyrir hann, á fjöllin, var vandalaust að komast áfram. Upphleyptir vegir voru hvergi. Ætti að fara riðandi eða með klyfjahest var skógurinn ófær. Uessvegna urðu það ræktuðu hygðarlögin eða fjallið, sem urðu alfaraleiðir inni í landi en við ströndina var það sjóleiðin. A skiftingu i sveitir má víða á veslurlandinu sjá það enn í dag, að sjórinn balt fremur saman en skildi að. Atvinna Norð- manna með ströndum fram lief- ir aldrei verið og er eigi held- ur enn, landhúnaður eingöngu. Fiskveiðar og sjávarafli yfir- lcitt liefir jafnan verið mjög mikilsverður stuðningur. Er því eigi að furða, að báturinn hafi verið afar þýðingarmikill fyrir norska menningu. Enda eru l>að líka skipafundirnir frá vik- ingaöld, sem mest liefir verið lekið eftir út á við, í norskri fornfræði. Skip þau sem varðveist liafa frá víkingaöld falla öll undir þá gerð skipa, sem kölluð voru „karfar“ til forna — voru þeir stærri en bátar en minni en langskipið. Svo var um Tune- skipið, skipin frá Gaukstad og Osabergi í Yestfold og frá Körmt við Haugasund. Af Tune-skipinu og frá Körmt er aðeins litið eft- ir. En Gaukstads- og Ósabergs- skipin voru svo heilleg, að liægt var að gera við þau þannig að ekki skeikaði. Eins og karfarn- ir hafa víkingaskipin okkar ver- ið eign einstakra manna, liöfð- ingjanna. Og af byggingarlaginu má sjá, að þau hafa flest verið ætluð til ýmissa nota. Að frá- gangi til sýna þau sjerkenni, er bera volt um fullkomnun í skipasmíðum. Ósabergsskipið liefir tæplega verið ætláð til útbafsferða en er eflaust sýnishorn af hinum fegurstu skemtiskipum víkinga- aldarinnar. Það er fallegl i l<)g- un og rennilegt en of lágl á borðið til þess að geta þolað mikinn sjógang og á því er eng- inn yfirborðsstokkur eða„skvettu FÁLKINN Víkijngaskipino Eftir Gutorra Gjessing magister. horð“ eins og á Gaukstadsskip- inu. En það hefir sópað að þessu ski])i ))egar Ósabergsdrotningin fór á því skemtiferðir i l)lið- viðrinu um firðina, er hún gerði höfðingjunum i nágrenninu heimsóknir. Háreist stefnin liafa uáð um fimm metra vfir sjávar- borðið, öll með fögrum útskurði i trje og enda með ormamynd- um sem snúast í odda. Utskurð- urinn á stefnunum sýnir greini- lega að skipið hefir verið ætl- að til skemtisiglinga, og svo vandaður er þessi trjeskurður, að höfundur lians má teljast meðal bestu trjeskera víkinga- aldarinnar og er þá eigi lítið sagt. Því þegar frá eru talin skáldakvæðin mun engin list- grein liafa verið með eins mikl- um blóma á vikingaöld og trje- skurðurinn. Það er yfirleitl af Ósabergsskipinu, sem vjer höfum lært að'þekkja liinn fjölbreytta útskurð víkingaaldarinnar, fyrst og fremst. Auk fjölda margra l)úshluta og muna fanst með Ösabergsskipinu einn vagn, þrír sleðar, hinar alkunnu öndvegis- súlur með dýrahöfðunum o. fl., alt með prýðilegum útskurði. Prófessor H. Shetelig í Bergen, sem þekkir útskurðinn frá Ösa- bergi betur en nokkur annar, hefir getað sýnt fram á, að margir trjeskerar hafi verið að verki í kongsgarðinum á Ósa- bergi. Það voru ekki aðeins skáldin sem fóru stað úr stað og nutu góðs af listhneigð kon- unganna. Trjeskerarnir hala ferðast um á líkan liátt og skáldin. Tvær konur voru heygðar í Ósabergsskipinu. A. W„ Brögger prófessor hefir getið þess til að það sjeu Asa drotning, móðir Hálfdáns Svarta og ambátt henhár og hefir rökstutt þá til- gátu ítarlega. Þó getur verið nokkur vafi á að hún sje rjett. En vissnlega mun það hafa ver- ið kona af konungsætt, sem þarna var lieygð. Vagninn lilýt- ur að hafa verið ætlaður til notkunar við tækifæri sem snertu átrúnaðinn og bendir ef til vill á að konan hafi verið hofgyðja og þá goðsins Freys. Frá íslandi þekkjum vjer stór- ættaða konu sem var Freys- gvðja, nfl. Þuríði hofgyðju, hálfsystur Þórðar Össurarsonar Freysgoða. Gaukstaðaskipið er eins og áður er nefnt annarar tegundar og miklu sterkbygðara. Það hefir löngum legið í láginni hjá Ósbergsskipinu en eftir að skip- ið var endurbygt, er það degin- um ljósara að það stendur því framar sem skip. Það er líka stærra og er 30 metrar á lengd milli stafna. Er skipið langt i hlutfalli við breiddina og hefir því verið hraðskreitt. Það er mjög flatbotna og liefir því far- ið vel í sjó. „Skvettuborðin" eru há og hefir skipið því þol- Próf. A. IV. nrögger, sem beilli sjer fyrir bygging skálans fgrir vilcinga- skipin norsku, og varðveislu þeirrtt . .frá skemdum. ð ágjafir vel. — Öll hafa |)cssi skip verið bæði til róðra og sigl- inga. Gaukstaðaskipið hefir ver- ið sextánróið og þannig verið af sömu stærð og stærsti karfinn sem íslendingasögur segja frá (Grettis saga 8. kap.), en skipið frá Körmt hefir aðeins verið áttróið. Rannsókn skipasmið- anna á Norðurlöndum áður en sögur hófust sýna ljóslega bve vel menn liafa kunnað til þeirra á vikingaöldinni, samanborið við eldri tíma. Og Gaukstaða- skipið er talið það lullkomn- asta sem við höfum að sýna í þessari grein. Lögun og línur er rjett og nákvæmlega reiknað þannig að farið þoli sjó eins vel og unt er, jafnframt þvi að skipin gangi sem best hvort lieldur er fyæir árum eða segl- um. Liggja að baki þessú merki- leg og löng prófun og rannsókn, sem ekki skal farið út i hjer. Vagninn sem fansl í Ósabergsskipinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.