Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 38

Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 38
32 F Á L K I N N Töfralistirnar bak við tjöldin ÞiS hafið cflaust lesiö uni ýms- ar listir, er trúðar og „galdramenn" sýna á fjölleikahúsum og máske hafið þið sjeð þær sýndar á kvik- myndum. Þær virðast blátt áfram ótrúlegar þegar maður sjer þær. En nú skulum við gægjast að tjahiabaki þegar töframaðurinn er að leika iistirnar og þá munum við sjá, að listirnar eru ekki eins furðulegar og þær sýnast. Sundursagaða stúlkan. Þetta er eitt af uppáhalds „núm- arum“töframannanna. Töframaðurinn sýnir okkur langan kassa, sem liggur uppi á borði. Nú kemur stúlka og legst ofan í kassann og stingur höfði, höndum og fótum út um göt, sem eru á kassaendunum. Síðan er kassanum lokað og nú tckur töfra- maðurinn sög og fer að saga kass- ann sundur um miðjuna — með stúlkunni innan í. Síðan eru kassa- helmingarnir dregnir hver frá öðr- um, eftir að þeir hafa verið sagaðir í sundur, og til þess að hlifa áhorf- endunum við að sjá aumingja stúlk- una brytjaða sundur í miðjunni, leggur hann tvær fjalir fyrir framan rifuna á kassanum, en áhorfendur fá að sannfærast um, að það er höfuð og hendur á lifandi stúlku, sem stendur út úr öðrum kassaendan- um og að lifandi fætur standa út úr liinum. Augnabliki síðar eru kassahelmingarnir settir saman aftur og töframaðurinn tautar særingar- orð. Kassinn er opnaður, og stúikan, sem maður hjelt að væri i tvennu lagi, kemur hlaupandi upp úr hon- um — bráðlifandi. Hvernig gerist þetta? Lítið á mynd a, sem skýrir hvernig þetta gengur fyrir sig. Á mynd I sjáið þið þverskurðarmynd af kassanum og plötunni á borðinu, sem hann stendur á. Platan virðist vera heil, en er í raun og veru liol og i henni er stúlkan. Botninn í kassanum er þannig í annan endann að stúlkan í borðinu getur sest upp í kassann þegar hin stúlkan dregur að sjer fæturnar, eins og sýnt er á mynd II. Þessi hreyfing er gerð meðan borðinu er ekið i hring á leiksvið- inu, til þess að sýna, að kassinn sje ekki opinn að aftanverðu. Þeg- ar svo töframaðurinn „setur stúlk- una saman" á ný, hverfur önnur slúlkan aftur ofan í borðplötuna, þar sem hún var, borðinu er aftur ekið í hrinig á sviðinu og stúlkan í kassanum rjettir úr sjer og sting- ur fótunum út um kassagaflinn. Síð- an er kassinn opnaður aftur og fólk getur fullvissað sig um, að það hefir ekki orðið neitt að stúlkunni. — Hvað er fyrsta skilyrðið ti! þess, að hægt sje að jarða mann með hermannlegri viðhöfn? Nýliðinn: — Að hann sje dauður, lierra ofursti. Stúlkan, sem svífur í lofti. Þessi list er þannig, að aðstoðar- stúlka törfamannsins er lögð á horð og breytt yfir hana lak. Siðan les töframaðurinn særingar yfir henni og fer hún þá að lyftast frá borðinu og er borðið svo tekið og borið burt. Stúlkan undir lakinu hækkar og hækkar, og töframaðurinn sýnir að hún sje í lausu lofti með því að hregða sveig kringum hana, svo að ómögulegt er, að liún hangi i þráð- um eða þesskonar. Alt í einu grip- ur töframaðurinn í lakið og kippir því að sjer. Og þá kemur i ljós að stúlkan er horl'in. Hún hefir orðið „uppnumin?“ Þetta bragð er ofur einfalt, þvi að auðvitað er það ekki stúlkan sem svífur í lausu lofti — það mundi koma í bága við þyngdarlögmálið. Þegar stúlkan er komin undir lakið hverfur hún ofan í borðplötuna, sem er tvöföld eins og í fyrra bragð- inu. En undir lakinu er mjór stál- vír, svo að það fellur ekki saman þó stúlkan fari. Og þessum þráðum er haldið uppi með grind, sem sýnd er á mynd b. Henni er þannig hag- að, að hægt er að fara með sveig utan um lakið alia leið, fram og til baka Af þvi að baktjaldið á sviðinu er altaf haft svart þegar þessi list er leikin er engin liætta á, að stálvirinn sjáist þó að lakinu sje lyft af. Dularfulla koffortið. Þetta bragð hafa margir töfra- menn á sýningarskránni. Þeir koma með stórt koffort og sýna það frá öllurrt hliðum og opna það siðan til þess að allir sjái að það er tómt. Svo er þvi lokað með ýmsum sær- ingum, en þegar það er opnað aftur kemur það á daginn, að stúlka bráð- lifandi er i koffortinu. Eftir dá- litla stund er koffortinu lokað aftur en þegar það er opnað eftir örstutta stund er stúlkan horfin. Ef þið lítið á mynd c verðið þið ekki lengi að skilja galdurinn. Botninn og mið- bikið úr bakhliðinni er á hjörum og er hægt að snúa því til og frá. Botninn í koffortinu er tvöfaldur. Þegar koffortið er sýnt tómt snýr stúlkan sjer á hjarastykkinu, svo að hún liggur fyrir utan koffortið, eins og hún sjesl á myndinni En þegar á að galdra hana inn i koffortið er lokið lagt aftur og hún snýr hyllunni á hjörunum þannig að hún kemur inn i koffortið. Og þeg- ar hún á að hverfa fyrir fult og alt, sjer töframaðurinn um, að færa koffotið aðt baktjaldinu, svo að hún geti skotist út af hillunni sinni. „Ósýnilegi maðurinn". Þetta er galdur, sem flestum finst alveg óskiljanlegur og á mynd d er sýnt í aðaldráttum hvernig hon- um er hagað. Maðurinn, sem á að láta hverfa smátt og smátt, er bund- inn fastur á stól og ljós frá ljóskast- ara látið falla á hann. Maðurinn fær stór svört gleraugu, „til þess að hlífa augunum við sterku útfjólu- bláu geislunum," að því er töframað- urinn segir. Sannleikurinn er sá, að ef maðurinn hefði ekki svört gler- augu mundi hann sjálfur komast að öllum galdrinum og segja frá honum. Og til þess að hann taki ekki af sjer gleraugun er hann bund- inn í slólinn. Ef þið lítið nú betur á myndina sjáið þið, að skamt fyrir framan jjallinn, sem stóll ósýnilega manns- Stóri kínverjinn. Hann Kalli bróðir minn, sem er miklu stærri en jeg, hafði altaf ein- hvern viðhúnað til að fagna nýjár- inu. Einu sinni man jeg eftjr að hann bjó til Kínverja, sem var eins stór Oig hann sjálfur og svo fór hann með stórum strákahóp út á völl til að sprengja hann, sjer og öðrum til skemtunar. Fólk safnaðist saman úr öllum áttum en hjelt sig í nokk- urri fjarlægð frá flugeldinum til þess að verða ekki fyrir, og við strák- arnir vorum grafalvarlegir meðan við biðum. Við bjuggumst við því að sprengingin yrði svo mikií, að rúðurnar mundu glamra í öllum ná- lægum húsum. Ofan úr einni hliðar- götunni kom lögregluþjónn til að athuga hvað væri á seiði — en þó undarlegt megi virðast hafði enginn ins stendur á, er annar ljóskastari, og ljósið frá honum fellur á stól, sem liggur á bakið. Ykkur virðist þetta kanske einkennilegt fyrst i stað, en þegar * ykkur er sagt, að stóllinn þessi er þannig, að spegil- myndin sýnir hann standandi í na- kvæmleg sömu stefnit og stóllinn, sem maðurinn situr á, þá fer ykkur kanske að runa margt. Galdurinn er nefnilega þessi: Þegar maðurinn hefir verið sett- ur í stólinn og bundinn, er efra kast- Ijósíð látið falla á hann, en það neðra er slökt. Fyrir framan hann er glerrúða á ská og taka áhorf- endur ekki eftir lienni en sjá mann- inn í gegnuni hana. Þegar töframað- urinn vill láta manninn hverfa dregur hann smátt og smátt niður i efra ljósinu en lætur það neðra fara að lýsa að santa skapi. Þegar alveg er sloknað á efra Ijósinu eit það neðrti með fullri birtu er mað- urinn alveg horfinn af stólnum. Eða rjettara sagt: stóllinn sem maðurinn situr á, sjest alls ekki, því að hann er í dimmu, en í staðinn er kom- in spegilmyndin af tóma stólnum. Þessi stóll er látinn liggja þannig, að mytídin af honum konii á ná- kvæmlega sama stað og stóllinn með manninum stendur. Þegar maðurinn er alveg horfinn er hann „framkallaður aftur" — lát- inn koma fram smátt og smátt með því að kveikja á efri ljóskastaranum en láta ljósið dvína á þeim neðri. Að svo búnu er hann leystur af stólnum og farið með hantí til á- liorfendanna og nú fyrst eru syörtu gleraugun tekin :if honum Þetta óskiljanlega bragð hefir þannig injög eðlilega skýringu. fullorðinn tekið fram fyrir hend- urnar á Kalla. 'Nú kveikti Kalli á eldspýtu og gekk varlega að „púðurturninum“ og það fór skjálfti um alla sem á horfðu. Hann kveikti i sveppinum og hljóp svo undan eins og fætur toguðu til þess að hjarga lífinu, og það sýndi sig líka að það var engin vanþörf á þvi — en af annari ástæðu en búist hafði verið við. Það kom ofurlítið hljóð og svo ekki meira og þarna stóðu allir, ergilegir yfir gabb- inu. Því að stóri Kínverjinn var ekki annað en pappahólkur, íneð ofurlitl- um venjulegum kínverja sem tund- urþræði! Það kom sjer vel fyrir Kalla þá, að hann var lappalangur, því að ef hann hefði ekki flúið eins og fætur toguðu hefði fólkið eflaust tekið í lurginn á honum fyrir gabbið. Skemtilepr teiknileikur. Þátttakendunum er skift í hópa og eiga þrír að vera í hverjum hóp. Hver þátttakandi fær blýant og liver hópur eina pappírsræmu. Sá fyrsli í hverjum hóp teiknar nú — án
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.