Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Page 45

Fálkinn - 17.12.1938, Page 45
FÁLKINN 39 Dansleikur í Reykjavík, 6. ágúst — Jöruridiir Hundadagakóngur er aö dansa við stúlku, en hún rekur sig upp í Ijósahjálminn, svo höfuð fat hennar krækist í hann og fer af henni, er þá drósin sköllótt eftir, en Jörundur siendur á miðju gólfi skellihlæjandi og bendir á höfuðbún- aðinn, þar sem hann hangir á hjálminum. Það getur hver gert sjer í liug- arlund, hvernig Reykvíkingum liefir orðið innan brjósts við þenna viðburð. Sennilega hafa sumir lialdið að heimsendir væri í nánd og átti þó undrun þeirra eftir að verða ennþá meiri. Daginn eftir handtöku Trampe greifa festi Jörundur upp auglýs- ingu í hænum, þar sem hann lýs- ir yfir því að valdi Dana á Is- landi sje með öllu lokið og Is- land sje frjálst ríki og óháð Danmörku. Ennfremur gefur hann til kynna að allar eignir Dana á íslandi sjeu gerðar upp- tækar. Hann lieimtar að allir emhættismenn skili embættis- hókum og öðrum plöggum er viðkomi embætti þeirra, og liót- ar strangri refsingu, jafnvel dauðarefsingu, ef þeir ldýði ekki strax því boði. Jörundur setti nú á fót stjórn- arskrifstofu. Gerðist hann brátt umsvifamikill og ljet aðra kenna á valdi sinu. Rekur hann þá em- bættismenn frá völdum eða fang- elsar, sem ' honum finst ekki fullkomlega auðsveipir, þar á meðal Isleif assessor Einarsson og setur aðra í embætti þeirra. Var þá ekki altaf vandað sem hest valið á þeim. Eitt dæmi þess er að hann skipaði sem bæjar- fógeta í Reykjavík og sýslumann í Gullhringu- og Kjósarsýslu kaupmann er gjaldþrota hafði orðið, en álti ekki yfir neinni lögfræðiþekkingu að ráða. Ekki mun Jörundi hafa þótt varlegt að vera án lifvarðar, þó að Islendingar væri lílil liernað- arþjóð og ólíkleg til árása á liahn. Og óneitanlega heyrði það konungdómnum til að liafa her- lið, þó litið væri. Safnar hann að sjer nokkrum mönnum, og höfðu sumir þeirra verið um langan aldur í Hegning- arhúsinu. En ein af fyrstu stjórn- aratliöfnum hans var að hleypa út úr því og það er sjálfsagt ekki ofmælt sem Þorsteinn Er- lingsson segir i Jörundarkvæð- inu: „en fólkinu þótti nú þjó'ðfrelsið nóg, er þjófarnir brugðu á jéik.“ Það var sannarlega ekki und- arlegt, þó að fólkinu skyti skelk í bringu, og það því fremur þeg- av þessum mönnum voru fengin vopn í hönd, völd og fje. Hvað mundi koma næst? Nú Ijet Jörundur hlaða vígi á Arnarhóli og kom þar fyrir gömlum og úr sjer gengnum fallbyssum, er legið höfðu á Bessastöðum frá tíð höfuðsmann anna. Þóttist hann nú liafa búið iim sig í höfuðstað landsins eftir því sem þarfir stóðu til. Ýmsar stjórnarathafnir fram- kvæmdi Jörundur þá daga er hann sat á veldisstóli, sem ekki verða raktar hjer. En sú sem einna mest umtal hefir löng- um vakið er, að hann gaf Öldungi einum suður í Ivirkju- vogi í Höfnum, Hákoni Vil- hjálmssyni, leyfi til að fá sjer nýjá konu og yngri en þá er liann átti fyrir, „því konan hans ganila var gigtveik og sein, og gölluð að fleiru en því.“ Og það sem undarlegast var að þessi ráðstöfun Jörundar var látin haldast meðan aðrar voru gerðar ómerkar. Jörundur hrökl- aðisl frá völdum, en Hákon gamli fekk að lifa áfram í tvi- kvæninu. Svo að hann varð einn af þeim fáu, sem höfðu hagnað al valdatöku Jörundar!! Svo virðist af ýmsu sem Jör- undur liafi gert sjer far um að vinna alþýðuhylli og viljað gjarna hæta kjör fólksins. Hann lækkar kornverð að mun. Og ennfremur er svo að sjá, sem hann hafi slegið á strengi þjóð- ernistilfinningar landsmanna, en það var nú erfiðara að hræra þá á þessum tímum en Jörund hef- ur grunað. Og óneitanlega var það nokkuð fyrir augað að sjá einkennisklædda og vopnaða her- menn, sem alt í einu gátu orðið riddarar, því að Jörundur hafði fengið hverjum liðsinanni sín- um liest og „bútað stertinn til hálfs“. Raunar fekk Jörundur fyrir taglskellinguna misjafna dóma og viðurnefnið taglbítur, því að sumum fanst þetta hinn mesti tartaraskapur af honum við liestana. — Þegar Jörundur þóttist liafa friðað höfuðstaðinn lil fulls og unnið sjer þar vinsældir og kon- unglega virðingu vildi hann fara að kanna landið. Þann 12. júlí hóf hann sína miklu yfirreið til Norðurlands. Var mikið um dýrðir þegar hann lagði af stað úr Reykjavík ásamt riddaraliði sinu. Mun fólki hafa þótt að þgr færi fríður hópur. Fregálan skaut af fallbyssum sínum og dró upp fjóra fána í sama mund og liðið lagði upp. Jörundur komst alla leið til Akureyrar ásamt liði sínu. Tók ferðin 10 daga fram og aftur og mátti það heita góður gangur, þegar litið er til vegakerfisins eins og það var i þá daga, aðeins hestatroðningar. Fekk Jörundur sæmilegar við- tökur á ferðalaginu. Voru sumir liræddir við hann og flokk hans og voru liinir auðsveipustu. —• Og svo mikið er vist að enginn þorði á hann að ráða. Það er sagt að vísu, að Þórður Björns- son sýslumaður í Þingeyjarsýslu hafi haft hug á því, ef Jörund- ur liefði komið yfir Vaðlaheiði, en svo langt komst Jörundur aldrei. Á bakaleiðinni mætti Jörundur Jóni Espólín sýslumanni í Mæli- fellsdal. Hafði hann komið á bæ hans í norðurleið, en Espólín var þá ekki lieima, en Espólín var ekki líklegur til að ganga Jör- undi á hönd og mun Jörundur jafnvel liafa liaft í liyggju að hrella sýsumann. En lieldur mun Jörundi hafa þótt maðurinn óá- rennilegur, er þeir mættust, enda var hann manna mestur vexti og afrendur að afli. Flýtti Jör- undur sjer fram hjá honum sem mest hann mátti. — Eini maðurinn, sem gerði sig líklegan til að granda Jör- undi var Jón Guðmundsson sýslumaður Skaftfellinga. Hann ritaði JÖrundi mjög harðort brjef, sem geymst liefur til þessa, þar sem hann segist skuli drepa hann tafarlaust, ef hann komi austur yfir Jökulsá á Sólheima- sandi. Og að alvara hafi fvlgt þessari hótun sannar það, að sýslumaður hafði einhvern liðs- safnað í sýslunni og kom sjer upp virki við Jökulsá. Eflaust hefði Jörundur látið verða af að lækka rostann í Jóni, ef valda- timi hans hefði orðið lengri. En úr ferð hans nm Suðurland varð ekkert. — Snemma í ágúst kom lier- skipið The Talbot hingað til lands. Var kapteinn á því Alex- ander Jones. Er talið að Jörundi hafi hrugðið i brún við komu skipsins, enda hafði liann nokkra ástæðu til þess. Skömmu eftir komu þess náðu þeir bræðurnir Magnús Stephen- sen og Stefán á Hvítárvöllum fundi kapteins og gerðu þeir með sjer samning ásarnt Phelps þess efnis, að valdi Jörundar skyldi lokið á Islandi og alt fær- ast í sama liorf og verið hafði áður en hann tók völd. Og skvldu gjörðir hans og athafnir ónýttar. Þetta gerðist 22. ágúst. Var Jör- undur nú fluttur um borð í skip Trampe greifa, Orion, er legið hafði lengi á höfninni og komið hafði til landsins nokkru fyr en fregátan. Orion var nú liertekið af Englendingum og dönsku sjómennirnir er á þvi voru, tekn- ir sem herfangar. Bæði skipin, fregátan og Orion lögðu frá landi 25. ágúst. Er á- litið að Jörnndi, sem var með Orion liafi verið þungt í liuga að vera sviftur konungdómi svo skyndilega. Á hann að liafa mælt, að fjandinn væri mátuleg- ur konungur handa íslending- um. Með fregátunni fóru þeir Phelps kaupmaður, sem stóð að baki Jörundi í byltingunni og Trampe greifi, er var fangi Eng- lendinga. Það leið ekki á löngu áður en skipin skildust að, því að fregát- an var miklu hraðskreiðari en Orion. 27. ág., þegar fregátan var komin langt suður fyrir land hraust út eldur í henni. Varð af því fullkomið óttaefni. Hefði skipið farist þarna ásamt allri áhöfn. ef Orion hefði ekki borið þarna að. Höfðu það verið Jör- undar ráð að fara miklu grynnri leið en fregátan og varð þetta orsök þess, að Orion dró svo mjög á hana. Jörundur gekk fram i hetju- móð að slökkva eldinn, sem var orðinn mjög magnaður og eins í því að hjarga skipshöfninni úr fregátunni yfir í Orion. Og sýndi sig þar sem oftar hvað í honum hjó, er á reyndi. Eldinn tókst ekki að slökkva og sökk skipið bráðlega með miklum vörum, en öllum mann- skapnum varð bjargað. Það sannaðist síðar að hruni þessi orsakaðist af íkveikju tveggja danskra herfanga. Þegar hjörguninni var lokið. sneri Orion við til Reykjavíkur og kom þangað tveim dögum síðar. Sló felmtri á fólkið, er það sá skipið nálgast og þekti að það var Orion, sem Jörundur hafði farið með. Þóttust sumir vissir um, að nú væri hann aftur kominn til að liefna sín á Is- lendingum, eins og hann hefði heitið áður en liann fór hjeðan. Magnús Stephensen var nú liæstráðandi um þessar mundir. Sneri hann sjer nú liið bráðasta

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.