Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 9
50—51 XI, Reykjavík, laugardaginn 17. desember 1938. Bariiið heilag:a. „En það bar til um þessar mun.Hr, að boð kom frá Ágústus keisara um að skrásetja skglcli alla heimsbygð- ina." Þannig byrjctr hin undurfagra frá- sögn jólaguðspjallsins um fæðingu Jesú. ímyndunarafl vort sjer stóra skara fólks í hinu volduga Róma- ríki, sem eru á ferð samkvæmt boði keisarans: „Fóru þá allir lil að láta skrásetja sig hver til sinnar borgar." Þegar maður sjer stóra skara af fólki, vaknar þessi hugsun i huga manns: hvaða þýðingu hefir það, hvort það er einum fleira eða færra í þessum skara? Biblian talar um einn í hinu mikla þjóðahafi, einn, sem hafði mikla þýðingu ekki að- eins i svip eða fyrir nokkra menn, heldur fyrir allan heiminn, tímann, eilífðina. Biblían segir að barn hafi fæðst meðan á skrásetningunni stóð. Það voru eflaust fleiri börn, sem fædd- ust þá. Jólaguðspjallið talar um barn- ið, sem fœddist i Betlehem þessa ókyrru daga. Og nú stöndum við andspænis undrinu mikla, að þetta barn varð meira cn öll önnur börn, það varð Barnið, jólabarnið, Jesúbarnið, sem atlir þekkja, háir og lágir, og þar sem fólk þekkir ekki þetta barn, býr það entiþá í dauðskuggans dal. Það er þetta barn, sem setur ein- kenni sín á jólin. -— Ef þið sviftið jólin Jesúbarninu, þá missa þau kraft sinn; hátiðleik og hlýju. Barnið, sem varð Jesú Kristur, setur enn i dag, guði sjen þakkir fyrir það, svip sinn á heiminn: heimurinn er vissulega vondur og ófullkominn, en þurkið út Krists- áhrifin í honum og þá mundi best sjást hvernig ástatt yrði. Hinn heilagi, sem fæddist á jólanótl- ina, var samkvæmt boðskap eng- ilsins sonur guðs. Og svo elskaði guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn. Barnið heilaga hefir sínu ákveðna hlutverki að gegna í heim- inum og mannlifinu, hlutverki, sem því er af guði gefið. „í dag er yður frelsari fæddur". Frelsari er sá sem bjargar úr neyð, hœttum og örðugleikum. Mannkyn- ið hefir altaf verið nauðulega statt og er enn í dag. En biblían scqir að neyðin mesta sje syndaneyðin: maðurinn lifir án guðs, fer burt frá guði, er óhlýðinn og fullur upp- reistar gegn .honum. t þessu er fólg- ið upphaf neyðarinnar og af þessu er sprottin dýpsta neyðin, þegar guð byrgir ásjónu sínajyrir honum. En boðskapur engilsins segir oss, að barnið heilaga hafi komið til þess að frelsa oss úr neyð syndar og dauða. Það lifði meðal syndugra manna til að hjálpa þeim og frelsa þá. Það gekk að lokum i dauðann fyrir synduga menn. Boðskapurinn um fœðingu barns- ins heilaga hefir að segja oss þetta: hann er fœddur, sem ber vora neyð sem sína eigin neyð gegn um þján- ingar dauðans til þess siðan að geta gefið oss hina dýrmætu gjöf hjálpræðisins. Þessvegna verður alt jólagnðspjallið sterk hvöt til vor um að bera neyð vora til Krists. Neyð syndarinnar, neyð ófullkomleika vors. „Hann er drottinn Kristur". Þessi undursamlegi boðskapur engilsins gefur til kynna, að barnið heilaga sje konungur, sem sigrast skuli á valdi hins illa og í nafni guðs drotna yfir heiminum, mönn- unum til gleði og blessunar. I hon- um rætist orð hins gcimla sáttmála: „Barn er oss fætt, sonur er oss gef- inn, á hans herðum skal konung- dómurinn hvila." í honum cr fólgin uppfylling orðanna í Nýja Testa- mentinu: „Guð hefir gefið honum nafnið, sem öllu nafni er æðra." Boðskapur jólanna um barnið heii- aga er boðskapurinn um konung himnanna, konunginn eilifa, sem við lok tímans safnctr öllum mannanna börnum undir veldissprota sinn. Við vitum hvað biblian segir nm þetta, og hvað kristin trú hefir inni að halda í þessu efni. Jesús Kristur er frelsarinn meðal mannanna. • - Hann kom til þeirra með krafti himnarikisins, náð og sáluhjálp. Hann gaf mönnunum nýja trú og nýtt lif. Og lýðurinn sagði: „Alt hefir hann vel gjört'. Og að lokum vottaði hann mönnunum sigur sinn þegar hann opinberaði sig sem höfð- ingi lífsins fyrir þeim sem á hann trúa og gaf þeim með því sigur- hátíð sæla og bliða. Jóladagurinn bendir fram til páskadagsins: fæðing barnsins i heimiiui liefir í sjer fólgið fyrirheit- ið um sigur Krists yfir heiminum og valdi hans. Jólaguðspjallið hvet- ur oss til ihugnnar um dýpstu verð- mæti lífsins og leiðir oss fram fyrir hann, sem getur gefið oss hlutdeild i því lífi, sem er sterkara en synd og dauði. Og kristin trú sannar oss það að hinn lifandi drottinn mætir oss í kirkju sinni og söfnuði. Þeg- ar vjer opnum hjörtu vor fyrir honum byrjar hann hið góða verkið i oss og hjálpar oss til að verða að nýjum mönnum. „Dýrð sje guði l upphæðum". — Þegar við minnumst þess sem hið heilaga barn jólanæturinnar hefir fyrir oss gert skiljum við fögnuð og lofsöngva himneskra herskara við komu þess. Megi hjörtu vor lofa guð og þakka honum fyrir hið dá- samlega verk, er hann hefir gert og gerir og heldur áfram að gera fyrir Jesú Krist. Að taka undir englasöng jólanœturinnar er að biðja: Himneski faðir, allur heim- urinn er Jiinn. Þínir viljum vjer vera. Tak þjer bústað í hjörtum vorum fyrir þinn elskulega son. Frelsaðu heiminn og leið manns- sálirnar á rjettan veg.... Dýrð sje guði i upphæðum og friður á jörðu. GLEÐILEG JÓLl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.