Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 15

Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 15
F Á L K 1 N N 9 Svíar eru fastheldnir viÖ sina fornu siði og telja það engin jól, ef lútfiskur er ekki á borðum. Með honum eru bornar kartöfl- ur og grænar baunir. Auk þess sem Svíar neyta lútfisks á að- fangadagskvöld bera þeir liann einnig á borð á gamlárskvöld og þrettándakvöld. Annars aldrei. Sem betur fer fanst okkur. Á aðfangadagskvöld og einnig á gamlárskvöld og þrettánda er og sjálfsagður hnausþykkur hrísgrjónagrautur og heyrir til að „ríma í grautinn“, en það er í því fólgið að um leið og liús- n'ióðirin rjettir grautardiskinn að manni, þá á maður að segja fram vísu eða vísubrot, sem verða á til á þessu sama augna- bliki og eins og gefur að skilja er þetta ckki að jafnaði merki- legur skáldskapur. En okkur var engin linkind sýnd, þó að við værum útlendingar. Við urðum að ríma i grautinn eins og aðrir. Um enga afsökun var að tala. Það kom í ljós á Björkliden sem alstaðar i Sviþjóð, þar sem við komum live mjög bar af um það hvað borð voru vel skreytl. Þegar litið var yfir matar- eða kaffiborð á Björlcliden máttisegja að skreytingin á þeim væri hrein- asta listaverk. Allavega útskorn- ir stjakar og rósaflúraðir jóla- dúkar gáfu borðinu sinn sjer- staka svip, og þá má ekki gleyma jólahöfrunum, sem eru búnir til úr stráum og stilt er upp á livert borð. Við þá er tengd ýmiskonar þjóðtrú og vart mun finnast það heimili i Svíþjóð, þar sem ekki gefur að lita stærri eða smærri stráhafur á jólunum. Hann er jafn sjálfsagður og jólatrje og jólakerti og má ekki vanta frem- ur en þau. — Klukkan er orðin 5 á að- íangadagskvöldið. Það er guðs- þjónusta í Tyringekirkju og við göngum öll sem á Björkliden dveljum fylktu liði til kirkjunn- ar með frú Ingrid í broddi fylk- ingar. Sleðarnir þjóta fram hjá einn af öðrum og loftið ómar af bjöllukliði. Guðsþjónustan er hátiðleg og jólasálmarnir eru sungnir og fólkið hefir fjölment hvaðanæfa úr þorpinu, svo að kirkjan er full. Presturinn er ungur maður, geðugur útlits, með glæsilega rödd. Að afstöðnum miðdegi, sem lialdinn var kl. 6, kom hár og boginn síðskeggur keifandi inn í stofuna með eittlivað fyrir- ferðarmikið á bakinu. Lítil stúlka, tveggja ára, sem var gestur á heimilinu flýði upp í fangið á mömmu sinni af ótta. Sá sem inn kom var enginn ann- ar en jólasveinninn (jultomten) eins og Svíar kalla hann. Hann var með stóran drelli á bakinu, og voru í honum julklappar (jólagjafir) til allra á heimilinu. Levsti nú gráskeggur gamli frá stóru skjóðunni sinni og fór að deila böglunum út. Rýndi hann lengi og vel á utanáskriftina á hverjum bögli og gekk siðan með hann til eigandans án þess að mæla orð frá munni. Þegar liann hafði lokið þessu verki gekk hann aftur ósköp hljóðlega út úr stofunni og var klappað óspart lof í lófa. Aldrei hvorki fyr nje seinna höfum við farið jafnsnemma á fætur á jóladagsmorguninn og i fyrra, þegar við vorum á Björkliden. Jólaóttan átti að byrja klukkan sex, og hennar vildum við ógjarna vera án. Við fórum því á fætur klukkan fimm og allir á heimilinu, því að ekki var að treysta á sein- ustu mínútu, vildi maður ná sjer i sæti. Aðsókn að jólaótt- nnni er allaf mikil. Jólaóttan verður okkur eflaust ógleyman- leg lielgistund. I dimmu nætur- innar stefndu stórir skarar fólks að einum punkti. Allir að einu marki — kirkjunni; hinu ytra tákni guðsrikisins bjer á jörð. Að hverju var alt þetta fólk að leita, er stefndi til kirkjunnar? Eilífa lífið i hjörtum þeirra kall- aði þá saman með hljómi kirkju- klukknanna. Og jólaóttan hefst með því að allur kirkjuheimur syngur hinn dásamlega fallega jólasálm Wallins biskups, langmesta sálmaskáld Svía: Var hálsad sköna inorgonstund, som av profeters helga mun ár oss bebádad vorden! Du stora dag, du sálla dag, pá vilken himlens válbehag ánnu besöker jorden! Unga sjunga med de gamla sig församla jordens böner kring den störste av dess söner. Sálm þennan er að finna í ís- lensku sáhnabókinni, nr. 62, i þýðingu Helga lektors Hálfdan- arsonar. Sjaldan eða aldrei höfum við verið við liátíðlegri guðsþión- ustu. Allir sungu með eða höfðu a í minsta kosti sálmabækur, annað þekkist ekki i Svíþjóð. Það hvílir yfirnáttúrleg lyfting yfir jólaóttunni sænsku, og eng- inn, sem er staddur í Svíþjóð á jólunum má gleyma þvi að vera viðstaddur jólaóttuna. Dagarnir á Björkliden voru hinir indælustu. Við áttum þar gleðileg jól sem erfitt er að eign- ast annarsstaðar en á heimilisinu. En Björkliden hefir þá eiginleika undir stjórn frú Nilsson að vekja þá tilfinningu hjá gestunum að þeir sjeu heima hjá sjer. Frið- ur og hlýja þessa heimilis er svo frábær. .Tólin liðu eins og unaðslegur draumur. Snjór hafði fallið nokkur eftir jóladaginn, svo að nú var alstaðar krökt af skíða- fólki í útjaðri þorpsins. Þarna var margt Dana á skíðum, en ekki virtist þeim lagin listin sú að standa á þeim. Danmörk er ekki likleg til þess að ala upp skíðaþjóð. Góða veðrið og sólin lokkaði tii úlivistar, og fólkið á Björk- liden fór i sínar skemtigöngur daglega. Var gengið upp á Sten- berget, sem er skamt frá Tyr- inge, en þaðan gefur gott útsýni yfir breiðar og lágar bygðir. Skánska sljettan blasir við af- mörkuð af liinu bláa Sundi, landamæralínu Sviþjóðar og Danmerkur. Leiðin til Stenberget liggur lengi gegnum skóg. Hann tjald- ar hvítu. Hvert trje er í mjallar- kápu. Þau minna á lifandi ver- ur, þar sem þau standa tigin og prúð lilið við hlið i óendanleg- um röðum. .---------Hrímskógur! Hrím- skógur! Eitt fegursta náttúru- fvrirbrigðið, er mannsaugað lítur. Hann opnaði okkur faðm sinn og töfraheim, einn morguninn, sem við vorum á Björkliden. Börkur og barr trjánna var hrími þakið eftir nóttina, og nú kom sólin upp og helti yfir það geislum sínum. Höll skógarins var reifuð unaðslegri dýrð, sem engin orð ná að lýsa. Hjerar þutu um skóginn sem örskot, íkornarnir rendu sjer upp og niður trjen eða tóku sín svif- ljettu stökk milli þeirra, og í tijátoppunum kvakaði skjórinn og bauð góðan daginn. Allur tími líður fljótt, og þá einkum ánægjustundirnar finst manni — og dvalardagarnir á Björkliden liðu alt of fljótt. Við kvöddum þar gamla árið með því að vera við guðsþjón- ustu í Tyringekirkju á nýjárs- nótt. Var kirkjan troðfull. Ára- móta klukkuslögin komu inn i miðja messuna og gerðu hana álirifarikari. Burtfarartíminn var ákveðinn strax upp úr nýjárinu. Næsti dvalarstaður okkar var prests- setrið Brönnestad. Það var gam- an að kynnast sænsku sveita- prestssetri, og hafði pastor H. Wentz verið forsjá okkar i þess- um efnum. Við kvöddum Tyringe á björt- um vetrardegi, ánægð yfir dvöl- inni, sem við aldrei mununi gleyma. Birkiblíðarfólkið fylgdi okkur til stöðvarinar. Við skift- umst kveðjum á með innilegu þakklæti fyrir samveruna hina dýrlegu jóladaga, sem ýmist liðu inni við söng, bæn og guðsþjón- ustu eða þá úti undir berum liimni í alföðurkirkjunni miklu. Örfá augnablik og lestin ber okkur burt. Þarna hurfu sjón- nm margir kunningjar, er við lílum aldrei framar, en við eig- um eingöngu ljúfar endurminn- ingar um. Kærkomnasta JÓLAGJÖFIN verður 6JAFAKASSI með VERA SIMILLON SNYRTIVÖRUM 40*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.