Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 43

Fálkinn - 17.12.1938, Blaðsíða 43
F Á L K I N N 37 að gera svo vel, að hanga á móti staka hundinum sjálfur. Hjónasæng. Hún hefir nú löngum verið hugleikið spil, ungu og ógiftu fólki, og er jafn vel spiluð nokk- uð enn. í hjónasæng, sem lika er kölluð hjónaspil, eru oftast fjór- ir, en geta þó verið alt að tíu. Áður en spilið er byrjað, er dreg- in mynd á spilaborðið, og er hún venjulega svona: og fleiri útgáfur eru ef til vill af lvenni. Það segir sig sjálft, að álmurnar verða að vera eins margar og margir eru í spilinu. (Myndin er miðuð við að fjórir sjúli). 1 eða hringurinn sem er yst á hverri álmu, er nefndur kopp- urinn. 2 heitir koppharmur, 3 pallstokkurinn, 4 rúmstokkur- inn, 5 hjónasængin. Hverjum eru gefin 5 spil. Nú slær einliver út, en liinir gefa í alveg eins og' í hundi. Sá fær slaginn sem drepur hin spilin, með hærra spili í sama lit, og sest liann á einhvern koppinn, eða leggur í hann gler eða eitllivað því um likt. Þegar sá sami fær slag næst, ljograr hann upp á barminn, eða færir gler sitt þangað. Þetta gengur koll af kolli. Þeir sem fá slagina fika sig upp á við, þang- að til þeim tekst að fá 5 slagi eða komast upp í hjónasængina, og er spilinu þá lokið. Ef menn vilja þá halda áfram, verður að hyrja að nýju. Sá þykist hafa himin höndum tekið, sem kemst upp í sængina, og er það elcki að furða, því þar á að vera fyrir en liver stúlka, sem áður er tek- m til, og er hún náttúrlega ekki valin af verri endanum. Á hinn bóginn þykir það mjög neyðar- legt, að dúsa alt af á koppnum, og litlu betra að komast á rúm- stokkinn, því þá er manni sýnd gæs en gefin ekki; einna ófrægi- legast þykir þó að húka á barm- inum. Svona liefi jeg vanist spil- inu, segir Ó. D. en Pálmi Páls- son lætur þann sem vinnur kom- ast að stúlku sinni á annan liátt, en þegar er gert ráð fyrir. Hann segir: „Hver spilamaður gefur sína stúlkuna þeim sem unnið hefir og hann kýs sjer eina sjálf- ur. Því næst er stokkað upp og sá sem í bakhönd er vinnanda, slær þá öllum spilunum upp i jafnmarga bunka, sem spiia- menn eru, og fær þá vinnandi þá stúlku, sem sá liefir gefið, er það spil fær i sinn bunka, sem kom vinnanda upp í sængina“. Spilaspár. Margir spádómar hafa löngum verið bundnir við spilin. Þegar þú ferð til spákonunnar hefir hún vanalega spilin fyrir fram- an sig á borðinu til þess að reikna út framtið þína. Þegar þú dregur spil, þá tákna rauðu litirnir, lijarta og tígull gott, en svörtu litirnir, lauf og spaði, hoða þjer yfirleitt mótlæti eða einhverja örðugleika. Hjer fer á eftir skrá um það livað livert einstakt spil þýðir, sem dregið er: Hjarta. Ásinn þýðir liús, tvist- urin giftingu, þristurinn frið- semi, fjarkinn einhvern geðfeld- an atburð, fimmið óvænta fregn, sexið að mikil gæfa sje í vænd- um, sjöið veislu, áttan innilega vináttu, nían heita ást, tían trúa(n) unnustu(a), gosinn: ung ur og laglegur maður leitar ráða- hags við þig, drottningin: falleg og væn stúlka liefir lagst á hugi við þig, kóngurinn einlægan vin. Tígull. Ásinn þýðir brjef, tvist- urinn ánægjuefni, þristurinn nýj- an vin, fjarkinn ábatasama versl- un, fimmið að peningar sjeu i vændum, sexið hamingjuvon, sjöið þýðir að von sje á ein- hverju þægilegu, áttan að fyrir- ætlan eða fyrirtæki ráðist vel, nían gjöf en ekki stóra, tían mikla peninga, gosinn gleðileg tiðindi, drottningín: heldri kona gerir þjer eitthvað til gagns eða gleði, kóngurinn heldri maður er þjer innan handan. Lauf. Ásinn þýðir stóreflis gjöf, tvisturinn leyndarmál, þrist urinn að ósk manns rætist, f jark- inn frjettir, fimmið ferð, ekki langa, sexið gott embætti eða góðan hag jdir höfuð, sjöið að illa sje talað um mann, áttan að maður verði fyrir álygum, nían langferð, tían sorglegan atburð, gosinn þú bíður tjón af undir- ferli annara, drottningin ekkju eða ganila konu, kóngurinn lieim sókn, sem eklci var húist við. Spaði. Ásinn þýðir dánarfregn, tvisturinn að eitthvað mistakist, þristurinn örðugleika en ekki þó mikla, fjarkinn að maður verði fyrir þjófnaði, fimmið vesöld eða lasleika, sexið slæm tíðindi, sjö- ið að fals og flærð sje í vændum, áttan hrygð, nían öfund, tían sótt eða mikil veikindi, gosinn vífinn mann, drottningin óvand- aða konu, kóngurinn ágjarnan iann. Til er spilaspá sem segir manni hvort þessi og þessi kona ann þessum og þessum karl- manni og öfugt. Sá sem vill ganga til frjettar við spilin, lieldur á þeim öllum á grúfu og leggur þau svo uppí- loft á liorð, hvort eftir annað, og hefir formála þenna yfir um leið, í sífellu, þangað til hjarta- ásinn kemur á borðið: Hann elskar hana (hún elskar hann) af öllu lijarta yfir máta ofur heitt, liarla lítið og ekki neitt. Ef lijartaásinn kemur i ljós, meðan verið er að segja „af öllu hjarta“ þá má ganga að því vísu að sá sem spurt er um, unni mjög konu þeirri, sem um er að ræða. Ef ásinn kemur aftur ekki fyr en seinasta setningin er liöfð yfir, þá fer fjarri því að liann unni henni. Yfir höfuð sýna lín- urnar í formálanum á hverju stigi ástin er, á þann hátt sem getið er um. Ef einhver vill vita hvernig lionum reiðir af þegar hann ætl- ar að fara að biðja sjer stúlku, þá tekur hann spil, leggur þau á borð hvert eftir annað, og hef- ir yfir vissan formála, hverja línu við sitt spil, en formálinn breytist eftir því, hvort spilin sem verða fyrir lionum, eru lijarta, tígull, spaði eða lauf, þvi þá er tígulleg(ur), hjartanleg- (ur), lygin(n) og sposk(ur) skeytt framan við allar línurnar í formálanum nema þá fyrstu. Formálinn er þessi: Fyrst leggur liann af stað, kemur liann að, ber liann að dyrum, kemur hún til dyra, býður honum til sætis, ber hann upp bónorðið, svarar hún honum. En svarið er já eða nei, eftir því hvort seinasta spilið er rautt eða svart. Ef það er rautt, þá fellur alt í ljúfa löð með lijóna- leysunum, en ef það er svart, þá má búast við hryggbroti. Svarið getur líka farið eftir því, livort hún svarar biðlinum hjartanleg, tíguleg, sposk eða lygin. Ef liún svari lygin, þá sje öll von úti, en aftur geti málið brugðist til beggja vona ef hún svari sposk. Margt fleira mætti týna til um spil og spilaspár, þó að ekki verði lengra farið út i það um sinn. EÐALSTEINAR. Niðurl. frá bls. 16. STEINGEITARMERKIÐ, 21. des.—20. jan. á rúbín fyrir gæfustein. Rúbíninn er kallaður konungur gimsteinanua og gimsteinn konunganna. Hann er dýrastur allra gimsteina, að frá- teknum demantinum og margir taka hann til jafns við hann vegna þess að hann hefir svo fallegt geisla- brot. í Indlandi segir gömul saga, að rúbíninn sje það dýrmætasta, sem jörðin liafi getað framleitt, og þess- vegna hafi þessi steinn verið færð- ur guðunum sem fórn. í Birma er það trú, að menn sem hera rúbin á handleggnum geti ekki særst í stríði. Samkvæmt gamalli trú var rúbín- inn gæddur yfirnáttúrlegu afli. Plin- íus segir, að Kaldear hafi talið rú- bíninn öflugastan allra steina, því að liann verndi þann sem ber liann gegn öllu illu. Hann taldi líka að stei'nn ]>essi væri ýmist karlkyns eða kven- kyns og voru hinir fyrnefndu dekkri á lit. Þessi trú hjelst langt fram- eftir miðöldum. í Kína og Japan trúa menn því, að rúbínar lengi líf- ið og æðstu mandarínar i Kína bera ávalt rúbína. Menn trúa þvi lika, að rúbinar gætu varað eigendur sina við hættu og breyttu þeir þá um lit. Þessi trú var almenn bæði í Asiu og hjer í álfu; m. a. segir svo um Katrínu af Aragóníu, að hún ætti hring með rúbín, sem breytti um lit er hætta var á ferðum. Líka trúðu menn þvi, að rúbinar lýstu i myrkri. Galilei á að hafa átt nokkra rúbína, sem „lýstu eins og glóandi kol eftir að dimt var orðið í stofunni“. VATNSBERAMERKIÐ, 20. jan.— 20. febr. Gæfusteinn þeirra sem fæddir eru undir þessu merki er hyasint. Þessi steinn er sjerstaklega lukkusteinn ferðamanna og trygði þeim gestrisn- ar viðtökur, forðaði þeim frá nöðru- biti og ekki var þeim hætta af eld- ingu, sem bar hyasint á sjer. Þess- vegna þótti það ómissandi að eign- ast hyasint áður en farið var i lang- ferð. Auk þessa ljetti steinn þessi konum barnsburð jók matarlyst hjá fólki og trygði því góðan og róleg- an svefn og firti það þunglyndi. Þeim sem fæddir eru undir þessu merki er einnig holt að eiga granat, demant, jaspis, agat og ópal, en varast skyldu þeir beryll og akva- marín. Tólfta og siðasta stjörnumerkið er: FISKAMERKIÐ, 19. febr,—22. mars. og er ametyst gæfusteinn þeirra, sem undir þessu merki eru fæddir. Aristóteles segir frá því, að Bakkus hafi verið að draga sig eftir dis- inni Ametyst, svo að hún hafi orðið að leita sjer ásjár hjá Diönu. Og Diana gerði úr henni vatnstæran gimstein er Bakkus kreisti safa úr bláum vínberjum og ljet hann leka yfir steininn. Þannig fjekk ametysl- inn sinn núverandi lit og jafnframt þann eiginleika, að sá sem ber hann getur ekki orðið drukkinn. Hjelst þessi trú langt fram á miðaldir. Ametystinn var líka óbrigðull tii þess að hamla óliófi í Venusardýrk- un og brátt lagðist það orð á, að steinn þessi skerpti gáfurnar. Ofdrykkja og lauslæti eru tvær af „tignustu dætrum djöfulsins" og þessvegna þóttust menn hafa höndl- að hnossið er þeir fengu ametyst- inn, því „ef liann var lagður á nafl- ann þá dró hann til sín alt áfengið." Egyptar notuðu steininn sem verndargrip og þar i landi þótti hann sjerstaklega góður til að auka mönnum hugrekki í hættum. Hebre- ar sögðu að ametyst gæfi góða drauma og enski læknirinn Fernie skrifar 1607, að geislar ametystsins sjeu róandi. Þeir sem fæddir .ru undir fiskamerkinu geta einnig not- að safír, turkis, smaragð og rúbín, en ekki agat nje tópas. Að endingu skal birtur hjer kaili úr jólaprjedikun frá 1613 eftir Mog- ens nokkurn Nielssön, og lýsir liann trú almennings á steinana þá á dögum: „Hver getur nógsamlega undrast mátt þann, sem eðalsteinarnir eru gæddir, hvarum margir miklir menn svo sem Plinius, Agrippa, Baptista, Longius og aðrir margt skrifað hafa. Smaragðus þjenar gegn köldu sýki og eilrun og missir glans sinn og mátt þegar maður dýrkar Venus óleyfilega. Viljir þú eignast auð og völd (hver efast þarum?) þá lát drekamynd greypa í rúbín og ber hann jafnan á þjer. Þráir þú þann stein ametyst hvari björns bílæti er grafið þá flýja illir andar frá þjer og þjer mun erfiðlega takast drukK- inn að verða. Viljir þú forðast vatns nauð og druknun, þá lát einn kross útskera i jaspis Og geym steininn vel á þjer. Er þetta ekki undarlegt? í sannleika: .. . .Margt er það í náttúrunni fólgið, sem maður getúr ekki ráðið með skarpskygni sinni og skilningi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.