Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 22

Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 22
16 F Á L K I N N STÆRSTA KLAUSTUR N.-EVRÓPU! VALAMO Klausturkirkjan í Vulamo. T. v.: Munkurinn Simon. að bjóða nijer góðan daginn — liann talaði rússnesku eins og allir í Valamo-klaustri. Stóri lykillinn, sem faðir Lúk- as afhenti mjer, gekk að litlum klefa, eiginlega munkaklefa. — Rúm, borð, einn stóll og þvotta- skál — þetta voru liúsgögnin. I horninu liangir prýðilega skorið ikon (helgimynd). Það er ekki langt milli þeirra hjer í Valamo. Þetta gistihús var á sinum tíma reist vegna hins mikla fjölda af pílagrímum, sem komu hingað sjer til sálubótar frá Rússlandi p IMFERJAN „Sergei“ svaml- ar út úr skerjagarðinum. Ilún er að koma frá Sortavala, smábæ á norðurströnd Ladoga. Við stýrið stendur gamall munk- ur, með skeggstrýið hlaupið i flóka, sem aldrei verður greitt úr. Og undir loðnum augnabrún- um glampar á tvö villimannsleg augu, sem einu sinni mændu af liestbaki yfir steppurnar í Rúss- landi. Niðri í vjelarúminu er annar munkur og starir þung- búinn á vjelina, sem knýr gamla skipið yfir öldur Ladoga-vatns. Stundum lítur hann á þrýstimæl- inn, stundum grípur hann oliu- könnuna og hellir í einhverja holuna. Engin hugsun eða til- finning verður lesin úr andlit- inu fyr en boð kemur um, að teið sje tilbúið. Það vottar fyrir einliverju, sem líkist brosi, þegar gamli maðurinn heyrir krauma í samóvarnum. Öldur Ladoga! Við sjáum þær bráðum. Skerjagarðurinn er að baki, en framundan er opið haf. Því að Ladoga er haf — 180 sinnum stærra en Þingvallavatn og í hauststormum er það eins og hafsjór. „Sergei“ hossast á liáum öldum og byltist á alla vegu. Skranið á framþilfarinu byltist borða á milli. Það gutlar á stóru messuvínstunnunni og enda á farþegunum líka, en þeir eru flestir áhangandi setuliðinu finska í Valamo. Þeir verða hæg- ir og fátalaðir, þegar frá líður og leita sjer að hornum og kytr- um til að fleygja sjer í. Við höfum siglt 40 km. og framundan okkur stígur upp álfaborg, sem heitir Valamo. St. Nikuláskapellan á hólmanum við innsiglinguna er fyrirboði liins austurlenska æfintýris, er koma skal, og á leiðinni inn Loustarin Lahti — Klausturvík — rís aðal- klaustrið á háum liamri. Haust- 1 Valamo. í Ladoga-vatni lifðu 300—400 rússneskir munk- ar, við sömu kjör og á keisaratímunum, þangað til Rússar færðu landamæri sín vestur í vetur, sem leið. Nú hafa munkarnir fengið nýjan griðastað í Vestur-Finnlandi. — þokuna rýfur sem snöggvast og roðalaus sólin lýsir dimmbláu næputurnana með gullkrossun- um. Það glitrar á liundruð af gluggum í klaustrinu mikla, sem myndar ferhyrning um Preo- braschenskakirkjuna, liinn mikla helgidóm klaustursins, sem er einn mesti lausnarstaður grísk- kaþólskrar kristni. Faðir Lúkas tekur á móti nrjer, hann er ármaður gistiliúss- ins. Hann leggur armana í kross yfir gráa kuflinn og lmeigir sig djúpt. Augun eru dimm og blossa af rjetttrúnaði, en öðru liverju fer óljóst, kynlegt bros um andlitið, vottur lijarta- gæskunnar, sem dylst undir alvarlegu yfirbragð- inu. — Faðir Lúkas er merkilegasti hótelstjórinn, sem jeg hefi kynst, hann er meinlætamaður, sefur aldrei meira en 6 tíma á sólarhring og stundum alls ekki, og fastar einn dag eða tvo við og við. Mieð- an jeg dvaldi þarna kom faðir Lúkas á hverjum morgni inn til mín, og bauð mjer góðan daginn með handabandi. Eða jeg held, að hann hafði verið keisarans. Nú eru það skemti- ferðalangar, sem íylla þetta gisti- liús alt liðlangt sumarið og stöku pílagrímar slæðast með, einkum frá Estlandi. En nú er orðið svo áliðið hausts, að ferðamanna- straumurinn er húinn. Tveir rússneskir útflytjendur frá Hels- ingfors eru einu gestirnir þarna, auk mín. Annar, rússneskur stú- dent, gerist túlkur minn, og er ekki vanþörf á, því að sumar- túlkarnir eru farnir úr vistinni. Það eru bráðum 950 ár síðan Valamoklaustur var stofnað. Þá komu þangað tveir frómir munk- ar, Sergei og Hermann, alla leið sunnan frá Atosfjallinu helga í Grikklandi. Þeir boðuðu lieilaga trú meðfram Ladogavatni og söfnuðu um sig hópi trúbræðra, sem þeir fluttu með sjer út á eyjuna í vatninu mikla. Síðan liafa tugir þúsunda af munkum lifað kröfulausu lifi þarna á eyj- unum og lagst til livíldar i mold- ina þar. Margir bjuggu utan klaustursins sem einbúar árum saman. Einn þessara einbúa dó nýlega. Hann hafði verið dauð- ur liálfan mánuð, þegar einn af trúbræðrum hans rakst út í liólmann og fann liann dauðan. En klaustrið mikla, þetta dýrð- lega Salomonsmusteri, sem gnæf- ir á hömrunum við Klausturvík, er einkum verk Damaskins, sem var igumen eða ábóti klausturs- ins á 19. öld. Hann bygði húsin og kirkjuna og breytti móunum í akur og aldingarða, í stuttu máli: hann reisti i Valamo veg- legasta klaustur grísk-kaþólsku kirkjunnar og stærsta klaustrið, þegar Athos er undanskilið. Hon- um tókst að vekja áliuga efna- manna í Rússlandi fyrir stofnun- inni, stórkaupmenn í Moskva, St. Pjetursborg og Novgorod gáfu miljónir rúbla til klaustursins, og á blómatímum þess, fyrir heimsstyrjöldina 1914, voru þar yfir 1200 munkar. Og á liátíðis- dögum kirkjuársins streymdu þangað þúsundir munka, til að styrkjast í trúnni. Gömul, hrukkótt, en óslcöp al- úðleg, rússnesk kerling kemur 'nn í klefann minn. Hún setur samóvarinn á borðið og fram- reiðir te handa mjer. Hún kann listina — hvergi á Norðurlönd- um fæ jeg eins gott te. Og svo legg jeg í könnun- arferð um þennan austræna draumaheim, sem norðurlanda- búum finst. Það er um þröngt hlið að ganga inn i ytri ldaustur- garðinn — stóra liliðið er læst, það er hliðið lielga, sem vantrú- aðir menn mega ekki ganga um. Rjett hjá hliðinu eru klefar 'keis- aranna, þar sem þeir Alexander I. og II. gistu 1819 og 1858. Nýtt hlið er inn í innri forgarðinn og nú blasa við rauðir tígulsteins- veggir Preobraschenska-lcirkj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.