Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 48

Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 48
42 F Á L K I N N Oscar Clausen: Frá liðnum dögum. IV. Viimufólkið á Ballará Á stórbýlunúm við Brei'ðafjörð, þar sem höfðingjar sátu um aldarað- ir, var áður á tímum margt hjúa og svo var það enn á síðastliðinni öld. — Skarð á Skarðsströnd er eins og menn vita, eitt fornfrægasta höfuð- hól þessa lands og hafa þar altaf setið ríkir höfðingjar með mikilli rausn og fjölda hjúa, en á fyrri hluta ald- arinnar sem leið, var annað ríkis- manns heimili á Ströndinni. Það var hjá síra Eggert Jónssyni á Ball- ará. — Það vill nú svo vel til, ;ið í plöggum síra Friðriks Eggerz, hins mikla fræðimanns, eru góðar hein.- ildir um vinnufólkið á Ballará, um {>að bil, sem hann var þar að alast upp hjá föður sínum og eftir þeim verður farið hjer að mestu. — Ingibjörg Skeggjadóttir var ein vinnukonan hjá síra Eggert. Hún var skapstór svarkur, en systur hennar tvær, sem hjetu Rebekka og Val- gerður voru líka vinnukonur á Ball- ará og voru þær enn skapmeiri. — Þessar systur voru að rífast, karpa og kýta nærri hvern dag frá því að þær opnuðu augun á morgnana og þangað til þær lokuðu þeim á kvöldin. -— Samtímis þeim, var þar einnig vinnukona, sem Helga hjet og var hún líka mesti skapvargur og eftir þvi ofsafengin, og tók hún drjúgan þátt í rifrildi þeirra og ó- friði. — Það var venja á Ballará, að þar var lesinn sálmur eða morg- unbæn á hverjum morgni þegar all- ir voru komnir á fætur, en svo var mikið rifrildi og jafnvel áflog i vinnukonunum meðan sálmurinn var lesinn, að þessa góðu venju varð að leggja niður. Rebekka Skeggjadóttir fór siðan úi undir Jökul og giftist þar manni. er Jóri hjet og var kallaður Stórasál. Hann komst í sauðaþjöfnað og var hýddur, og svo skyldu þau. — Val- gerður Skeggjadóttir giftist Daníel nokkrum Þorlákssyni, en hann var vitgrannur maður og bögumæltur. Þegar Valgerður var orðin gömul, var hún um tima í Hvarfsdal, hjá Gísla bónda Sæmundssyni og henti hann gaman að því, að kerlingin hefði beðið sig að syngja uppáhalds- hugvekjusálminn sinn, sem byrjaði svona: „Hafsúlan hraðar sjer, hallar út degi“. •— Faðir þessara Skeggjadætra, sem þóttu einfaldar vandræðaskepnur,var Skeggi nokkur Halldórsson, sem var alla æfi á Skarðsströnd, oftast vinnu- maður á stórbýlunum þar og siðast niðursetningur á Skarði. — Skeggi var sonur Halldórs nokkurs Illuga- sonar og voru þeir Skeggi og Bjarni „skratti“, er síðar getur, þremenn- ingar að l'rændsemi, og báðir komn- ir af kyni þess „fróma“ manns Axlar- Bjarnar. — Skeggi var mjög rammur að afli og skapharður. Hann var sjó- maður góður og reri haust og vor i Bjarneyjum. Oftast aflaði hann vel, en ef svo bar við að „sá guli“ var tregur, var Skeggi ekki mönnum sinnandi, og talaði ekki orð, nema lireytti úr sjer ónotum. Þegar svona stóð á, yfirgaf hann bát sinn og há- seta þegar eftir að þeir voru lentir, labbaði til búðar sinnar og lagðist upp í flet sitt í öllum skinnklæðum. Þá neytti hann heldur ekki matar nje drykkjar og reri afur fastandi. Það kom fyrir að Skeggi færi einn á bát úr Bjarneyjum upp að Heiðna- bergi, þar sem hann bjó um tíma, og valdi þá oftast til þess þá daga, sem ekki varð róið vegna veðurs. Hann fekk því oft norðandrif í þess- um ferðum og komst þá stundum í hann krappann. í einni slíkri ferð, þegar norðan veðrið og harkan var svo mikil, að ófært var milli bæja, lenti hann í Kálfshólma niður undan Ballará og setti þar upp bát sinn. Þá hafði hann mist hattinn og var berhöfðaður í óveðrinu, en skap hans var svo mikið þegar hánn kom heim að Ballará, að þar vildi hann hvorki þiggja gistingu nje hatt á höfuðið. Honum var þá lika boðið að borða og drekka, en ekki var nærri því komandi að hann þæði það. Hann hjelt svo áfram inn ströndina og kom hvergi við, en linti ekki fyr en hann náði í hríðinni, heim til sín inn að Heiðnabergi. Þegar Skeggi hætti að búa, varð hann nautamaður í Búðardal hjá Elínu ekkju Magnúsar sýslumanns Ketilssonar, en þá lá hann altaf í fjósbás á nóttunni og þýddist ekki nokkurn mann. Við hann dugðu þá engin blíðmæli og var eins og hann umhverfðist við öll góð atlot, sem honum voru sýnd. Skeggi var mesta dygðablóð og verkmaður mikill og eftir því húsbóndahollur. — Hann átti alls sjö börn og var hvert öðru óþjálla og einkennilegra i lund. Svo var mikið sundurlyndi með þeim svstkinum, börnum Skeggja, að þau gengu aldrei sama veg til kirkju; þá fór eitt til fjalls, annað til fjöru og þriðja miðsveitis, svo að það var orðið máltæki á Skarðsströnd, ef menn fóru dreift, að þeir ferðuðust eins og Skeggjaliðið, en svo var þetta fólk kallað. — Ein vinnukonan hjá síra Eggert var Þuríður Jónsdóttir og var það hún, sem bjargaðist þegar Fagurey- ingar druknuðu í lendingunni í Drit- vík, en hún reri hverja vertíð i Dritvík og gengu þar þá 70 skip. — Þuríður þessi vildi ekki ráða sig i vist, nema með þvi skilyrði að hún væri látin róa í Víkinni, en sumu kvenfólki þótti hið mesta yndi að vera þar til fiskróðra á vorin og meðal þeirra var Þuríður ein. •— Hún var dugnaðar vargur og karl- manns í gildi, en þótti ekki neitt lcvenleg. — Sem dæmi þess liversu Þuriður var hrifin af að vera í sjó- göslinu í Dritvík, er sagt frá því að hún raulaði oft þessa vísu fyrir munni sjer: í Vík að róa, víst er mak, Vík er nóg af dygðum rík. í Vík á drottinn vænt stak, Vík er Paradísu lík. — Þá hjet ein vinnukonan á Ballará, Guðrún o.g var ekkja Kolbeins nokk- urs, sem búið hafði í Frakkanesi. Hún var væn kona, dugleg og dag- farsgóð, og vildu prestshjónin ó- mögulega missa hana af heimili sínu en liana langaði í margmennið í Dritvík. Fyrir þrábeiðni hennar, ljetu þau það eftir henni og lofuðu henni að róa þar eina vertíð, en þar druknaði hún í fyrsta róðrinum. í samband við druknun Guðrúnar, var settur atburður, sem gjörðist á Ballará sama morguninn og hún fórst. — Þá kom hrafn á strompinn á svefnlofti prestshjónanna áður en þau voru komin á fætur, teigði hálsinn niður í strompinn og argaði þar lengi. Síra Friðrik Eggerz, sem þá var 18 ára gamall unglingur, hljóp upp úr rúminu og leit upp í strompopið og sá þá ekki annað en rautt ginið á krumma. Ekkert var liann kvektur og fór hann svo sina leið, en aldrei hafði þetta komið fyrir, fyr nje síðar. — Það var álit manna að krummi hefði verið að til- lcynna dauða Guðrúnar. — Af vinnúmönnum síra Eggerts skal fvrst nefndur Guðmundur, sem kall- aður var Pílatus, en hann var grobb- inn einfeldningur, sem hafður var að háði. •—• Einu sinni varð vinnu- kona, er Guðrún hjet óljett og var hún í vist hjá hefðarbónda i einni af eyjunum fyrir Skarðsströnd. Sá orðrómur lá á, að húsbóndi hennir ætti barnið, en það var kent Gvendi Pílatusi og var Gvendur greyið upp með sjer af því að eiga króann. Svo kom það síðar i ljós, þegar bet- ur var athugað, að Gvendur hafði verið við róðra undir Jökli, eða i 13 vikna (mílna) fjarlægð frá Gunnu þegar barnið hafði komið undir. Um þetta kvað Jón stúdent i Fagradal. sonur síra Eggerts: Pílatus át gotugraut, gamla þegar stappið gekk, þrettán vikur þrællinn skaut, þegar hún Gunna barnið fekk. Gveúdur Pílatus hafði þegar hann var ungur, verið hjá Jóni gamla Eggertssyni í Hergilsey og lenti þa oft i miklu drabbi og drasli í sjó- fercuin með honum. — Eitt sinn fór Jón á hreppskil í Svefneyjar og hafði með sjer 2 unglinga og var Gvendur annar. Um kvöldið þegar þeir fóru heim aftur, var talsvert frost og hafði þá neglan farið úr bátnum, en Jón var drukkinn að vanda. — Þá varð Gvendur að halda fingrunum í neglugatinu, svo að báturinn ekki sykki, en skifta varð hann um fingur alla leið til þess oö hann kæli ekki. Eftir þetta fekk Gvendur kartnögl á livern fingur á báðum höndum. •—• Þegar síra Eggert var við öl, hafðí hann gaman af að tala við Gvend, þó að hann væri ekki greinagóð- ur, því að hann var svo glaðlynd- ur og kátur, og kallaði prestur ur liann þá altaf Pílatus sinn og gaf honum úr flöskunni með sjer. •—• Gvendur hafði svo mikla ást á síra Eggert, húsbónda sínum, að hann mátti aldrei óklökkur á hann minn- ast. — Einu sinni kom það fyrir, að Gvendui- misti, í ofviðri á sjó, af höfði sínu oturskinnshúfu, sem prest ur hafði gefið lionum og sjálfur brúkað. Þá grjet Gvendur og sagði. að lán sitt væri nú líklega farið. ■— Annar vinnumaður sira Eggerts, var Jón, sem kallaður var ,,greifi“’ og var hann sauðamaður hans. Hann var 18 vetra þegar hann kom til prests, vorið 1807. Síra Friðrik segir að Jón hafi verið „óhræsi“ og með geitur þegar hann kom til foreldra hans. Hann segir lika, að faðir sinn hafi reynt að koma „mannsart" : hann, en ekki tekist það vegna þess hversu drengurinn hafi verið van- ræktur í uppvextinum. — Annars er lýsingin á Jóni greifa ekki fögur hjá síra Friðrik, því að hann segir að Jón hafi verið „ „svikull og ótýndur skúmur, og mesti montari". Jón var þó á Ballará í 14 ár og skulu nú sagðar sögur af sviksemi hans við fjárhirðinguna hjá presti. Það var einn dag um vetur, að kafaldshrið var svo mikil, að sira Eggert bannaði Jóni að beita út fjenu og lagði ríkt á við hann að gefa því inni. — Jón gjörði þá þvert á móti. — Hann ljet fjeð út, en veðr- ið var þá svo mikið, að það hrakti jafnóðum frá húsunum, svo að Jón vissi ekkert livað af því varð, sumt fauk undan veðrinu að Melum, sem er næsti bær á hlíðinni, nokkuð hrakti suður fyrir Klofning og sumt fanst aldrei. Það var því von að presti rynni í skap. Um kvöldið þegar búið var að kveikja, gekk síra Eggert úr húsi sínu fram á loftið þar sem fólkið sat og vandaði um við Jón og kvað honum hafa farið þetta illa og ódrengilega, en Jón var að því skapi hortugur, sem hann var öðrum svikulli og svaraði engu nema illu einu. Þá fauk svo i prest, sem ekki var óeðlilegt, að hann ætl- aði að berja Jón greifa, en hann snaraði sjer undan í stigagatið. — Jón var með geitnakollu eða „par- ryk“ og rifnaði hún frá höfðinu á loftskörinni, en þá rak hann upp skræk og skaust fram bæjargöngin, undan refsingunni. — Annan vetur var það, að Jón átti að gæta kinda á Ballará og misti margt af þeim, en hvernig það at- vikaðist vissi enginn. — Nokkru síðar sáust kindur reka á ísjaka út með landi, en náðust ekki. — Einu sinni fór preslur að messa í Dagverðarnesi á uppstigningardag og var mikil vorleysing. Hann tók Jóni þá vara fyrir, að láta fjeð fara upp í lilíðina, sem er snarbrött fyrir of- an bæinn, því að skriðuföll voru mikil úr klettunum. Jón hjet góðu um þetta, en þegar verið var að lesa húslestur um daginn, kom hann hlaupandi upp loftstigann með miklu írafári og hávaða, og kallaði: „Hætt- ið þessum lestri, fjeð er alt undir skriðu i hlíðinni“. Eftir lesturinn var svo farið að vitja kindanna og voru þá 16 ær dauðar og liálfdauð- ar undir skriðu. — Loks var prestur orðinn leiður á Jóni dg rak hann í burtu eitt vorið, því að þá komu 2 kindur upp úr taðinu þegar húsin voru stungin úl. — Haustið áður hafði prestur sett 120 ær á vetur, en átti ekki nema 25 eftir um vorið. Þegar Jón greifi fór frá Ballará, var hann orðinn stærilætismaður og reykti tóbak úr silfurijípu, en sköllóttur var hann eftir geiturnar, og ekki nokkurt hár á hans höfði. Þegar talað var við hann um, að ólánlega hefði honum tekist fjárgeymslan á Ballará, sagði hann: „Jeg veit ekki hvort jeg á heldur að kalla það ólán mitt en prestsins”. — Eftir þetta segir síra Friðrik, að Jón greifi hafi farið á rjátl eða flakk og hvergi staðnæmst. Hann var tal- inn „drykkjuflagari" og lauk svo æfi sinni þannig, að hann varð úti í hríðarbyl. — Bjarni „skratti” var um tíma vinnuiriaður á Ballará, en fór svo að búa, fyrst í ytra Fagradal og síðar í Frakkanesi og þar dó hann gamall árið 1865. — Þetta miður skemti- lega viðurnefni fekk Bjarni af því að hann hafði það óvana orðatiltæki, að segja oft eftir setningarnar: „Skrattinn hafi það“. — Bjarni var mesti átmaður og vildi helst lifa eingöngu á kjöti og smjöri, og það sagði hann, að þetta tvent væri ómissandi í öll ferðalög, en köku skrattarnir gerðu ekki annað en „snaranda". Þegar einhver varð veikur, sagði hann altaf að það væri af átleysi. Hann var söngmaður mikill og raddsterkur og kunni utan- bókar allan messusöng alt árið og sálmaflokka þá, sem venja var að syngja í heimahúsum að vetrinum. Bjarni „skratti" var ráðvandur heiðursmaður, en varð þó einu sinm fyrir þvi að vera sakaður um sauða- þjófnað, alsaklaus. — Bjarni var farinn að búa i Frakkanesi. Hniflótt ur sauður hafði gengið í fje hans um sumarið, en hvarf snögglega þegar leið að rjettum og var grun slegið á Bjarna um óráðvandlega meðferð á honum. — Þetta kvisaðist og barsl til kammerráðsins á Skarði, sem þá var sýslumaður í Dalasýslu og skip- aði hann hreppsstjóranum á strönd inni, sem var Björn Einarsson í Dag- verðarnesi, að rannsaka málið. Hann gjörði sjer nú ferð að Frakkanesi og setti þar einskonar rjett yfir Bjarna og lieimilisfólki hans, en Bjarni og alt hans fólk gaf það skrattanum rf sauðurinn væri hjá þeim niðurkom- inn. —, Yið svo búið varð Bjarni hreppstj. að hætta við málið, en þótti það mjög svo miður, þar sem liann lang-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.