Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 27

Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 27
F Á L Ií I N N 21 DDuglas UihiínELj: É m S |ólakarfan .f á £;;.k m P ^i'h. Jf «®L m ETTA er jólasaga, skal jeg segja ykkur. Eiginlega œtli maður ekki að vera að safna öllum Jjessum fallegu sögum um alúð og sjálfsfórnir til þess að geyma þær til jólanna. Þær ættu — ef þær eru sannar á annað borð — að vera jafn góðar á hvaða tíma árs sem er. Þessi saga hjerna segir frá Robert Parker. Þið munið kanske eftir lionum? Ef þið eruð orðin görnul þá hafið þið eflaust sjeð hann einhversstaðar á ieiksviði. Sjálfur man jeg ekki eftir honum. Jeg er of ungur til þess. En Parker . var mikill leikari og ijek einkum • skapgerðarhlutverk. Hann ferðaðist um iandið þvert og endilangt i mörg ár, með bestu leikfjelögum, og vakti allstaðar athygli fyrir gáfulegan og næman leik. Vikuna fyrir jólin var hann altaf i New York og kom þá í Leóparða- klúbbinn á hverjum degi, en það er fjelag liinna hetri leikara. Þar sat liann löngum með stjettarbræðrum sínum og talaði um leikhús og rifj- aði upp gamla viðburði. Það var altaf fjölment í klúbbnum um þær mundir. Vikurnar fyrir stórhátiðar eru altaf slæmar fyrir leikhúsin, þvi að allir hafa um annað þarfara að liugsa en fara i leikhús. Parker var af fátæku bergi brot- inn og gleymdi aldrei hvernig það var að fá sig ekki saddan. Á hverju ári hjelt hann góðgerðarskemtun og þar aðstoðuðu menn úr klúbbnum ókeypis. Ágóðanum var varið til að kaupa körfur með jólamat og jóla- ‘ gjöfum, sem var útbýtt i anddyri klúbbsins á aðfangadagskvöld. Sumir fjélagsmennirnir óku meira að segja um horgina með körfurnar til þeirra, sem voru of gamlir og lasburða til þess að geta vitjað um þær sjálfir. Og á liverju aðfangadagskvöldi ók Parker um á stórum vörubíl og út- býtti jólakörfum til þeirra, sem liann vissi, að þörfnuðust þeirra mest. Ef það var mikill snjór notaði liann sleða í slað bifreiðarinnar og ók á milli góðbúanna eins og jólasveinn. Það kom aldrei fyrir, að nokkur leikari, hversu dyntóttur sem hann var, færðist undan að aðstoða við skemtanirnar hans. Og ýmsir, sem ekki gátu komist til New York um jólin, sendu honum peningagjafir i samskotasjóðinn, sem uppbót fyrir, að þeir gátu ekki lijálpað til öðru- vísi. Parker varð gamall og fjekk minna að gera en áður. Þegar hljómmyndin kom varð kreppa lijá öllum leikhús- um í heiminum. Eitt kvöldið sagði liann i klúbbn- um: — Ilerrar mínir! Jeg fer að verða gamall. Það fer að verða tími til þess, að jeg leggi farðann og bún~ inginn á hilluna og dragi mig i lilje. En áður en jeg geri þetta ætla jeg að biðja ykkur, fjelaga mína, að lofa mjer einu. Haldið þið áfram að gefa fátæklingunum jólakörfur. Jeg get ekki starfað að því með sama dugn- aðinum og áður. Viljið þið gera þetta fyrir mig, góðir fjelagar? Leikarar eru tilfinninganæmir menn og fljótir að hrífast. Þeir lof- uðu þvi hálíðlega, að gamla venjan með jólakörfurnar skyldi í heiðri liöfð framvegis, og klúbburinn lieiðr- aði Parker með því að gera hann að heiðursfjelaga. Parker kom nú sjaldnar í klúbb- inn en áður. Með árunum, sem liðu, þyntist hin gamla vinafylking hans. Þeir gömlu hurfu og aðrir yngri komu i staðinn, og gamla venjan með jólakörfurnar gleymdist og fjell úr sögunni. í fyrra kom Parker gamli í klúbb- inn rjett fyrir jólin. Hann var afar ellilegur — kengboginn og hárið al- hvítt. — Herrar mínir, sagði hann og slóð úpp. Þetta verður víst í síðasta sinn, sem jeg bið um orðið hjerna í klúbbnum. Og nú ætla jeg að biðja ykkur bónar. Eins og sumir ykkar kanske muna, var jólagjafaútbýtingin mín besta skemtun og eina áhuga- mál utan leiksviðsins. Jeg er kominn af fátæku fólki og jeg veit, livernig það er að vera svangur á mesta hátíðisdegi ársins. Svo hjelt hann áfram með skjálf- andi rödd: — Jeg ætla nú að biðja ykkur þess ennþá einu sinni, að ljá lið ykkar og listgáfu til þess að að- stoða á líknarskemtun til ágóða fyr- ir matgjafir á jólunum. Áheyrendurnir ljetu að orðum gamla mannsins og skemtunin var lialdinn óg gaf mikinn arð. Það voru hvit jól í þetta sinn og það þótti Parker vænt um. Hann var nú orðinn of gamall til þess að sitja í ekilssætinu og fara um horgina með jólakörfurnar og hafa taumhald á viljugum hestunum og þessvegna varð það að ráði, að ann- ar maður gerði þetta, en Parker gamli var við afhendinguna á gjöf- um í klúbbhúsinu. Allir fengu troðna körfu og vingjarnleg orð, og augu Parkers gamla ljómuðu af gleði. Þetta var dagurinn hans og hann vildi fá sem mesta ánægju af hon- um. Loks voru allar körfurnar farnar. Svo fór hann heim með neðan- jarðarjárnbrautinni. 'Brosið ljek enn- þá um varir lians, þó að liann væri dauðþreyttur. Hanu sá í draumi fá- tæka menn og konur, sem ekki höfðu fengið neina jólagleði nema körf- una hans. Klukkutíma síðar sat hann við lítið borð í heldur fátæklegri stofu. Bogin, hvíthærð kona sat beint á móti honum. — Góði Robert, viltu ekki slcera steikina, sagði hún með hefðarsvip eins og húsmóðir i stóru samkvæmi. — Með ánægju, frú Parker. Þuun- ar sneiðar? — Já, þökk, lir. Parker. — Er það ekki yndislegt? sagði hann. — Varstu feimin, Mary? Það var ekki með ljettu hjarta, sem jeg gerði það. Þegar röðin kom að þjer og jeg rjetti þjer körfuna, var jeg lafliræddur um, að einhver af gömlu kunningjunum mundi þekkja þig aftur. Parker sat um stund og virtist við- utan. Svo bætti hann við: — En liversvegna ætti jeg að blygðast mín fyrir þetta? Við erum eflaust með þeim allra fátækustu, sem hafa feng- ið jólakörfu í dag. VALAMO, frh. af bls. 17. og víða um lönd er áhugi að vakna fyrir henni og löngun til að skilja hana. Og i Rússlandi stendur kirkjan á föstum grund- velli, þrátt fyrir allar ofsóknir, og fólk er farið að þora að hall- ast að kirkjunni aftur, segir hann. Þó að ekki sjáist munkar i kuflum í Rússlandi framar þá geyma þeir róðukrossinn undir skyrtunni. Munkarnir í Valamo gera sjer nefnilega von um það enn, að þeim takist að endurreisa kristn- ina i Rússlandi. Og þeir tilbiðja keisarann, alveg eins og i gamla daga. Klausturbróðirinn, sem sýn ir mjer safnið, verður hátíðleg- ur þegar hann sýnir mjer hvíta húfu af Alexander II. og við lilið- ina á henni stendur bolli, sem keisarinn drakk kaffi úr, þegar liann var geslur í klaustrinu, 1858. Hvílkur dýrgripur! Árin líða og munkarnir eldast. En öðru hverju bætast nýir við. Þeir koma flestir úr skólanum, sem klaustrið rekur, en þó koma stöku menn, sem beðið hafa skips hrot í lífinu, annarsstaðar frá. tJti á víkinni rær ungur Finni á háti. Hann var búðarmaður í Sortavala þangað til fyrir þrem- ur árum. Og Símon gamli er á rangli fyrir utan Jerúsalems- kirkjuna. Hann var kaupmaður i Helsingfors þangað til liann var sextugur, en nú er liann munk- ur i Valamo. Allir hafa munkarnir einhvern starfa, þarna eru allskonar hand- iðnir stundaðar og vinnustofur handa öllum. Þar starfa munk- arnir milli guðsdýrkunarstund- anna. Þangað til þrjú högg stóru klukkunnar tilkynna, að nú sje hróðir fallinn í valinn. Honum er fylgt til grafar og hvítur trje- kross með nafninu hans segir til um liver hann var. Eftir nokkur ár er krossinn fúinn og brotinn og gröfin týnd og nýr munkur grafinn í sama reitnum. — Og svo siglir „Sergei“ til baka inn í þann lieim, sem er minn. Rúðarþjónninn frá Sortavala rjettir úr sjer og horfir á eftir Niðurl. á bls. 27.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.