Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 20

Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 20
14 F Á L K 1 N N BÆJARBRUNI Á KIRKJUSTAÐ Sannsöguleg lýsing eftir GUÐRÚNU LÁRUSDÓTTUR*). SumarskrúðiÖ var horfið af fjöllum og heiðum. Þindarlaust hióðst fönnin í gil og skorn- inga og hafði löngu hulið all- an sumargróður undir óslitinni fannbreiðu. Veturinn var sestur að völd- um og stormurinn ljek lausum liala og vægði engu og engum. Það var ekki laust við að veð- urhamurinn gengi upp i ber- serksgang stundum og bældi þá niður sjerhverja viðleitni til mótþróa beitarfjárs og göngu- manna. Fje var ekki vært nema í húsum inni og þeir, sem þurftu að fara erinda sinna um sveitina, bjuggu sig eftir föngum og dugði þó vart til fyrir nepjunni og veðurofsan- um. — Hann hvessir í nótt, sagði fiú Guðrún við vinnumanninn, sem var að koma inn frá gegn- ingum. — Og hann er nú nógu hvass fyrir — tautaði hann, -— og þó ekki ólíklegt að hann geri eitt áhlaupið í nótt. Vinnumaður- inn skóf utan af sjer snjóinn. — Hann er að lierða frostið og rjúka upp með blindösku byl, svo ekki er nú á að litast. Frú Guðrún varp öndinni mæðilega, sneri sjer frá vinnu- manninum og gekk til herberg- is sins. Þar tók hún til vinnu sinnar og steig rokkinn liart og títt. Það var heitt og nota- legt i stofunni, eldur logaði á arni, en hjelan spann frostrós- ir á gluggarúðurnar. Dyrnar fram í baðstofuna voru opnar í hálfa gátt og ómurinn af glað- væru samtali vinnufólksins að tóvinnu, barst inn til prestkon- unnar. Snarkið í eldinum og rokk- hljóðið seiðmagnaði iiugann, en básúnur stormsins og hvinurinn í bylnum var máttugur, and- stæður póll, sem sífelt dró að sjer hugann. Milli þessara and- stæða hvarf veruleikablær lilut- anna og hugurinn hneigðist til óróakendra drauma. Frú Guð- rún gat heldur ekki varist kvíða. Maður hennar, prestur- inn, var að heiman í embættis- erindum og hans var ekki von heim aftur fyr en eftir nokkra daga. Hún vonaði að engar hættur eða tálmanir hefðu orð- ið á leið hans. Hún vissi vel, að fáir voru hans líkar á ferða- lögum og fjölda svaðilfara hafði liann farið á sjó og landi *)Saga þessi er skrifuð fyrir Kristi- legt dagblað í K.höfn, en liefir ekki áður birst á islensku. og ætíð lcomið heill á húfi heim aftur. Eins og svo oft áður, setti frú Guðrún alt sitt traust á guð, og það var ekki frekar ástæða til að óttasl um mann- inn nú, en svo oft endranær, er hánn liafði verið að heiman í tvísýnu eða ófæru veðri. En kvíðinn vildi samt ekki víkja frá huga liennar. Rokk- urinn spann og spann og bylur- inn buldi á þekjunni, það snark- aði í eldinum. Á áliðnu kvöldi komu tveir ferðamenn á staðinn. Þeir voru álíkastir snjókörlum og ísmol- ar voru í hári og skeggi. Það var tekið á móti þeim eftir bestu föngum og hlynt að þeim á allan hátt. Augu þeirra voru döpur eftir bylinn, en það færð- ist mjög nýtt fjör í þau, er mennirnir komu inn i hlýja og vistlega baðstofuna til fólks- ins. Að loknum náttverði las frú Guðrún að venju kafla úr ritningunni og bað stutta bæn. Löngu eftir að allir voru gengnir til náða, var Rósa gamla á stjái frammi í eldhúsi til að þurka föt næturgestanna. Gamla konan setti þurt sprek í eldinn svo það skíðlogaði. Fötin hengdi hún upp umhverfis eldstóna. Það leið ekki á löngu, áður en þau voru orðin þur og þá fór Piósa gamla að hugsa um að taka á sig náðir. Nú voru allir í fasta svefni á staðnum, storm- urinn skeytti skapi sínu á freð- inni þekjunni. Alt í einu vaknaði frú Guð- rún, settist upp í rúmi sínu og lagði við hlustir. Kvíðinn og óróinn var horfinn, en hún hafði undarlegan hjartslátt. Það var eins og verið væri að bvísla og pískra einhversstaðar nálægt henni. Henni var þungt yfir höfði og hana svimaði. Herbergið var fult af reyk. Skyldi það vera, að það væri kviknað í einhversstaðar? Hún fiýtti sjer fram úr rúminu og vatt sjer í morgunkjól, sem var við hendina, kveikti ljós og flýtti sjer út. Það var dimt í ganginum og mikil reykjar- bræla. Henni virtist reykurinn lcoma að neðan, og hún beygði sig fram yfir handriðið á stig- anum og Iýsti niður. Hún sá skamt fyrir reyk, en liún gekk úr skugga um að reykinn lagði upp meir og meir. Skeð gæti, að Rósa hefði gleymt að fela eldinn í lilóðunum og reykjar- brælan stafaði þaðan. Frú Guð- rún fór ofan stigann, lauk upp eldhúshurðinni, en skelti fljótt aftur, því eldhúsið var eitt eld- haf, og það snarkaði ónotalega i eldinum. Nú voru góð ráð aýr, en fyrst og fremst var að tapa ekki kjarkinum. Hún skildi strax, að lítið stoðaði að reyna að slökkva. Það varð að bjarga heimilisfólkinu og ef mögulegt væri, húsgögnum og munum. Hún flýtti sjer upp í baðstof- una, þar sem vinnufólkið svaf. Það vaknaði við illan draum, er hún kallaði á það, og kom á það fát, livað gera skyldi. Frú Guðrún var fullkomlega róleg. Hún bjargaði skjölum úr skrif- borði mannsins síns, sömuleiðis kirkjubókum, þó það væri ekki með öllu áhættulaust þar sem eldurinn breiddist út þeim meg- in í húsinu, sem skrifstofan var. Reykurinn og hitinn jókst svo það var næstum ekki gerlegt að haldast við í stofunum, en úti var sami stormurinn og áð- ur og biturlega kalt. Fólkið þyrptist saman í and- dyri hússins. Gestirnir frá því kvöldinu áður voru þar og komnir, en það hafði kviknað út frá fötum þeirra. Eldurinn náði ennþá ekki fram í anddyr- ið. Frú Guðrún talaði kjark i fólkið og hughreysti. — Við treystum guði, — sagði hún, — hann gleymir okkur ekki. Frá honum kernur okkur hjálp. — Fólkið stóð í einum hnapp alveg fram við dyr, þar hafði það helst viðþol fyrir hitanum. Anddyrið og baðstofan voru nær einu staðirnir í húsinu, sem ekkd voru algjörlega á valdi eldsins, og þó mátti gera ráð fyrir að eldhafið legði þá og þegar undir sig baðstofuloftið. — Eru nú allir komnir ofan? spurði prestkonan. — Ef svo er, þá förum við út í herrans nafni. En það var ekki heiglum hent að brjótast út í hríðina, eins og veðrið var þá slundina, og síst af öllu hálfnöktu fólki. — Út þá í herrans nafni, — skipaði frú Guðrún, — við leit- um hælis í fjárhúsunum. Bær- inn fellur þá og þegar, svo við eigurn ekki annars úrkosta. All- ir fara út á undan mjer. — — Þegar skijiið selckur, fer skipstjórinn síðastur frá borði, hugsaði frú Guðrún — þegar bærinn brennur, gengur hús- móðirin síðast út. Fólkið tók að tínast út í hríð- ina, en liraktist aftur að brenn- andi bænum. Prestkonan kall- aði á hvern mann með nafni, svo það væri víst, að enginn hefði orðið eftir. — Hvar er barnið þitt? — spurði hún eina af stúlkunum og greip i handlegg hennar. Siúlkan fjell grátandi um háls húsmóður sinnar. — Það varð eftir — inni í rúmi — jeg gleymdi því í fát- inu — gleymdi öllu — af skelf- ingu —ó! —barnið mitt! veslings, elsku barnið mitt! hver bjargar því nú? Enginn svaraði. Menn gáfu hvorir öðrum hornauga, eins og spyrjandi: Treystir þú þjer? — treystir þú þjer? — En þögn- in, rofin af storminum og gráti stúlkunnar, sagði fullgreinilega: Jeg þori ekki — jeg þori ekki. Æ meir og meir nálgaðist eld- urinn baðstofuna. — Eldurinn hefir enn ekki náð stiganum, hrópaði frú Guð- rún, — sýriið þið nú karl- mensku, piltar, og bjargið barn- inu í guðs nafni. Piltarnir litu inn í dimman ganginn, þar sem eldtungum brá fyrir annað veifið og þeir þögðu. Það var frú Guðrúnu um megn að biða átekta að- gerðalaus, áður en nokkurn varði liljóp hún sjálf inn í brennandi bæinn. Hún hjelt niðri i sjer andanum og fálmaði fyrir sjer uns hún komst upp stigann og fann barnið í rúm- inu i baðstofunni. Hún greip það í fang sjer og í ofboði sveip- aði hún sængurfötunum utan um það og hljóp aftur niður stigann og út, án þess að skadd- ast að ráði af völdum eldsins. Fólkið hvarf nú út í hríðina. Frú Guðrún leit um öxl og sá heimili sitt verða eldinum að bráð, bæinn falla, sem skýlt hafði henni og hennar, brenna niður til ösku brenna — hrenna. Hún varð að festa huganrt við eitthvað annað. Kýrnar voru bundnar í fjósi nálægt bænum og eldinn gat borið þangað, ef vindslaðan breyttist. Það varð að leysa kýrnar og koma þeim út, þá fyrst var hægt að hlynna að fólkinu. Menn og skepnur urðu að leita hælis í fjárhús- unum. Fjárhúsin voru allfjarri bæn- um og það var vandratað þang- að í grenjandi stórhrið. Þó tókst það um síðir og í bili var öllum borgið. Prestkonan skipaði nú tveim- ur af vinnumönnunum að fara til næsta bæjar og segja tíðindi og beiðast lijálpar. Allur sá fatn- aður sem fólkið gat frekast án verið, var týndur utan á leið- angursmennirta, en það var af vanefnum, því enginn hafði gef- ið sjer tíma til að klæðast til fulls. Þegar lýsti af degi varð fyrst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.