Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 29

Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 29
FÁLKIN N 23 síðar, eftir komu Lenins til London, kom ennþá einn ung- ur Rússi til „British Museum. Það var Leon Bronstein Trot- zkv, sem dæmdur hafði verið til Síberíu, en tekisl að strjúka og komst úr landi á fölsku vega-brjefi. Hann var 23ja ára, með eld i augum og svart, hrokkið liár. Fyrirmannlegur var liann og aðiaðandi. Lenin sá i honum nýjan „Pero“. Margir aðrir heimsfrægir menn liafa undirbúið grund- völl frægðar sinnar hjer, meðal þeirra mætti nefna rithöfund- ana: Jolin Ruskin, Carlyle, Tennyson, Charles Dickens, Swinburne, Hall Caine, Dar- win, Arnold Bennet, Bernhard Shaw. — Af Dönum, sem jeg veit um, Holger Draclnnann, o. s. frv. (iiuseppe Mazzini, ítalskur stjórnmálamaður og skáld og sjálfur Gandhi. Sömu- leiðis anarkistinn Krapotkin og miss Pankhurst. Og svona mætli lengi telja. Loks vil jeg nefna einn vel þektan íslend- ing, dr. Jón Stefánsson, sem þrátt fyrir hinn háa aldur birt- ist hjer daglega, unglegur og reifur, til að róa á hiið ómæl- andi djúp bókasafnsins til að svala fróðleiksþrá sinni og auka forða sinn af mannviti og þekk- ingUi Margir rithöfundar hafa í greinargerðum sínum þakk- látlega látið þess getið hversu margt og mikið þeir liafi átt „British Museum" upp að unna. Ameríkaninn H. C. Shelley rit- ar 1911: „Það er enginn lestrar- salur í heiminum þar sem fræðimenn eru jafnvel meðfarn- ir, jafn fljólt og liðlega af- greiddir og jafn laust við til- gerð og tyrfni . . . .“ Inn gegnum vængjadyrnar koma menn og konur í stríðum straumum, þyrst eftir lærdómi og þroska. Nokkrir þeirra verða að stjörnum, er láta ljós sitt skína yfir aðra, en aðrir sökkva í gleymsku tíma og tíðar vegna vöntunar hins sálræna fjaður- magns og lifa alla æfi sina i andlegu hungri — óseðjandi sálar — en þó sem hundreknir á veiðum eftir staðreyndum og sannreyndum, sem þeir ekki þekkja. Teikningarnar meÖ greininni eru eftir Eggert Guðmundsson listmdlara. Jólagjafirnar. Framh. af bls. 17. undrun og hræðsla, ekkert af því, sem hún hafði verið búin við. En hann starði á hana með þessu undarlega augnaráði. Della hoppaði ofan af borð- inu og fór til hans. „Elsku Jim,“ sagði hún, „horfðu ekki svona á mig. Jeg ljet klippa af mjer hárið og seldi það, því að jeg gat ekki hugsað til þess að gefa þjer ekki neina jólagjöf. Iiárið á mjer vex aftur, og þjer stendur alveg á sama um þetta — er það ekki? Jeg mátti til að gera þetta. Hárið vex svo fljótt aftur. Segðu nú „Gleðileg jól“, Jim, og svo skulum við vera glöð. Þú getur ekki giskað á hvaða gjöf —- livaða dýrindis gjöf, jeg ætla að gefa þjer?“ „Þú hefir klipt af þjer hárið?“ sagði Jim þunglega. Það var eins og hann kiknaði. „Klipt það og selt það, sagði Della. „En þykir þjer ekki jafn vænt um mig fyrir þvi. Þetta er þó allajafnan jeg, þó hárlaus sje.“ Jim horfði svo undarlega kringum sig. „Þú segist liafa klipt af þjer hárið“, sagði hann upp aftur, eins og í draumi. „Já, það stoðar ekki að tala um það,“ sagði Della. „Það er selt og á bak og burt. Nú er jólakvöld, væni minn — og vertu nú góður við mig — jeg gerði þetta þín vegna. Kanske eru öll mín höfuðhár talin“, bætti liún við, „en enginn getur nokkurntíma talið eða metið ást mína til þín. Á jeg að setja kótelletturnar á pönnuna, Jim?“ Það var eins og Jim vaknaði af draumi. Hann þrýsti Dellu að sjer. Heimilið var Paradís þá stundina. Átta dollarar á viku — eða lieil miljón — gerði það nokkurn mun? Stærðfræð- ingar og hagfræðingar mundu svara spurningunni rangt. Hjört- un geta farið skrítna vegu þeg- ar um gjafir er að ræða. En þeir vita það ekki, þessir karlar sem fást við tölur. Jim tók böggul upp úr frakka- vasa sínum. „Þú mátt aldrei trúa neinu illu um mig, Della,“ sagði hann. „Jeg er alveg jafn skotinn í þjer hvort hárið á þjer er langt eða stutt. En ef þú vilt taka upp þennan böggul þá skilurðu hversvegna kom dálítið á mig þegar jeg sá þig.“ Hvítir fingur rifu seglgarnið og pappírinn af öskjunni, og svo kom gleðióp, sem að venjuleg- um kvensið snerist upp í grát og angurkvíða. Því að þarna voru hárkamb- arnir -— lmakkakambur og vangakambar — sem Della hafði óskað sjer svo innilega og dreymt um í heilt ár. Yndis- legir hárkambar, gimsteinum settir skjaldbökukambar, sem áttú svo vel við hárið á lienni — langa hárið. Dýrir hárkamb- ar, sá hún, og nú liafði hún eignast þá, en liafði ekkert við þá að gera. Hún hixtaði eftir grátinn. En hún þrýsti þeim að brjósti sjer og þegar hún loksins hafði jafnað sig leit hún á manninn sinn og hrosti gegnum tárin. „IJárið á mjer vex fljótt aftur, Jim.“ Og svo spratl hún upp, ljóm- andi af gleði og hrópaði: „Ó! ó!“ Jim hafði ekki enn sjeð fall- egu gjöfina sína. Nú rjetti hún fram hendina og opnaði lófann og þar lá gullfestin og glóði á hana á hvítu hörundinu. Málm- urinn virtist endurspegla sál hennar. „Er hún ekki falleg, Jim? Jeg fór um allan bæinn til að finna það sem mjer likaði. Jeg er viss um, að þú lítur á klukk- una að minsta kosti hundrað sinn uni á dag hjer eftir. Komdu með úrið. Jeg ætla að sjá livernig keðjan fer við það“. En í stað þess að hljóða hneig Jim niður á legubekkinn, lagði hendurnar undir hnakkann og brosti. „Della,“ sagði hann, „jeg held við snertum ekki jólagjafirnar fyrst um sinn. Þær eru of falleg- ar til að slíta þeim. Jeg seldi úrið mitt til þess að geta keypt kambana handa þjer. Og nú er víst best að þú setjir kótellett- urnar í pönnuna.“ Setjið þið samanl 1. 2. 3. it. 5. 6. 7. 8. 9. 1. Leyfilegúr 2. Arinn 3. Gigt (útl.) 4. Mitdi. 5. Mœttirðu (i. Bær í Finnlandi 7. Prjónastofa 8. Eyja í Asíu 9. Bær við Ölfusá 10. Á vetlingum. 11. Bær í I>ingvallasveit (þolf.). 12. B----, bær í Gyðingalandi 13. Heitin 14. Kantu? 15. Iívenheiti 1(5. Stór togari 17. Elskandi 18. Spámaður 19. Ættareign. 10. 11. 12. 13. U. 15. 16. 17. 18. 19. Samstöfurnar eru alls 51 og á aS búa til úr þeim 19 orð er svari til skýringarorðanna. Fremstu stafirnir taldir ofan frá og niður og öftustu stafirnir, taldir neðan frá og upp eiga að mynda: a—al—and—ar—ar—ar—as—as—á— borg—borg—born—bæ—e—e—el—eld em—et—eyr—get—heim—heið—hem i-—i—í—ill—in-—in—irð—isk—jer-— lask—le—lof—mal—raann—nes—o— óð—ós—reykj—sagð—stó—u—u—úð uð—ul—u—unn—urð. Upphaf d alkunnum jólasdlmi. Strikið yfir liverja samstöfu um leið ög þjer notið hana i orð pg skrifið orðið á listann til vinstri. Nota má ð sem d, i sem í, a sem á, o sem ó, u sem ú, — og öfugt. • O •'UU. • -*Ib. • -MU.- • •* í DREKKIÐ EBH5-ÖL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.