Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 50

Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 50
44 F Á L K I N N KONA SJÓMANNSINS. Framh. af bls. 5. búðunum þegar liann tók upp böggulinn .... og án þess að jeg tæki eftir þvi hafði liann hirt stútinn af flöskunni og keypt flösku af sömu tegund í staðinn. — Bærilega hyrjaði það .... hvaða vinnu stundar hann? — Hann er stýrirnaður .... en fiændi lians ætlar að útvega lion- um stöðu í eldspitnaverksmiðju .... okkur finst ekki takandi í mál, að hann hjeldi áfram að sigla eftir að við giftum okkur. — Eldspíturnar eru hetri, á- reiðanlega! sagði Britta. — Þið eruð þá trúlofuð! Við ætlum að opinbera á jólunum, sagði Lilly, Ijómandi af sælu. — Og þú ert yngst af okkur, sagði Margot ergileg. Ekki nema barn. . . Hvor okkar skyldi verða næst! — Þær sátu hugsandi og reyktu sigarettu og þá sagði Britta loksins: — Mjer er hlátur í hjarta! —- Mjer er grátur í hjarta! sagði Margot .. og svo sögðu þær allar: Guð, varðveittu hjörtu okkar fyrir ástinni. Það var einskonar siðalögmál. r » r JANUAR fóru þær saman til London, Margot og Britta til þess að hlýða á fyrirlestra dr. James fyrir útlendinga, um enska hljóðfræði. Margot fór vegna þess, að hún ætlaði sjer að verða dómtúlkúr og skjalaþýðandi í ensku, og Britta fór vegna þess, að hún ætlaði sjer ekki að verða það, en vildi eigi að síður fá svo gott vegarnesti í málinu sem unt væri. Þetta var sama árið, sem nafn sænsks manns, Psilanders skip- sljóra sást svo að segja daglega i blöðunum um langa liríð Ilann var venjulega i fyrirsögnum hlað anna kallaður maðurinn sem geiur fundið axlaböndin sín sjálfur eða eitthvað því um líkt. Þetta gælúnafn hafði orðið til er hann í ofsaveðri á aðfangadags- kvöld neitaði að yfirgefa skip sitt, „Norrsken“ og fara í land i björgunarbátnum úr skipinu, sem hafði strandað í Vexford- fióanum við Irland. Skipstjórinn stóð einn eftir, og formaðurinn á björgunarbátnum neytti allra bragða til þess að telja honum hughvarf .... en það varð á- rangurslaust. — Jeg skal hara segja yður það, liafði Psilander skipstjóri hrópað gegnum veðurlætin, — að jeg er einn af þeim karl- mönnum, sem get fundið axla- böndin mín sjálfur, og að jeg ætla mjer að vera um borð í skipinu þangað til það er úti um það. — Þá er yður óhætt að sveia yður upp á, að jeg skal ekki dekstra yður lengur! hafði for- maðurinn svarað. — Haldið þjer, að við sjeum að gera okkur það til gamans, að koma hjer út í áttunda skifti? — Ekki hefi jeg beðið yður að koma hingað, laxi! hafði Psil- ander svarað. Jeg er yður vitan- lega þakklátur — en biðið þjer þangað til jeg kalla á yður. —• Þá megið þjer fara guði á vald fyrir mjer! hafði Irlending- úrinn sagt að skilnaði, um leið og hann fleygði póstbögli til Psil- anders og gekk eða rjettara sagt kútveltisl frá horði. — Gleðileg jól! hafði sænski skipstjórinn svarað og í sama bili kom á hann sjór svo að hann rann eftir þilfarinu. Hann varð um horð til tuttugasta og sjö- unda desemher. Þá loksins dró liann upp veifuna. Þeir urðu að bera hann frá borði, björgunar- mennirnir. Tveimur dögum síð- ar var ekkert „Norrsken“ til þess að skyggja á útsýnið yfir Atlants- hafið. Það var ákaflega liljóðleg við- taka, sem Psilander skipstjóri fjekk er honum var hoðið í sænska klúbbinn i London, Sendiráðið hafði sent honum að- göngumiða, með nafninu Karl Psilander frá Stokkhólmi, og hann lahhaði veraldarvanur inn í lestrarsalinn og hvarf þar í fjöldann. Hann hafði komið þarna fjórum sinnum alls til þess að lesa blöð, áður en dans- leikurinn mikli skyldi haldinn og í þetta skifti voru tilburðir lians alveg þeir sömu og í fyrri skiftin .... hann var eins og ár- vaknr veiðihundur, sem á heima alstaðar og livergi. Hann kynti sig Margot og Brittu fimm mín- útum eftir að þær komu. — Einhverja stöðu hljótið þjer að hafa? sagði Margot forvitnis- lega. — Jeg er sjómaður, svaraði Psilander. — Skipstjóri? .... stýrimað- ur? spurði Britta. — Vjelstjóri? sagði Margot. —- Atvinnulaus, svaraði Psil- ander. Þau dönsuðu. Fyrst dansaði Psilander við Margot og siðan við Brittu. Svo við Margot, síðan við Brittu. Þetta endurtók sig einum tíu sinnum þangað til stúlkurnar laumuðust burt og þóttust hafa lofað öðrum dansi. Þegar þær sáu hann nokkru seinna stóð hann uppi á borði og var að syngja sjómannavísur. Honum var klappað óspart lof í lófa. Svo kom gamall og glað- legur maður, sem allir þektu undir nafninu „doktorinn“, skrit- inn karl með kolsvart liár. Hann gekk fast að borðinu og rýndi á manninn. — Hvernig leið þjer í Vexford, drengur minn? spurði „doktor- inn“. — Þakka yður fyrir, ekki svo bölvanlega! svaraði Psilander. — En við skulum tala sem minst um það .... — Jú, það máttu reiða þig á, drengur minn! sagði gamli mað- urinn og áður en við var ráðið klifraði hann upp á borðið við hliðina á Psilander. Hann sagði tkki annað en þetta: — Maður- inn sem stendur hjerna er mað- urinn sem getur fundið axla- böndin sín sjódfur .... Psiland- er skipstjóri! Það seinasta, sem stúlkurnar niundu í samhandi við þetta kvöld var, að hann stóð uppi á horðinu og söng: ,,....de hade inga segel! de liissade en sárk . . . .“ og að alt samkvæmið söng með .... nei, það allra seinasta var, að hann kom til þeirra formála- laust og bauð þeim í hádegisverð á Frascati daginn eftir. Þegar þær voru að hátta um kvöldið, sagði Margot: — Trúir þú á ást við fyrstu sýn? — Stundum trúi jeg líka á ást án sýnar, sagði Britta. Margot andvarpaði eins og gömul eimreið. — Svo að jeg segi það eins og það er: Við lendum í rifrildi um hann, sagði Britta. DSILANDER skipstjóri var ekkjumaður, fengu þær að vita siðar. Það var atorku Mar- got að þakka, að þetta komst upp, og það væri að taka munn- inn fullann, að segja að þessi fregn vekti fögnuð hjá Brittu. — Maður verður að vera við öllu húin! sagði Margot. Annars er það varhugaverð braut, að segja meiningu sína. En ef leyni- rannsóknarstofur eiga nokkurn tilverurjett þá er það þegar svona ber undir. Annars er það aðal- atriðið að .... — Aðalatriðið er það, að á morgun leigi jeg mjer herbergi út af fyrir mig, sagði Britta. Og þetta gerði hún svo, þrátt fyrir það, að þær áttu ekki eftir að dvelja nema þrjár vikur i Englandi. Og þrátt fyrir það, að þær áttu báðar nægan forða af almennri kvenlegri skynsemi, verður að segja, að samkomulag- io milli þeirra næstu dagana líkt- ist mest vopnuðum friði. Óskap- lega taugaveikluðum friði. Eftir því sein nær dró burtför- inni óx taugahrollurinn hjá þeim báðum. Þær voru báðar orðnar bestu kunningjar Psilanders skip sljóra. Þær voru farnar að kalla hann Kalla, og þegar Kalli ekki heimsótti Margot og Brittu, voru Margot og Britta á veitingahús- inu með Kalla. Ensku hljóðfræð- inni fór sihnignandi og svipurinn á dr. James var grænn og gugg- inn. En það sem samtengdi þrenninguna mest var sameigin- leg ást á Norrköping, þó Kalli hefði þangað aldrei fæti stigið. — Norrköping er fyrsti bær- inn sem jeg heimsæki þegar jeg kem heim! sagði hann. — Og það getur lmgsast, að jeg hætti sjó- ferðum .... Jeg á föðurhróður, sem er ráðandi í eldspítnaverk- smiðju, og það gæti hugsast ... jæja, maður getur orðið þreytt- ur á þessum eilifu siglingum og flækingi. Við eigum sumarbústað við Váttern! sagði Britta. — Þú get- ur fengið að vera þar svo lengi sem þú vilt .... Sumarhústaðurinn okkar er við Máleren, sagði Margot .... Einn daginn sátu þau á Fras- eati eins og svo oft áður. Margot var í lieimspekilegum hugleið- ingum og mjög hugsandi. - Trúir þú á skáldsögurnar nú á dögum? spurði hún Kalla. Tvímælalaust, svaraði Kalli. Sönnunin fyrir því kemur eftir tvær mínútur. Jeg liefi ver- ið að draga að segja ykkur það, þó jeg hafi stundum átt hágt með að þegja yfir því. . . . Þið vitið að jeg strandaði á „Norr- skenet“ í Vexfordflóanum og skipið liðaðist sundur á endan- um. Björgunarháturinn kom út á jólakvöldið og formaðurinn rjetti mjer höggui og í honum var þetta hjerna. . . . sjáið þið: Kona sjómannsins með nál og enda og smádót, sem enginn sjómaður notar. ... og svo að auki kvæði eftir Fröding og reykjarpípa og brjef fró stúlku i Norrköping , sem heitir Anna Lindén. . . ,en það skrítnasta af öllu saman er, að hún stendur á þvi fastar en fótunum, að hún hafi ekki skrifað brjefið nje yf- irleitt sent neinn sjómannabögg- ul. . . . Við ætlum að gifta okkur a morgun. Merk bók. ÍSLAND, Ijósmyndir af landi og þjód'. Reykjavík 1938. ísafoldarprentsmiðja H. f. hetta er falleg og eiguleg bók, er flytur fjölda mynda úr íslenskri náttúru, Þjóölifi og atvinnuháttum. Hún er hið ákjósanlegasta kynn- ingarrit um ísland erlendis, þar eS inngangur bókarinnar er í enskri þýðingu og umsöcn með myndun- um á þrem höfuðtungum auk ís- lenskunnar. Það eru aðallega fjórir menn, sem hafa húið bók þessa undir prentun auk Gunnars Einars- sonar prentsmiðjustjóra, en það eru Geir G. Zoéga vegamálastjóri, er skrifar formála bókarinnar, Pálmi Hannesson rektor, er skrifar all itar- legan inngang um land og þjóð og fylgir af honum ensk þýðing, Björn Arnórsson stórkaupmaður, sem valið hefir liinar fjölmörgu myndir af mestu smekkvísi og Guðhrandur Jónsson prófessor, sem samið hefir myndatéxtana á islensku, ensku, þýsku og frönsku. -— Útgefendurnir eiga inestu þakkir skilið fyrir bókina. Land og þjóð er vel sæmt af henni, hvar sem hún lendir, og áreiðanlega verður liún til þess að opna augu ekki aðeins fjölmargra útlendinga heldur og landsrh'anna sjálfra fvrir fegurð ís- lands, sem er alveg einstök í sinni röð. — Bókin bætir úr hrýnum skorti á góðum kynningarritum um landið, sem eru nauðsynleg, ef gera skal ísland að fjölsóttu ferðamann •- landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.