Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 46

Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 46
40 F Á L K I N N lil Jones kapteins á The TalJiot og bað hann lijálpar fyrir þess- um voðamanni og óróasegg og um leið að laann tæki liann til fanga og flytti hann í lierskip sitt. En kapteinninn sinti þessu ekki. Og er liann frjetti um af- rek Jörundar við að slökkva eld- inn fekk hann aðdáun á honum. Jörundur fekk því að vera frjáls sinna gerða þá fáu daga, er liann dvaldi hjer, og sýndi engan liefnd arliug eða liafðist neitt ilt að. 4. sept. hjeldu svo The Talbot og Orion frá íslandi. Hafði nú Trampe greifa verið slept úr haldi og varð hann hjer eftir. En Jörundur lagði upp með Orion í annað sinn og með hon- um Phelps . Margir eru þeir nútímamenn, er lítt þekkja til aðstæðna hjer 1809, forviða á þvi hve íslend- ingar og þá að sjálfsögðu eink- um embættismennirnir liafi leg- ið flatir fyrir Jörundi. En að svo var Jiafði sínar ástæður. Stríðið hafði gert Islendinga með öllu viðslcila við aðrar þjóðir. Sigl- ingar höfðu tepst. Þeir voru milli tveggja elda. Annarsvegar var jieim Jiótað af hervaldi Englend- inga og Iiinsvegar reiði dönsku stjórnarinnar. Og þegar Jörund- ur kemur byltingunni af stað liafa þeir sjálfsagt haldið að enskt hervald stæði á bak við hann og Jaora jrví ekki að liræra legg nje lið. Sá embættismaðurinn er hef- ur hreinastan skjöld meðan á valdatímabili Jörundar stendur er Geir biskup Vídalín, sem oft befir vérið kallaður Geir góði. Hann kemur altaf fram til góðs og virðist engan beig hafa af Jorundi. Fyrir hans orð er ísleifi assessor slept, og hann leggur sig mjög fram um að fá Trampe greifa látinn lausan og býðst til að vera gisl sjálfur. Og sem dæmi um að hann hafi ekki ver- ið hræddur við Hundadagakon- unginn, þegar hann kom til að taka af honum skjöl og bækur eru þessi orð lians, er hann sagði við Jörund: „Sneypstu hurtu helvítis hundurinn jjinn!“ Og hvarf þá Jörundur á braul og varð hinn lúpulegasti. Var Geir Vídalín maður afarþrekinn og eitt mesta karlmenni á íslandi á sinni tíð. IV. Æfi Jörundar eftir 1809. Aldrei sá Jörundur ísland eftir þetta. Orion sigldi til Liverpool, en þar liafði Jörundur stutta bið, og hjelt til Lundúna. Var þá kapteinn Jones kominn á undan honum og hafði sagt stjórninni frá þvi sem gerst hafði á ís- landi. Auk þess hafði Trampe greifi kært hann fyrir framferði hans. Er Jörundur hafði verið þrjár vikur í Englandi var hann tekinn fastur með þeim forsend- um, „að hann væri erlendur ó- vinur, að hann hefði farið af landi burt í leyfisleysi og að hann hefði rofið loforð það, er hann hafði lagt við drengskap sinn.“ Til þess að byrja með sat hann í Tothill Fields fangelsinu. Þar sökti hann sjer ofan i spil með fangelsisf jelögunum og varð jjarna upphaf að þeirri ástríðu er kom honum síðar hvað eftir annað á vonarvöl. í þessu fang- elsi dvaldi hann nokkrar vikur, eii var því næst fluttur í eitt af fangaskipum Englendinga. Þar var hann í næstum ár, en að því liðnu komu vinir hans því til leiðar að hann var látinn laus, og útveguðu þeir honum bústað skamt frá Lundúnum, þar sem hann fekst við ritstörf. En ekki undi hann sjer jjar lengi. Sollurinn í Lundúnum ginti hann og leið nú ekki á löngu áður en spilaástríðan yrði honum of sterk. Næstu árin er hann á sífeldum flækingi, ýmist i Englandi eða Portúgal, þar sem hann sökk svo djúpt í eymd og volæði að hann varð að veðsetja fataræflana sína. Eftir það komst hann á skip og varð formaður um nokk- urt skeið, Jjar á meðal á sjóræn- ingjaskipi, jjar sem hann þótti duga vel. Ekki feldi hann sig við starf það til lengdar og fer af skipinu og til Englands. Hann dvaldi nú um tíma í Lundúnum og skrifaði þá m. a. um byltinguna á Islandi og gaf handritið vini sínum. Um þessar mundir liafði liann talsverð fjárráð, þvi að bæði gáfu vinir hans í Lundúnum hon um fje, og auk þess fekk liann peningasendingu frá frændum sínum í Danmörku. En sama ó- gæfan var vfir honum sem áður, því að hann sóaði þessum eig- um sínum bráðlega í einu spila- vítinu á fætur öðru, og var loks lineptur í skuldafangelsi, þar sem hann sat í tvö ár. Hann gaf sig ])ar við ritstörf- um á ný og skrifaði sorgarleik einn ásamt mörgu öðru og fekk fyrir það nokkra borgun. Upp úr fangelsisvistinni fór hann til meginlandsins, Fvrst Frakklands og Belgíu, og var hann viðstaddur hina miklu fólk- orustu við Waterloo i júní 1815, þar sem sambandsþjóðirnar brutu vald Napóleons á bak aftur. Hann komst alla leið austur til Dresden, hafði ætlað til Varsjá, en komst ekki þangað sakir fá- tæktar. Á Jjessu ferðalagi hitti hann margt stórmenna. Þar á meðal skáldjöfurinn Goethe og átti tal við hann, og Bliicher gamla hershöfðingja, sem hann spilaði við. Eftir þetta mikla ferðalag hjelt hann svo aftur til Englands. Enn lenti hann þar í reiðileysi sakir spilaástriðu sinnar og gekk þar á ýmsu fyrir honum, ýmist var hann i fangelsi eða Jjá lát- inn laus.. Að lokum hafði hann svo fyr- irgert landvistarleyfi sínu í Eng- landi að liann var dæmdur í út- legð til Ástralíu og sendur Jjang- að ásamt mörgum sakamönnum á hrörlegu skipi, i nóvember- mánuði 1825. Það tók Jörund mjög sárt að yfirgefa England að fullu og öllu, og er sagt að hann hafi grátið, er hann sá England sökkva í sæ. Allur þorri þeirra manna, sem með skipinu voru voru forhertir glæpamenn, þjófar og morðingj- ar, enda var munnsöfnuður þeirra eftir þvi. Segir Jörundur að það hafi tekið sig mjög sárt að vera innan um þessa menn. Með skipinu var dálítill hópur hermanna, er skyldu gæta fang- anna. Ferðin gekk illa. Skipið var hálfgerður garmur og skall á ofsaveður, er það var komið slcamt áleiðis, svo að skipverjar bjuggust við að það mundi far- ast þá og Jjegar. Skæð veiki kom upp á skipinu og dóu margir. Jörundur, sem bar dálítið skvn á læknisfræði var gerður að aðstoðarlækni á skipinu og leysti hann starfið sæmilega af hendi. Og þegar skipslæknirinn dó færðust öll læknisstörfin yfir á liann. Varð Jörundur upp með sjer af þessu og bjóst við bráðri uppreisn fyrir Jjá þjónustu. Það var ekki fyr en 4. mai 1826, að skipið komst til Ástr- alíu, til Van Diemensland, en þar var Jörundur eftir skilinn, í höfuðborginni Hobart Town. Hafði Jörundur verið þar löngu áður, en miklar breytingar og framfarir höfðu orðið á Jjví tímabili. Jörundur rjeðst i þjónustu Van Diemenslands verslunarfje- lagsins og var í mörgum erfið- um sendiferðmn fyrir það. Lenti hann oft í mikilli lífshættu á ferðum þessum, bæði af völdum náttúrunnar og allskonar ill- Jjýðis, villimanna og sakamanna, er sloppið höfðu úr fangelsi. Jörundur vann sjer álit fyrir dugnað og Jjví var hann feng- inn til að bæla niður fangaupp- reisn, er brotist hafði út. Tókst honum það vel. Fyrir þá dáð og önnur störf, er hann leysti Jjarna af hendi, m. a. fyrir góða Jjátttöku gegn villimönnum, er voru orðnir allnærgöngulir, fekk hann frelsi og hundrað ekrur lands. En ekki voru þær lengi í eigu hans, því að hann seldi þær bráðlega. Fjárhagur hans um þessar mundir varð hinn besti, sem liann nokkru sinni varð. Og þegar nú við bættist að honum hafði tæmst níu þúsund króna arfur i Danmörku mátti segja að hann væri ríkur maður. En fjármálavit hans hafði al- drei verið á marga fiska og fór nú sem fyr, að fjármunir hans fóru út í veður og vind. I Ástralíu kvæntist Jörundur. En hjónabandið mishepnaðist i meira lagi, og á Jörundur að hafa sýnt konu sinni banatil- ræði. — Siðustu æfiár Jörundar voru hin döprustu. Átti hann þá í ó- slitnu basli, og leið með köflum sárustu neyð. Hann dó á sjúlcra- húsi í Hobart Town árið 1844. Eins og sjá má af því sem hjer hefir verið sagt, var Jör- undi ýmislegt vel gefið, þó að gallar hans væru ef til vill fleiri. Hann var hugrakkur alla tíð og stóðst mannraunir og örðug- leika með prýði. Og ekki verður um hann sagt að hann liafi ver- ið neitt illmenni. Ógæfa hans lá falin í skapgerð hans. Hann var manna hviklyndastur. Kunni illa að gera skil á draum og veruleika. Lýiiisamlag; íslenskra botnvörpunga ! REYKJAVlK | Símar: 3616, 3428. 1 Símnefni: Lýsissamlag. C i Fyrsta, stærsta og’ fullkomnasta ; KALDHREINSUNARSTÖÐ Á ÍSLANDI. Lýsissamlagið selur lyfsölum, kaupmönn- um og kaupfjelögum fyrsta fl. kaldhreins- að meðalalýsi, sem er framleitt við hin allra bestu skilyrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.