Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 12
0 F Á L K I N N Inger Löchte Allir íslendingar þekkja Gunnlaug Blöndal málara sumir í sjón og reynd, en fleiri af verkum hans, sem með hverju ári hljóta betri við- urkenningu og breiðari sess í með- vitund þjóðarinnar. Sumir íslendingar þekkja líka fru Blöndai, konuna hans, sem í Dan- mörku lieitir Inaer Löchte, en okkur íslendingum, sem þekkja hana, finst ennþá vœnna um, að mega kalla Inger Löchte Blöndal. Hún er mál- ari eins og maðurinn hennar. Yndis- leg manneskja í allri umgengni eins og maðurinn hennar. Lifir fyrir list- ina eins og maðurinn hennar. Og eiskar ísland. — — — Inger Löchte Blöndal kom fyrst hingað til lands ásamt Gunn- laugi sumarið 1928. Næst var hún hjer 1930 á því herrans ári 1930. Síðan hefir hún komið hingað sem næst annáðhvert ár, eða árin 1933, 1935 og nú í sumar. Hún hefir mál- að hjer allmikið, en ekki haldið sýn- ingu nema tvisvar. Nokkur málverk hefir hún selt hjer á landi, m. a. seldi hún 7 myndir hjer síðastlið- ið sumar, svo að þegar landið hefir ráð á húsakynnum fyrir málverk þau, sem það eignast, gefst íslend- ingum kostur á, að sjá hvernig hún málar, danski listmálarinn, sem er konan hans Gunnlaugs Blöndal. Þegar Inger Löchte kom hjeðan að heiman í haust tók hún til við, að koma s;er upp nýrri málara- stofu. í ritinu „Louise-foreningens Blad,“ nóvemberheftinu, birtist da- lítið viðtal við Inger Löchte, en á forsíðu sama rits er mynd af mál- verki Gunnlaugs Blöndal af Alex- andrinu drotningu, sem hann hefir gert fyrir íslensku ríkisstjórnina. — „Mörgum okkar hjer í Danmörku hættir vist til þess, að halda, að daglegt líf á íslandi byggist enn þann dag i dag á venjum söguald- arinnar, og þessvegna verð jeg að eyrunum eintómum, er jeg hlusta á frú Blöndal segja mjer frá ölluni þeim framförum, sem orðið hafa þar á síðustu árum.“ „Sjerstaklega hefi jeg orðið hrif- in af framforum þeim, sem orðið hafa þar, hvað hýbýli snertir,“ seg- ir frá Blöndal. „Fjöldi gamalla timb- urhúsa hefir sem sje orðið að þoka fyrir nýtísku steinsteypuhúsum, en jafnframt hefir fólk notað tækifærið til þess, að taka upp ýmsan ljetti ta-kninnar á hinn hagkvæmasta hátt, til þess að Ijetta húsmóðurinni dag- legu störfin í undraverðum mæii. Rafmagnið er ódýrt, vegna þess hve auðvelt er að afla þess og þeim fjölgar nú óðum, sem aðeins nota rafmagn í eldhúsinu. Það er áreið- anlegt, að mörg húsmóðirin í Kaup- mannahöfn mundi blikna af öfund ef hún sæi, hve fyrirhafnarlítið það er, að starfa i islensku nýtísku- eldhúsi. Miðstöðvarhitun er algeng í bænum, og ýms hús í Reykjavík hafa þegar fengið uppliitun frá laug- unum fyrir innan Reykjavík.“ Næst spyr blaðamaðurinn frú Blöndal um mataræði i Reykjavík — hvaða matur sje helst eldaður í hinum nýju tískueldhúsum í Reykjavik. „Það er líkt um það eins og hjer; en ekki vil jeg láta þess ógetið, að kökubakstur er þýðingarmikill þátt- ur í matartilbúningnum. Fólk kemur mikið saman í íslenskum bæjum og oftast er boðið upp á kaffi og kynstrin öll af heimabökuðum kök- um. Þar vil jeg sjerstaklega nefna lagköku og tertu með sultumauki milli laganna, og má þar sjerstak- lega nefna bláberjasultu, þvi að þessi árin er ekki hægt að fá ávexti flutta inn frá útlöndum. í görðunum — Blöndal. ræktar fólk rabarbara og ribsber — meðal annara orða sagt, er gaman að minnasl á, live áhugafúst íslenskt kvenfólk er um garðrækt. í görðum og gluggum eru hin fegurstu blóm — bæði rósir og nellikkur — og þegar kemur að laugunum hlasa við stór og mikil vermihús, þar sem vínber og tómatar er ræktað með ágætum árangri.“ Nú spyr blaðspurull næst um vinnukonurnar á íslandi og aðstöðu þeirra. „Það er alveg eins og hjá okkur hjerna“, segir frú Inger. „Ungu stúikurnar vilja heldur taka há- káupsvinnu stuttan tíma ársins, svo að íslenska húsmóðirin verður fegin að hafa þægilegt eldhús og bjargast sjálf.“ Þegar blaðamaðurinn spyr, hvort það sje algengt á íslandi, að giftar konur hafi atvinnu sjálfar svarar frú Blöndal: „Nei, það er öðru nær! íslenskar konur lifa fyrir heimili sitt og börn; en jafnframt því hafa þær mörgum áhugamálum að gegna innan vjebanda heimilisins. M. a. má nefna, að nú er fallegi vefnaður- inn aftur kominn til heiðurs og virðingar, — nóg er af ullinni og hún lituð úr íslenskum jurtalitum. Annars mun mörgum þykja, að eðli- Iegu ullarlitirnir: sauðsvart, hvítt og mórautt, prjónað í gömlum ís- lenskum gerðum, sje það einna fal- legasta.“ Næst spyr blaðamaðurinn um tækifæri til opinberra skemtana i Reykjavík. „Það er ekki mikið um þau. Þjóð- lcikhúsið íslenska er ekki fullgert enn. Þegar útlendir listamenn koma til borgarinnar, koma þeir fram í samkomuhúsum og eiga jafnan að fagna góðri aðsókn, livort heldur e um hljómleika eða leikrit að ræða. Þarf ekki lengra að vitna, en til heimsóknar þeirra Reumertshjón- anna. En að öðru leyti: fólk spilar mik- ið bridge, maður hlustar á útvarpið -- ísland hefir úlvarpsstöð fyrir sig — og svo er mikið lesið. íslendingar eru sjerstaklega vel hneigðir til mála kunnáttu, og eiga ágæt bókasöfn, einnig að þvi er snertir útlendar bókmentir. Það er enganveginn ó- sjaldgæft, að íslenskur bóndi setjist með íslenska bók í hönd; málið hefir hann lært af eigin ramleik. — -----Nú er risinn upp áhugi fyr- ir sundi. Vegna lieitu lauganna hefir verið hægt að byggja margar heitar sundlaugar. Og út um bygðir Iands- ins hafa risið upp lýðskólar, þar sem mjög er lagt stund á íþróttir. Og ef nægir peningar væru fyrir hendi mundi bráðlega rísa upp heilsuhæli með brennisteinsböðum. Skólarnir hafa einnig tekið að sjer mikilsverðar heilbrigðisumbæt- ur. í Reykjavík og á Akureyri eru sjerstakir skólatannlæknar og á vetr- um fá börnin % mjólkurlítra og skamt af þorskalýsi á dag. Auk þess fá börn, sem koma frá fátækum heimilum morgunverðarböggul, með fjörefuaríku áleggi, og veikluðum börnum er veitt lýsing með kvarts- Ijcsum ókeypis." Þegar blaðspurull lætur í ljósi að- dáun sýna yfir því, hve vel sje gætt heilbrigðismálanna og hve langt ís- lenska þjóðin sje komin á veg um ýmsa hluti, bætir frú Inger Löchte við: En gleymið nú ekki að minnast á það líka, hve fögur og stórkostleg náttúra íslands er. Hinir fornfrægu islensku hestar eru nú viðast hvar horfnir og nýtísku bifreiðar komnar i ])eirra stað. Sem ferðamannaland á ísland möguleika sem engan grun- SAMKVÆMISKJÓLL. Það er hvorki sparað efni nje frumleg tilþrif í línum, hvað við- vikur samkvæmiskjólunum. En samt líkist tískan nú mjög því sem var löngu fyrir aldamótin. Þessi kjóll, er úr skífugráu silkisatin og er víddin tekin saman í slaufu um hnjeð. Kvenflugur verpa frá 120—150 eggj- um i einu, eggin verða að lirfum eftir 8—24 tima; fáum dögum seinna eru þær orðnar að fullvöxnum flug- um og eftir 2—3 vikur byrja þær svo aftur að verpa eggjum. ar nú. Þjer munuð vita, hve hrifin krónprinshjónin voru af komu sinni til íslands í sumar — og svo fer flestum. — ísland á auðæfi af ein- kennilegum áhrifuin, sem mann lang ar að hitta — aftur og aftur.“ Þannig mælir málarinn Inger Löchte Blöndal fyrir munn hins danska blaðamanns. Jeg efast ekki um, að hún liafi sagt orðin ennþá betur, en þau hafa verið túlkuð hjer, því að bæði er blaðspurull maður ekki nema blaðamaður og í öðru lagi er ilt fyrir blaðamann. að spyrja um það sem hann hefir aldrei sjeð. En hitt er víst, að í íslandi á frú Inger Löchte Blöndal vin, sem með mörgum málverkum sínum hefir sýnt og sannað, að hún s}cr ísland betur, en margir íslenskir menn. Það var íslandi vinningur, að liún skyldi verða til þess, fyrst allra danskra kvenna að koma hingað og mála hjer myndir. Þó það væri ekki nema mvndirnar „Hrútafellskot" og „Vík í Mýrdal" þá hefir hún unnið sjer til þess, að heita vinur íslands. — Fyrir utan alt annað, sem hún segir um ísland, og það hugarþel, sem hún ber til íslands. SK. BRAKANDI TAFT OG SKÍNANDI PERLUR. Hátíðlegur kvöldkjóll skreyttur í- saumuðum peru„motivum“. BREITSCHWANSPELS. Breitsclrwans er mjög eftirsótt skinn og er mikið saumað í skradd- arasaumaða pelsa. Auk þess að vera mjög fallegt er það svo mjúkt og liðugt að það tekur sig ágætlega út með pokabaki eins og þið sjáið á myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.