Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 22

Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 22
16 F A L K 1 N N jeg kem bráðum á eftir henni.“ Rómur gamla mannsins var styrkur og fullur sigurvissu. Og enn fekk Gúnilla eitthvað nýtt til að hugsa um. Nei, hún vildi ekki hugsa, hún vil.di bara vera litla Gunilla hans pabba og hennar mömmu. „Frjálsi“ slúdentinn fekk að vera eftir fyrir Litan, þegar hún steig inn fyrir þröskuldinn á æskuheimilinu, gamla, kæra föðurgarðinum, þar sem greini- lega var eftir henni biðið. „Mamma!“ Gunilla flýtti sjer úr sleðanum og flaug upp í fangið á mömmu sinni þar sem liún stóð i dyrunum og tók á móti henni. -— „Mamma"! Það var eins og einhver grátekki væri í þessu fallega orði. „Elsku stúlkan mín, velkomin heim til okkar allra!“ Kærleiksfult and- litið hennar reyndi að dylja alla óró og þreytu svo að gleðin og ánægjan fengju einar að skína íi úr því. Gunilla tók mömmu sina með sjer eins fljótt og hún gat, inn í hliðarherbergi sem lá út frá and- dyrinu til þess að gefa undrun sinni útrás. „Hvernig vissuð þið, að jeg mundi koma? Hafið þið ekki fengið seinasta brjefið mitt?“ spurningun- um rigndi yfir móður hennar, en móðirin dró stúlkuna sína að sjer á sóffanum og strauk yfir ennið á lienni. „Gunilla mín, jeg hef falið þig guði eins og alla ástvini mína. Hann heyrði bæn mína, þegar jeg bað hann, að þú mæltir korna heim og — að liann fengi aftur rúm í hjarta elsku stúlkunnar minnar. Því að það máttu vita, að móðirin veit, þegar hjörtu barnanna hennar verða fráhverf guði fyrir óholia strauma samtíðarinnar. En guð hefir heyrt bæn mína.“ Nú brustu allir „frelsis" fjötrar i Gunillú. „Mamma,“ sagði hún hægt, „hvað jeg er glöð að vera komin heim og vera aftur eins og barn! ■teg verð að fara strax til pabba og segja honum frá því að jeg hef losnað úr fjötrunum og að mig lang- ar til að vera með á jólaóttunni og syngja jólasálmana af fullum krafti.“ Barnið í henni hafði sigrað. Nú fanst henni hún aftur vera ro- leg og örugg. Það var sannarlega gott, að hún sat nú ekki i herberg- inu í háskólabænum og bjó sig undir að halda „frjáls" jól í algerði i einveru! Guð mömmu hennar, sem hafði heyrt bænirnar, hafði látið Gunillu sannfærast um, að öryggi og ró er aðeins að finna í einlægri og innilegri trú. Hún hafði yfir i huganum sálmvers, sem hún hafði lesið á hverju kvöldi, þegar hún var lítil áður en hún sofnaði: Nú legg jeg augun aftur, ó, guð, þinn náðarkraftur, mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þjer taka, mjer yfir láttu vaka, þinn engil, svo jeg sofi rótt. Gunilla settist inn í gömlu kaffi- siofuna milli pabba og mömmu. Húr. fann til meiri hamingju en hún hafði kent lengi, við að sjá þau bæði, foreldra sína, sem hún elskaði svo mikið. „En livar hefirðu, pabbi, hátíðlega aðstoðarprestinn þinn?“ spurði hún með sinni gömlu gletni. „Per OIov hefir farið í heimsókn til sjúklings,“ svaraði faðir hennar og var auðheyrt að honum líkaði ekki tónninn i spurningu dóttur sinnar. Stundirnar til kvöldverðarins liðu seint fanst Gunillu. Allir á heimil- inu voru svo uppteknir af jóla- undirbúninginum, en sjálf var hún aðgerðarlaus og fanst eins og hún væri að bíða eftir einhverjum eða einhverju. En hún vissi ekki hvað það var. Og hún vissi það saint, þó hún ætti erfitt með að játa það fyr5r sjer. — Loksins rann upp sú stund, að öll fjölskyldan kom saman til kvöld- verðarins i gömlu hlýlegu viðhafnar- slofunni. Aðstoðarpresturinn var kominn heim frá sjúkravitjuninu', og nú gekk hann til Gunillu og heils- aði henni látlaust, en alúðlega. — „Hvernig gengur það nú til í há- skólabænum, Gunilla?" spurði hann þegar þau höfðu heilsast. „O, jeg held vel“, sagði hún seint og leit á hann. En hvað hann var karl- mannlegur og góðlegur á svipinn, og hvað hann vakti mikið traust. Hún gat ekki stilt sig um að bera hann saman við fjelaga sína i „frjálsa“ klúbbnum í háskólanum, montna og tilgerðarlega urtglinga. Hann var kurteis og spurði hana því ekki frekari spurninga. En augu hans fylgdu henni og þau voru full af blíðu, og hann tók sjerstaklega eftir henni þegar hún fjell um liálsinn á pabba sínum eftir máltíð- ina. Þrátt fyrir annirnar á aðfanga- dagskvöldið gaf fólkið sjer góðan tíma til þess .að s'etjast niður og spjalla saman. Pabbi og mamma, höfðu svo margt að spyrja um. Og Gunilla vildi vita um alt og alla í sókninni. Vissulega höfðu brjef móð- ur hennar undanfarið verið frjetta- rík en samt þurfti lnin að spyrja um svo margt og segja frá svo mörgu. „Við megum nú ekki gleyma því, að á morgun er jóladagurinn", sagði faðir hennar. „Nú er kominn tími til að ganga til hvílu“. En áður en það var gerl var haldinn heim- ilisandakt að vanda. Lá nokkuð sjerstakt á bak við sálmavalið hjá föður hennar? Hvernig sem það nú var, þá tók Gunilla undir, þegar aðventusálmurinn var sunginn: Ó, herra, kom í hjarta mjer, þar hef jeg bústað gjörvan þjer af veikum mætti mínum; alt búið er sem best jeg má, minn blíði, Jesú, gistu þá sem fyrst hjá þjóni þínum. Svo rann jólamorguninn upp með öllum sínum helgiblæ. Gtinilla gekk eins og í draumi, og Per Olov, sem frá því um sumarið að þau voru saman, hafði dreymt hana sem kon- una sína, komst við af að sjá hina kvenlegu kurteisi hennar, sem var svo töfrandi. Hún var svo ólík gletn- inni og mikillætinu, sem hafði áður verið svo ríkt í fari hennar. Hann varð einu sinni að gripa fram i fyrir lienni og spyrja: „Ertu hamingjusöm i hugsunuro þínum eða þjáistu af heilabrotum?“ „Nei, Per Ölov, nú hefi jeg slept öllum heilabrotum, jeg þarf þeirra ekki við. Þegar maður kemst aftur í gott loft, þá andar maður og lifnar við. Hjer er jeg hamingjusöm, en það var jeg ekki með „frjálsu" fje- iögunum mínum“. Aðstoðarprestur- inn stóð þögull eitt augnablik. „Gun- i 11 a“, sagði hann hægt, „ef til vill ætti jeg ekki að tala, en það máttu vita, að hvenær sem þú þarft mín við, er jeg fús að lifa og deyja fyrir þig“. Þessi játning Per Olov rauf síðustu stífluna hjá Gunillu. Það sem hún hingað til hafði ekki viljað viðurkenna fyrir sjálfri sjer, var henni nú ljóst að var henni sönn hamingja. Og hún ljómaði af gleði, þegar hún lagði hönd sína þjett i höndina á Per Olov og sagði: „Per Olov, jeg þarf þin i dag, einmitt núna. Nú eignast jeg sönn jól, þegar jeg má koma með þjer og ykkur öll- um á morgun í guðs hús. í guðs- húsi verðum við að byrja, og með guðs hjálp viljum við byggja upp hamingju okkar, þú og jeg.“ Fyrir gömlu prestshjónin var jóla- gleðin meiri en nokkru sinni fyr, þar sem þau nú fengu að leggja framtíð dóttur sinnar i hendur unga prestsins, sem þeim þótti svo inni- lega vænt um. „Guð heyrir bænir okkar“, sagði móðir Gunillu við hana um kvöldið, þegar hún þrýsti henni að hjarta sjer. — Eðalsteinar - stjörnuspeki - bjátrd. Framh. af bls. 13. Hann varðveitti líka skírlífi fólks og þetta varð til þess, að Innocens páfi III. fyrirskipaði að fingurgull biskupa skyldu vera úr gulli með inngreyptum safír. Safírinn varð þannig steinn kirkjunnar. Safír- salli var mikið notaður við innvort- is sjúkdómum. Þá var hægt að „draga bláa safann“ úr safírum með svonefndum Spiritus urinæ og var hann ágætt meðal við pest. Turkisinn er annar gæfusteinn nautsmerkisins. Fyrir 5000 árum rak Snefru konungur turkisnámur á Sínaískaga og steinninn var í mild- um metum hjá Egyptum. Hann var viðurkendur verndargripur um öll austurlönd en sjerstaka trú höfðu menn á honum í Tíbet. Hann varn- ar smitun og aðvarar eigandann ef sjúkdómar eru i nánd. Tibelbúar eiga marga stóra turkisa, sem hafa hver sitt nafn og eru taldir heilagir. A miðöldum trúðu menn að turkis- inn varaði við hættum með því að skifta um lit en annars var það aðaleinkenni steinsins hve l'úrnfús hann var. Fjöldi sagna er til um menn sem báru á sjer turkis o,« lentu í stórhættum en sluppu jafnan óskaddaðir sjálfir, en turkisinn brotnaði í smátt, og bjargaði með liví eiganda sínum frá bráðum bana. Tyrkir höfðu turkisa í tygjum hesta sinna, til þess að vernda riddarann, ef hann kynni að detta af baki. Þeir sem fæddir eru undir nauts- merkinu mega ekki hera tópas, gran- at eða krysolíta. TVÍBURAMERKIÐ, 22. maí—22. júní. Gæfusteinn jiess er agat. í forn- öld voru agatar með ágrafinni mynd af auga í miklu afhaldi, sem verndarvættur gegn „illa auganu“. Hann læknaði iðrakveisu og niður- gang og konur sem drukku vatn er agat hafði legið í, gátu ekki orðið barnshafandi. Bretónar trúðu, að agatsalli í öli væri óbrigðull til að sanna hvort kona væri hrein mey eða ekki. Múhameðsmenn trúa, að agatsalli í eplasafa lækni geðveiki og Persar brendu agatsalla til þess að afstýra fárviðrum. Svertingjai- í Afríku hafa mik'a trú á agatsteinum, eða tinnusteinum. Seint á 19. öld fluttu Þjóðverjar agata til Afríku fyrir mörg hundruð þúsund mörk og seldu svertingjum sem verndargripi. Þeir sem fædd- ir eru undir tvíburamerki mega ekki bera jade-steina. Og ekki má fólk heldur gifta sig á þessu tímabili, því að þá verður hjónabandið barnlaust. KRABBAMERKIÐ, 22. júní—23. júlí. Gæfumerki þess er smarctgðinn, en hann er steinn viskunnar. Saló- mon konungur bar þennan stein og hann var tákn kynkvíslar Leví. En prestar og spámenn Israels voru af þessum stofni og því trúðu menn því, að smaragðinn gerði mönnum kleift að sjá fram í timann og kom- ast að sannleikanum. Hann dugði vel gegn niðurfallssýki og krampa, styrkti minnið og gerði menn mælska. Afbrýðissamur elskandi þurfti ekki annað en gefa unnustu sinni smaragð. Ef hún var honum ótrú molnaði steinninn þegar í smátt. — Smaragðinn var svo við- kvæmur, að hann gat brotnað í vondri lykt. Og hann verhdaði menn gegn freistingum Venusar. -— Jaspis, ópall og kórall eru andstæð- it steinar þeirn, sem fæddir eru und- ir krabbanrerkinu. LJÓNSMERKIÐ, 23. júlí—24. ágúst. Það eru mjög skiftar skoðanir um, hverjir sjeu gæfusteinar þeirra, sem fæddir eru undir Ijónsmerkinu. — Nefndir eru bæði sardonyx, krysolít, turmalin, tópas, raf og onyx. Sam- ræmir steinar eru demantar, jaspis, agat, ópall og k'órall, en andstæðir eru beryll og akvamarín. JÓMFRÚARMERKIÐ, 24. ágúst—23. september. Karneol er gæfusteinn þess. í Egyptalandi hafa fundiist margir verndargripir gerðir úr karneól. — ísis-sylgjan var gerð úr þessum steini og táknaði styrk gyðjunnar og mátt, líka greiddi steinninn framliðnum götu um undirheima. Alfons 10. Spánarkonungur ráðlagði mönnum að bera á sjer karneól til þess að styrkja röddina og ræðu- menn yrðu áræðnari. Arabar nola karneól mikið sein verndarstein og stgan segir, að Múhameð hafi borið karneól í silfurbaug. Þeir sem fædd- ir eru undir jómfrúarmerkinu eiga ekki að bera agat eða tópas. METASKÁLARNAR, 23. sept.—24. okt. Ópalarnir eru gæfusteinar þessa merkis. Ópallinn er mjög fagur og fágætur steinn. Hann er marglitur o ' þvi var liann talinn mjög orku- rikur. Hann gat gert eiganda sinn ósýnilegan og var ágætl meðal við augnsjúkdómum eins og safirinn. Plinius segir frá rómverskum þing- manni, sem álti ópal, er va,r á stærð við heslihnot. Markús Árelíus bauð honum 2 miljón sestertia í steininn (um 300.000 kr.) en hinn vildi ekki selja. — Síðan komst það orð á, að ópall- inn væri ógæfusteinn. Alfons kon- ungur XII. átti ópal, sem gekk mann frá manni, en eigéndurnir dóu jafn- harðan og steinninn kom i eigu þeirra. Þegar konungurinn fór að bera steininn sjálfur dó hann, þó ungur væri, og var steinninn þá gefinn Maríulíkneski einu. Örlog Marie Antoinette drotningar voru lika kend ópal sem hún átti. Það er enginn vafi á því, að ópal- ar liækka margfalt i verði el' það orð legst af þeim, að þeir sjeu ó- gæfusteinar, því að þeir eru svo fallegir að þeir mundu þá óðar komast í tísku aftur. Samræmir steinar við Metaskálamerkið eru agat, raf og tópas, en andstæðir eru smaragð, perla, rúbín og onyx. SPORÐDREKAMERKIÐ. 24. okt.—23. nóv. Akvamarin er gæfusteinninn. Hann er skyldur beryll og af sörau ætt og smaragðinn. Akvamarín þýð- ir „sjóvatn“ og Plinius kallaði stein- inn „hinn sægræna gimstcin.“ í austurlöndum er hann tákn hrei i- leikans og ungar brúðir fá hann oft að gjöf. Hann er mjög næmur fyrir persónulegum áhrifum og getur sog- ið i sig ást brúðurinnar og geymt hana þangað til á liggur siðar í hjónabandinu. Akvamarín er mjög hjálplégur sjómönnum og liann er mönnum góð stoð er þeir þurfa að finna tínda muni. Líka átli hann að hí fa þann eiginleika að verða svart- ur, er menn sóru rangan eið. Sam- ræmir steinar i sporðdrekamerkinu eru smaragð, perla og rúbín, en granat er andstæður. BOGMANNSMERKIÐ. 23. nóv.—21. des. Tópasinn er gæfusteinn þessa merkis. Plinius segir, að tópas hafi fyrst fundist á eyjunni Topazos í Rauðahafi. Indverjar bera hann í þeirri trú, að hann varðveiti heil- brigðina og skerpi gáfurnar. Á mið- öldum trúði fólk því, að tópas í fálkamynd hjálpaði til að vinna hylli keisara og konunga. Hann styrkti líka hjartað og hreinsaði blóðið. Samræmir steinar í jiessu merki voru demantar og ópal, en and stæðir eru karneól og jade. Framh. á bls. 37.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.