Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 57

Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 57
F Á L K I N N IX VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Rilstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. BlaðiS kemur út hvern föstudag. kr. 6.00 á ársfj. og 24 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprent. Leikhúsið um Jólin: HÁI ÞÓR! Jólaleikur leikfjelagsins kemur að vanda á sjónarsviSið á 2. dag jóla. Og leikurinn lieitir „Hái Þór“ (High Tor) hið nafntogaða leikrit Maxwell Andersons, sem undanfarin ár hefir farið sigurför um veröldina og hvar- vetna vakið meiri athygii en títt er um ný leikrit, þó að góð sjeu. Þar er æfintýri og raunvera, gaman og alvara spunnið saman í eitt á svo meistaralegan hátt, að furðu sætir. Kvenhlutverkin tvö eru leikin af Öldu Möller og Regínu Þórðardóltur, sem undanfarin ár hefir dvalið er- lendis lil að framast í leikment og ttkið próf frá leikskóla kgl. leik- hússins í Kaupmannahöfn. Af karl- mönnum má heita að' allir aðalleik- kraftar leikfjelagsins sjeu þarna í eldinum, nfl. Indriði Waage, Alfreð Andrjesson, Lárus Ingólfsson, Brynj- óifur Jóhannesson. Valur Gíslason, Gestur Pálsson og Jón Aðils auk ýmsra fleiri, að ógleymdum Lárusi Pálssyni, hinum unga leikara, sem að loknum leikskóla kgl. leikliússins hefir leikið á leikhúsum í Kaup- mannahöfn, þangað til liann hvarf ■ hingað lieim í liaust. Það er hann, sem liefir haft á hendi stjórn þessa leiks og búið hann undir leiksviðið. Það þarf ekki að efa, að „Hái Þór“ verður sóttur. Hjer er um nýja tegund leikrits að ræða, sem mun vckja undrun bæjarbúa. Skraddaraþanbar. Jólin voru ljóssins iiátið löngu áður en Jesús Kristur kom í þennan heim. Þau voru haldin í minningu þess, að nú færi daginn að lengja, ijósið liefði sigrað myrkrið og iifið dauðann. Þvi að myrkrinu fylgir dauði, en ljósinu líf. Og það er eins og menn liafi viljað flýta fyrir komu ljóssins með því, að gera sem bjart- ast í híbýlum sínum á jólanóttina og kynda elda úti á víðavangi. Síðan kemur Kriststrúin til sög- unnar og alt líf Krisís verður eins- kcnar tákn hinnar gömlu skoðunar, meðal allra kristinna manna. Kristur varð Ijós heimsins, liann sigraði dauðann og myrkrið. Það er dimt í heiminum núna. Við finnum ekki til þess, en við höfum aðeins spurnir af því. Núna um jólin verða þúsundir manna að hafast við í kjöllurum og hellum tii þess að draga úr lífshættunni, sem þeim er búin af vítisvjelum óvina sinna. — Núna um jólin eiga miljónir heimila við þann kost að búa, að lieimilis- föðurinn eða synina vantar að jóla- trjenu — þeir eru fjarverandi 'til þess að „verja* ættjörðina" eða til þess að kúga saklausar þjóðir. Járn- liæll hernaðarbrjálæðisins fer ekki í manngreiningarálit, liann mer og kremur bæði x-jettláta og rangláta — ekki síst þá fyrnefndu. Því að stríð sprettur sjaldan af öðru en ranglæti — en bitnar á rjettlætinu. Og svo hryllileg er s’iyrjaldartækni nútimans orðin, að nú verður að fela sjálft ljósið. Hjó stríðsþjóðunum eriendis er að vísu leyft að hafa ljós í lieimahúsum, en þá verður að byrgja giuggana svo vel, að engin glæta komist út. Þreyttum vegfarenda er ijúft að sjá ijós í glugga, en þeirri unun er hann sviftur i ár. En ef til vill verður þessi myrkv- un hins stríðandi mannkyns til þess, að fólk þráir hinn vaxandi dag eftir sólstöðurnar meir en nokkurntíma óð- ur, og lifir í þeirri einlægu von, að dagur komi eftir nótt, líka þar sem mennirnir ráða. Enginn herjötunn brey'tir sólarganginum nje býr til eilífan vetur, enginn mannlegur mátt- ur getur skipað jörðinni að fara að snúast aftur á bak eða sólinni að koma upp i vestri. En margir spyrja sjálfa sig: Eig- um við að lifa fleiri myrkvajól en þessi? Því er spáð af sumum, að ó- friðurinn lialdist í þrjú til fjögur ár, en er rjett að trúa þvi? Er ekki betra að trúa ó það, að næstu jólin eftir þessi verði ljóssins jól? Því að mannkyninu er það um megn til lengdar að þurfa að fela ljósið. Nicolaj Bjarnasen Nicolaj Bjarnasen fyrv. afgreiðslu- stjóri verður áttræður 22. jx. m. Flestir miðaldra menn, sem lítið þekkja til hans, lialda að hann sje borinn og barnfæddur Reykvíkingur, þó að hann sje fæddur í Vestmanna- eyjum og iifði jxar sín uppvaxtarár. En jxetta er afsakanlegur misskilning- ingur, því að fimtiu og átta ár eru liðin siðan hann fluttist hingað og hefir hann búið hjer samfleytt síðan. Hann rjeðst verslunarmaður til Fis- cher-verslunar 1882 og var þar þang- að til sú verslun hælti, árið 1905. Setti hann þá upp versiun sjálfur, í Austurstræti 1 og rak liana allmörg ár, og hafði jafnframt á hendi af- greiðslu Faxaflóabótsins. — Þegar Bergenska gufuskipafjelagið lióf sigl- ingar liingað til lands tókst Nic. Bjarnasen á hendur afgreiðslu lxess fjelags og gegndi henni jxangað til fyrir fáum árum. Æfistarf Nicolaj Bjarnasens hefir verið þannig háttað, að hann liefir haft við afar marga saman að sælda. En jjau kynni hafa verið á jjann veg, að hann hefir eignast fjölda vina, sem muna hann fyrir lipurð og alúð. Hann er maður liins gamla skóla í viðskifta- og bæjarlifi Reykjavík- ur, meðlimur þeirrar kynslóðar, sem nú er sem óðast að hverfa. „Einu sinni var jeg yngstur í okkar hóp, en nú er jeg orðinn elstur," segir liann og lilær eins og fjörugur ung- lingur. í Drekkiö Egils-öl | Magnús Jónsson, fgrv. sýslumað- ur og bæjarfógeti í Hafnarfirði, verður 75 ára þ. 27. þ. m. Friðbjörn Aðalsteinsson, skrif- stofustj. Landssímans, verður 50 ára 30. þ. 7n. Úr skólastíl um hafið: — Loks skal jjess getið, að liafið er ómissandi fyrir þó, sem ætla til Ameriku, þvi að þangað kemsl maður ekki landveg. DAUÐINN f FELUM. Það eru ekki allar sprengjur sem springa um leið og jjær rekast á. Sumar eru jjannig útbúnar, að jjær springa ekki fyr en ákveðnum tíma eftir að jjeim hefir verið varpað úr flugvjelunum, en aðrar springa ekki við áreksturinn jjó að þeim hafi verið ætlað það. Myndin hjer að ofan er frá Berlín. Þar hefir ensk sprengja sokkið í jörð án þess að springa, en til þess að draga úr eyði- icggingu hennar, þegar liún springur hefir pappírsböllum verið lilaðið ofan ó sprengjugíginn til að taka á móti sprengjubrotunum þegar þau koma. PINNLAND BORGAR. Þrátt fyrir hörmungar þær, sem gengu yfir Finnland í vetur sem leið þá inntu Finnar af liendi afborganir sínar og vexti af skuldum sínum í Bandaríkjunum i liaust eins og venju- lega. Er það eina landið sem borgaði — af öllum þeim, sem skulda Banda- ríkjunum frá síðustu slyrjöld. — Hjer á myndinni sjest sendiherra Finna i Washington, Hjalmar Procopé fyr- verandi utanríkisráðherra, vera að afhenda fulltrúa fjármálaráðuneytis- ins ávísun fyrir upphæðinni. Hann: — Það er kvenfólkið, sem gerir karlmennia að bjánum. Hún: — Nei, oftast nær verður náttúran fyrri til þess. — Jeg hefi verið óheppinn í ásta- málum. Fyrsta unnustan mín dó, önnur fór í klauslur — og sú þriðja varð konan mín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.